Óveðursský yfir Jerúsalem Birgir Þórarinsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Biðjið Jerúsalem friðar segir í Davíðssálmunum. Full ástæða er til að taka þessi orð alvarlega nú þegar Bandaríkin hafa tilkynnt að þau viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og muni flytja sendiráð sitt frá Tel Avív til borgarinnar helgu. Ákvörðunin er mjög eldfim meðal Palestínumanna og arabaríkja almennt. Hún getur haft víðtæk áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Framtíð Jerúsalemborgar, sem er heilög í augum gyðinga, kristinna manna og múslima, verður einungis ákvörðuð með samkomulagi Ísraels og Palestínumanna, en ekki einhliða ákvörðun Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á þetta og alþjóðasamfélagið almennt. Sú kenning Trumps um að sendiráðsákvörðunin muni flýta fyrir friðarferlinu milli Ísraels og Palestínu bendir til þess að hann hafi ekki hlustað á ráðgjafa sína í friðarmálum. Ákvörðunin mun hafa þveröfug áhrif, um það eru helstu sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda sammála. Undirritaður starfaði í Jerúsalem og þekkir hið spennuþrungna andrúmsloft sem þar ríkir. Nánast má telja öruggt að ofbeldi muni aukast í borginni. Hryðjuverkaógnin mun auk þess fá byr undir báða vængi. Ákvörðunin getur spillt samskiptum Jórdaníu og Ísraels en Jórdanar hafa haft yfirumsjón með Musterishæðinni eða „Temple Mount“ í Jerúsalem. Það kæmi sér illa fyrir Ísrael enda svæðið mjög viðkvæmt fyrir átökum. Friðarsamkomulagið við Jórdaníu er þeim einnig mikilvægt en þeir eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni eins og í vatnsbúskap.Leyniþjónusta Ísraels varaði Bandaríkin við Í byrjun þessa árs varaði Jórdaníukonungur Trump sérstaklega við því að flytja sendiráðið til Jerúsalem. Auk þess hefur ísraelska leyniþjónustan varað við því að ofbeldi myndi aukast og að ákvörðunin gæti leitt til þess að meðlimum í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við ríki Íslams myndi fjölga. Ákvörðun Trumps kemur á slæmum tíma fyrir Palestínumenn jafnt sem Ísraela út frá viðskiptalegum forsendum. Mikill ferðamannastraumur er að jafnaði til Betlehem í kringjum fæðingarhátíð Krists. Það er viðbúið að hann verði svipur hjá sjón þessi jólin og mikil óvissa er fram undan í þessum efnum. Bandaríkin hafa stóra sendiráðsbyggingu á besta stað í Tel Avív. Frá borginni er einungis 45 mínútna akstur til Jerúsalem. Auk þess hafa þeir ræðismannsskrifstofu í Jerúsalem. Engin þörf er fyrir nýja sendiráðsbyggingu. Það er því auðvelt að álykta sem svo að ákvörðunin feli í sér ögrun.Framkvæmir fyrst og hugsar svo Trump sagði í ræðu sinni, þegar ákvörðunin var tilkynnt, að friðarviðræður milli Ísrels og Palestínu hefðu engu skilað á undanförnum árum og hann ætlaði ekki að halda sig við gömlu formúluna í þeim efnum, því miður eru miklar líkur á því að nýja Trump-formúlan sé eitruð. Trump státaði sig einnig af því í ræðunni að hann gæti tekið ákvörðun sem forverar hans höfðu ekki haft hugrekki til að taka sl. 20 ár. Af þessu má sjá að ákvörðunin er greinilega til heimabrúks og að standa við vanhugsað kosningaloforð. Enda nauðsynlegt að beina athyglinni frá óþægilegum málum heima fyrir eins og rannsókn alríkislögreglunnar á kosningabaráttu Trumps. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að Trump er valdamesti maður heims, sem virðist framkvæma fyrst og hugsa svo. