Kröfu Ólafs hafnað í héraðsdómi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 23:16 Ólafur Ólafsson athafnamaður. vísir/vilhelm Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. Ólafur var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í málinu árið 2013. Dómi héraðsdóms í Al Thani-málinu var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og var Ólafur sýknaður af sakargiftum um umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti í febrúar 2015. Hann var hinsvegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms reisir Ólafur kröfu sína um ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar í fyrsta lagi á því nefndarmaðurinn Kristbjörg Stephensen hafi verið vanhæf til að taka þátt í ákvörðun um endurupptökubeiðni hans. Þá byggir Ólafur kröfu sína einnig á því að verulegar líkur séu á því að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin með þeim afleiðingum að það hafði áhrif á niðurstöðu þess. Niðurstaða endurupptökunefndar, sem hafi hafnað því að sú væri raunin, sé því röng. Héraðsdómur fellst á hvoruga framangreindra málsástæðna. Ríkissaksóknari og íslenska ríkið eru því sýknuð af kröfum Ólafs. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða málskostnað, sem hæfilega var metinn 500 þúsund krónur til hvors þeirra, samtals eina milljón króna. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, voru einnig dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem hefur verið ákært í ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Það var til rannsóknar á þriðja ár. Tengdar fréttir Ólafur stefnir íslenska ríkinu Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 16. október 2016 18:30 Endurupptökubeiðni Magnúsar í Al-Thani málinu hafnað Nefndin taldi að Magnús hafi ekki leitt líkur að því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 1. mars 2017 16:43 Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Kröfu Ólafs Ólafssonar athafnamanns um að fella úr gildi úrskurð endurupptökunefndar, þar sem beiðni hans um endurupptöku í Al Thani-málinu svokallaða var hafnað, hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. Ólafur var sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun í málinu árið 2013. Dómi héraðsdóms í Al Thani-málinu var áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og var Ólafur sýknaður af sakargiftum um umboðssvik, hylmingu og peningaþvætti í febrúar 2015. Hann var hinsvegar sakfelldur fyrir markaðsmisnotkun og dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Að því er fram kemur í dómi héraðsdóms reisir Ólafur kröfu sína um ógildingu úrskurðar endurupptökunefndar í fyrsta lagi á því nefndarmaðurinn Kristbjörg Stephensen hafi verið vanhæf til að taka þátt í ákvörðun um endurupptökubeiðni hans. Þá byggir Ólafur kröfu sína einnig á því að verulegar líkur séu á því að sönnunargögn í málinu hafi verið rangt metin með þeim afleiðingum að það hafði áhrif á niðurstöðu þess. Niðurstaða endurupptökunefndar, sem hafi hafnað því að sú væri raunin, sé því röng. Héraðsdómur fellst á hvoruga framangreindra málsástæðna. Ríkissaksóknari og íslenska ríkið eru því sýknuð af kröfum Ólafs. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða málskostnað, sem hæfilega var metinn 500 þúsund krónur til hvors þeirra, samtals eina milljón króna. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, voru einnig dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Málið er eitt stærsta efnahagsbrotamál sem hefur verið ákært í ekki síst vegna umfangs þess, flækjustigs, fjölda vitna o.fl. Það var til rannsóknar á þriðja ár.
Tengdar fréttir Ólafur stefnir íslenska ríkinu Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 16. október 2016 18:30 Endurupptökubeiðni Magnúsar í Al-Thani málinu hafnað Nefndin taldi að Magnús hafi ekki leitt líkur að því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 1. mars 2017 16:43 Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ólafur stefnir íslenska ríkinu Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. 16. október 2016 18:30
Endurupptökubeiðni Magnúsar í Al-Thani málinu hafnað Nefndin taldi að Magnús hafi ekki leitt líkur að því að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess. 1. mars 2017 16:43
Nærmynd: Ævintýramaðurinn Ólafur Ólafsson Athafnamaðurinn Ólafur Ólafsson er í aðalhlutverki í öllum fréttatímum dagsins. En, hver er maðurinn? 29. mars 2017 15:44