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í þessu sambandi kemur Norður-Kórea upp í hugann og sú raunverulega hætta að Trump tæki afdrifaríka ákvörðun, án þess að hugsa um afleiðingarnar og beitti hervaldi gegn ríkinu með tilheyrandi hörmungum. Utanríkismálanefnd Alþingis þarf að fylgjast vel með framvindu mála í Mið-Austurlöndum og á Kóreuskaga. Alvarleg átök á þessum slóðum munu hafa víðtæk áhrif um heim allan.Höfundur er þingmaður Miðflokksins og starfaði í Jerúsalem fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Biðjið Jerúsalem friðar segir í Davíðssálmunum. Full ástæða er til að taka þessi orð alvarlega nú þegar Bandaríkin hafa tilkynnt að þau viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og muni flytja sendiráð sitt frá Tel Avív til borgarinnar helgu. Ákvörðunin er mjög eldfim meðal Palestínumanna og arabaríkja almennt. Hún getur haft víðtæk áhrif til hins verra í Mið-Austurlöndum. Framtíð Jerúsalemborgar, sem er heilög í augum gyðinga, kristinna manna og múslima, verður einungis ákvörðuð með samkomulagi Ísraels og Palestínumanna, en ekki einhliða ákvörðun Bandaríkjanna. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt áherslu á þetta og alþjóðasamfélagið almennt. Sú kenning Trumps um að sendiráðsákvörðunin muni flýta fyrir friðarferlinu milli Ísraels og Palestínu bendir til þess að hann hafi ekki hlustað á ráðgjafa sína í friðarmálum. Ákvörðunin mun hafa þveröfug áhrif, um það eru helstu sérfræðingar í málefnum Mið-Austurlanda sammála. Undirritaður starfaði í Jerúsalem og þekkir hið spennuþrungna andrúmsloft sem þar ríkir. Nánast má telja öruggt að ofbeldi muni aukast í borginni. Hryðjuverkaógnin mun auk þess fá byr undir báða vængi. Ákvörðunin getur spillt samskiptum Jórdaníu og Ísraels en Jórdanar hafa haft yfirumsjón með Musterishæðinni eða „Temple Mount“ í Jerúsalem. Það kæmi sér illa fyrir Ísrael enda svæðið mjög viðkvæmt fyrir átökum. Friðarsamkomulagið við Jórdaníu er þeim einnig mikilvægt en þeir eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni eins og í vatnsbúskap.Leyniþjónusta Ísraels varaði Bandaríkin við Í byrjun þessa árs varaði Jórdaníukonungur Trump sérstaklega við því að flytja sendiráðið til Jerúsalem. Auk þess hefur ísraelska leyniþjónustan varað við því að ofbeldi myndi aukast og að ákvörðunin gæti leitt til þess að meðlimum í hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við ríki Íslams myndi fjölga. Ákvörðun Trumps kemur á slæmum tíma fyrir Palestínumenn jafnt sem Ísraela út frá viðskiptalegum forsendum. Mikill ferðamannastraumur er að jafnaði til Betlehem í kringjum fæðingarhátíð Krists. Það er viðbúið að hann verði svipur hjá sjón þessi jólin og mikil óvissa er fram undan í þessum efnum. Bandaríkin hafa stóra sendiráðsbyggingu á besta stað í Tel Avív. Frá borginni er einungis 45 mínútna akstur til Jerúsalem. Auk þess hafa þeir ræðismannsskrifstofu í Jerúsalem. Engin þörf er fyrir nýja sendiráðsbyggingu. Það er því auðvelt að álykta sem svo að ákvörðunin feli í sér ögrun.Framkvæmir fyrst og hugsar svo Trump sagði í ræðu sinni, þegar ákvörðunin var tilkynnt, að friðarviðræður milli Ísrels og Palestínu hefðu engu skilað á undanförnum árum og hann ætlaði ekki að halda sig við gömlu formúluna í þeim efnum, því miður eru miklar líkur á því að nýja Trump-formúlan sé eitruð. Trump státaði sig einnig af því í ræðunni að hann gæti tekið ákvörðun sem forverar hans höfðu ekki haft hugrekki til að taka sl. 20 ár. Af þessu má sjá að ákvörðunin er greinilega til heimabrúks og að standa við vanhugsað kosningaloforð. Enda nauðsynlegt að beina athyglinni frá óþægilegum málum heima fyrir eins og rannsókn alríkislögreglunnar á kosningabaráttu Trumps. Það sem veldur hins vegar áhyggjum er að Trump er valdamesti maður heims, sem virðist framkvæma fyrst og hugsa svo. Það kann aldrei góðri lukku að stýra. Í þessu sambandi kemur Norður-Kórea upp í hugann og sú raunverulega hætta að Trump tæki afdrifaríka ákvörðun, án þess að hugsa um afleiðingarnar og beitti hervaldi gegn ríkinu með tilheyrandi hörmungum. Utanríkismálanefnd Alþingis þarf að fylgjast vel með framvindu mála í Mið-Austurlöndum og á Kóreuskaga. Alvarleg átök á þessum slóðum munu hafa víðtæk áhrif um heim allan.Höfundur er þingmaður Miðflokksins og starfaði í Jerúsalem fyrir Sameinuðu þjóðirnar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar