Snædís bíður eftir kynleiðréttingaraðgerð: „Loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. desember 2017 19:30 Snædís talar opinskátt um líf sitt sem transkona á Snapchat. Vísir / Úr einkasafni „Það eru margir stoltir af mér að vera svona opin. En málið er að ég er alin upp þannig að ég eigi að taka pláss en ekki vera feimin og falla inn í fjöldann,“ segir Snædís Yrja Kristjánsdóttir. Snædís fæddist í karlmannslíkama en hefur lifað sem kona í mörg ár. Í janúar fer hún í kynleiðréttingaraðgerð hjá Hannesi Sigurjónssyni, lýtalækni þar sem hún verður loksins sú kona sem hún hefur verið alla tíð í líkama karlmanns. „Mér finnst ég kona í dag en í janúar er aðgerðin og það er minn lokahnykkur. Ég er búin að fara í brjóstastækkun og hormónameðferð en eftir aðgerðina get ég loksins samþykkt sjálfa mig fullkomlega. Þá get ég gengið út í heiminn sem kona. Það er ekki gaman að líta í klofið á sér og vera ekki með það sem maður á að vera með. Ég er ótrúlega spennt fyrir aðgerðinni og get ekki beðið,“ segir Snædís. Hér má sjá Snædísi, sem fæddist Snæbjörn, fyrir nokkrum árum. Snædís gerði sér grein fyrir mjög ung að hún hefði fæðst í röngum líkama.Vísir / Úr einkasafni Mikill stuðningur frá foreldrum Hún segist fyrst hafa uppgötvað að hún fæddist í röngum líkama þegar hún var sex ára gömul, en viðurkenndi það ekki fyrir sjálfri sér fyrr en hún varð sextán ára. Síðan tók það nokkur ár að viðurkenna það fyrir öðru fólki, en það gerði hún þegar hún var að verða 22ja ára. Snædís er 26 ára í dag og fjallar opinskátt um þessa vegferð sína á Snapchat undir nafninu snaedisyrja. Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá foreldrum sínum þegar hún sagði þeim að hún ætlaði að láta leiðrétta kyn sitt. „Ég á rosalega opna foreldra. Ég er mjög heppin því það eru ekki allir sem fá þær góðu móttökur sem ég fékk. Við erum ofboðslega náin fjölskylda og ég er mjög þakklát fyrir þau,“ segir Snædís og bætir við að þessi ákvörðun hennar hafi ekki komið sínum nánustu í opna skjöldu. „Ég hef verið með neglur og hárlengingar síðan ég var sextán ára og var alltaf að leika mér í málningardótinu hennar mömmu. Þetta var ekki neitt nýtt fyrir þeim þó þetta hafi eflaust verið mikið sjokk fyrir þau til að byrja með, þó þau hafi aldrei sagt mér það. Pabba fannst dálítið erfitt að meðtaka nafnabreytinguna,“ segir Snædís, sem hét áður Snæbjörn. „Það var nafn afa míns og búið að ganga aftur í ættir. Pabbi viðurkenndi alveg að honum finndist erfitt að breyta því.“ Snædís er glæsileg, ung kona.Vísir / Úr einkasafni Grét þegar nafninu var breytt Þegar kom að því að breyta um nafn, ákvað Snædís að leyfa foreldrum sínum að velja nýtt nafn fyrir sig. „Fyrir nokkrum árum fór ég í tíma hjá Óttari Guðmundssyni geðlækni og spurði hann hvort það gæti verið að ég hefði fæðst í vitlausum líkama. Hann horfði einu sinni á mig, með hárlengingar, neglur og í kvenmannsfötum, og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Hann vildi helst setja mig í hormónameðferð strax en það má ekki. Þannig að hann sagði mér að ég þyrfti að fara heim og velja mér nafn. Velja mér nafn? spurði ég. Ég var ekki búin að hugsa svo langt. Eftir þennan fund fór ég beint heim til foreldra minna og bað þau um að velja nýtt nafn, ég meikaði ekki að gera það sjálf. Mamma var svolítið ýkt og vildi skíra mig Eldmey Yrja. Við pabbi báðum hana að slaka aðeins á og ég ákvað að pabbi myndi velja fyrra nafnið og mamma seinna. Pabba hafði alltaf fundist Snædís svo fallegt nafn þannig að úr varð að ég fékk nafnið Snædís Yrja,“ segir Snædís. Síðan þurfti hún að lifa sem kona í ákveðinn tíma, áður en hún mátti byrja í hormónameðferð. Snædís leyfði foreldrum sínum að velja nafnið sitt.Vísir / Úr einkasafni Snædís fékk nafni sínu breytt opinberlega fyrir ári síðan. „Ég grét þegar ég fékk nafnabreytinguna,“ segir Snædís en bætir við að hún hafi ekki verið kölluð Snæbjörn í fjöldamörg ár. „Ég var búin að láta kalla mig Bamba í fimm ár því ég vildi ekki láta kalla mig Snæbjörn. Þegar ég fékk Snædísar nafnið frá foreldrum mínum útskýrði ég alltaf að ég héti Snædís þegar ég mætti til læknis svo að ég yrði ekki kölluð upp sem Snæbjörn. Mér var samt alveg sama þó einhverjir rugluðust og kölluðu mig Snæbjörn því það skipti ekki höfuðmáli. Mesta þýðingin fyrir mig var að fá brjóstin. Þá fannst mér ég vera kvenleg.“ Snædís hefur náð frábærum árangri með því að breyta um lífsstíl, borða hollari mat og hreyfa sig.Vísir / Úr einkasafni Var þyngst 188 kíló Í byrjun kynleiðréttingarferlisins fékk Snædís að heyra að hún þyrfti að létta sig fyrir kynleiðréttingaraðgerðina og hefur hún náð undaverðum árangri. Það hefur samt ekki verið dans á rósum. „Ég fór í magaminnkunaraðgerð en varð fárveik. Læknarnir eru enn að reyna að átta sig á því hvað gerðist því stundum líður hreinlega yfir mig. Brennslan mín stoppaði líka alveg og er engin í dag. Læknarnir vita ekki enn hvað gerðist,“ segir Snædís, sem var 188 kíló þegar hún var sem þyngst. „Ég var búin að grennast um sirka fimmtíu kíló þegar ég byrjaði í hormónameðferð. Þau komu aftur á núll einni út af hormónunum og vaknaði ég 170 kíló einn morguninn. Þannig að ég skil þegar kasóléttar konur eru orðnar pirraðar - ég hef gengið í gegnum þetta. Ég fékk fullt af homrónum sem óléttar konur eru með og var oft mjög pirruð. Ég er líka enn þá að kljást við eitthvað sem heitir brjóstaþoka,“ segir Snædís og hlær, en það eru ófáar mæður sem kannast við þetta ástand. Snædís er búin að fara í brjóstastækkun og lét líka fylla upp í varir sínar.Vísir / Úr einkasafni „Það eru líka konur að fantasera um mig“ Talið berst að ástarlífi þessar orkumiklu transkonu en hún á mikið af fylgjendum á samfélagsmiðlum og segist fá gífurlega mikla athygli, sökum hversu opin hún er. „Ef einhver kæmist í símann minn myndi sá hinn sami komast að risastórum leyndarmálum,“ segir Snædís og hlær. „Meira að segja vinkonur mínar spyrja mig hvort strákar sem þær eru að byrja að hitta séu búnir að senda mér eitthvað,“ segir hún og bætir við að hún fái fjölmörg skilaboð frá karlmönnum sem eru forvitnir um hvernig ástarlíf transkvenna sé. „Þetta er svo svakalega mikil forvitni. Við erum svo fáar transkonur á Íslandi sem eru svona kvenlegar og markaðurinn er mjög lítill fyrir stráka sem eru forvitnir. Það er rosalega mikið tabú að strákar megi hafa kynlífsfantasíur á meðan stelpur megar gera það sem þær vilja. Fyrir mjög marga stráka er nóg að spyrja mig bara hvernig það virkar að vera transkona. Þeir fá smá út úr því að fá svör við spurningum sínum og síðan heldur lífið áfram. Það að þeir spyrji þýðir ekki að þeir sitji heima og hugsi um transkonur allan daginn,“ segir Snædís, en hún fær einnig mikið af skilaboðum frá konum. „Það eru líka konur að fantasera um mig en ég er bara ekki þar. Ég er gagnkynhneigð og fíla karlmenn.“ Það átta sig ekki allir á því að Snædís er trans.Vísir / Úr einkasafni Hoppar ekki uppí rúm með hverjum sem er Snædís segist vilja hitta sinn lífsförunaut þegar hún er búin í kynleiðréttingaraðgerðinni og er mjög tilbúin í fast samband. „Að sjálfsögðu langar mig í samband. Ég elska að fara á djammið inná milli og dansa og missa mig, en ég er ekki látin í friði á djamminu. Ég hoppa ekki uppí rúm með hverjum sem er, ég er bara ekki sú týpa. Mamma kom með mér á djammið um daginn og henti fimmtán strákum af mér. Það eru rosalega fáir sem gera sér grein fyrir að ég er trans á djamminu,“ segir Snædís, sem hefur tvisvar sinnum farið með karlmanni heim af skemmtun. „Ég segi alltaf strákum frá því að ég sé trans áður en ég kyssi þá,“ segir Snædís. Hvernig eru þá viðbrögð karlpeningsins? „Það hefur allavega enginn hætt við enn þá,“ segir hún og hlær og heldur áfram. „En sumir strákar sem ég hitti vilja kynnast mér betur þegar ég er búin í aðgerðinni og það eru strákarnir sem ég leita að. Mig langar ekki að kynnast mínum maka með það sem ég er með í klofinu í dag.“ Hún segir erfitt að kynnast karlmönnum sem transkona þar sem margir hverjir sjá ekki fyrir sér framtíðarsamband með transkonu. „Margir gefa falskar vonir. Það er leiðinlegt hvað það er oft farið illa með transstelpur á Íslandi. Einn fór illa með mig í heilt ár og það gerði mig geðveika. Ég hljóp til þegar hann vildi og það er fullt af karlmönnum sem leika sér með tilfinningar transkvenna. Ég er búin að brenna mig á því.“ Snædís flippar með móður sinni á Snapchat.Vísir / Úr einkasafni Ætlar að eignast börn Snædísi dreymir um stóra fjölskyldu og er búin að láta frysta sæði sitt ef hún þarf á því að halda í framtíðinni. „Ég ætla að eignast börn - sama hvernig ég fer að því. Það er enginn að fara að stoppa mig að eignast mitt eigið barn. Minn æðsti draumur er að eiga fjölskyldu. Að eiga mann sem er heilsteyptur og góður við mig. Hann mætti eiga þrjú hundruð börn þess vegna. Draumur minn er að eiga risastórt fjölskylduborð og tólf börn. Ég sé þetta í hyllingum - húsið, manninn og börnin.“ „Ef ég vakna ekki, þá vakna ég ekki“ Nú telur Snædís niður dagana þar til 30. janúar þegar hún fer í kynleiðréttingaraðgerð og getnaðarlim hennar verður breytt í leggöng. Þetta er stór aðgerð og verður Snædís lengi að jafna sig en henni finnst allt það þess virði þegar hún hugsar um líf sitt eftir aðgerðina. „Þetta er alls ekki eins auðvelt og margir halda og þetta er mikil áhætta. En ég vil taka þessa áhættu. Ef ég vakna ekki, þá vakna ég ekki. Þetta er enginn dans á rósum en loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn,“ segir Snædís sem ætlar að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu eins og hægt er. „Ég ætla að reyna að sýna eins mikið og ég get á Snapchat. Fólk þarf að sjá þetta. Þegar ég byrjaði í mínu ferli þurfti ég að leita að upplýsingum í útlöndum og ég er þakklát fyrir hvað ég gat fundið mikið á netinu. Ég lærði alls kyns hluti sem gleymast hér heima. Því langar mig einhvern daginn að skrifa bók um þetta ferli, bæði fyrir fullorðna, börn og foreldra.“ Áhugasamir geta fylgst með lífi Snædísar á Snapchat.Vísir / Úr einkasafni Er ég sátt hér? En ætlar Snædís að setja sér einhver markmið fyrir komandi ár? „Ég held að ég þurfi að toppa mig á næsta ári. Ég hef tamið mér að minna mig á hvað ég sé heppin og taka engu sem sjálfsögðum hlut. Fyrir tveimur árum vaknaði ég einn daginn, horfði í spegil og var ekki sátt við manneskjuna sem ég sá. Þannig að ég tók til í kringum mig. Ég lokaði á fólk sem var óheiðarlegt og baktalaði mig. Það var mjög erfitt en ég vildi ekki taka þetta fólk með mér í lífinu. Ég þarf reglulega að horfa í kringum mig og spyrja: Er ég sátt hér? Ég þarf að minna mig á það á hverjum degi að bera virðingu fyrir sjálfri mér og hafa gaman að lífinu.“ Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
„Það eru margir stoltir af mér að vera svona opin. En málið er að ég er alin upp þannig að ég eigi að taka pláss en ekki vera feimin og falla inn í fjöldann,“ segir Snædís Yrja Kristjánsdóttir. Snædís fæddist í karlmannslíkama en hefur lifað sem kona í mörg ár. Í janúar fer hún í kynleiðréttingaraðgerð hjá Hannesi Sigurjónssyni, lýtalækni þar sem hún verður loksins sú kona sem hún hefur verið alla tíð í líkama karlmanns. „Mér finnst ég kona í dag en í janúar er aðgerðin og það er minn lokahnykkur. Ég er búin að fara í brjóstastækkun og hormónameðferð en eftir aðgerðina get ég loksins samþykkt sjálfa mig fullkomlega. Þá get ég gengið út í heiminn sem kona. Það er ekki gaman að líta í klofið á sér og vera ekki með það sem maður á að vera með. Ég er ótrúlega spennt fyrir aðgerðinni og get ekki beðið,“ segir Snædís. Hér má sjá Snædísi, sem fæddist Snæbjörn, fyrir nokkrum árum. Snædís gerði sér grein fyrir mjög ung að hún hefði fæðst í röngum líkama.Vísir / Úr einkasafni Mikill stuðningur frá foreldrum Hún segist fyrst hafa uppgötvað að hún fæddist í röngum líkama þegar hún var sex ára gömul, en viðurkenndi það ekki fyrir sjálfri sér fyrr en hún varð sextán ára. Síðan tók það nokkur ár að viðurkenna það fyrir öðru fólki, en það gerði hún þegar hún var að verða 22ja ára. Snædís er 26 ára í dag og fjallar opinskátt um þessa vegferð sína á Snapchat undir nafninu snaedisyrja. Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá foreldrum sínum þegar hún sagði þeim að hún ætlaði að láta leiðrétta kyn sitt. „Ég á rosalega opna foreldra. Ég er mjög heppin því það eru ekki allir sem fá þær góðu móttökur sem ég fékk. Við erum ofboðslega náin fjölskylda og ég er mjög þakklát fyrir þau,“ segir Snædís og bætir við að þessi ákvörðun hennar hafi ekki komið sínum nánustu í opna skjöldu. „Ég hef verið með neglur og hárlengingar síðan ég var sextán ára og var alltaf að leika mér í málningardótinu hennar mömmu. Þetta var ekki neitt nýtt fyrir þeim þó þetta hafi eflaust verið mikið sjokk fyrir þau til að byrja með, þó þau hafi aldrei sagt mér það. Pabba fannst dálítið erfitt að meðtaka nafnabreytinguna,“ segir Snædís, sem hét áður Snæbjörn. „Það var nafn afa míns og búið að ganga aftur í ættir. Pabbi viðurkenndi alveg að honum finndist erfitt að breyta því.“ Snædís er glæsileg, ung kona.Vísir / Úr einkasafni Grét þegar nafninu var breytt Þegar kom að því að breyta um nafn, ákvað Snædís að leyfa foreldrum sínum að velja nýtt nafn fyrir sig. „Fyrir nokkrum árum fór ég í tíma hjá Óttari Guðmundssyni geðlækni og spurði hann hvort það gæti verið að ég hefði fæðst í vitlausum líkama. Hann horfði einu sinni á mig, með hárlengingar, neglur og í kvenmannsfötum, og þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um. Hann vildi helst setja mig í hormónameðferð strax en það má ekki. Þannig að hann sagði mér að ég þyrfti að fara heim og velja mér nafn. Velja mér nafn? spurði ég. Ég var ekki búin að hugsa svo langt. Eftir þennan fund fór ég beint heim til foreldra minna og bað þau um að velja nýtt nafn, ég meikaði ekki að gera það sjálf. Mamma var svolítið ýkt og vildi skíra mig Eldmey Yrja. Við pabbi báðum hana að slaka aðeins á og ég ákvað að pabbi myndi velja fyrra nafnið og mamma seinna. Pabba hafði alltaf fundist Snædís svo fallegt nafn þannig að úr varð að ég fékk nafnið Snædís Yrja,“ segir Snædís. Síðan þurfti hún að lifa sem kona í ákveðinn tíma, áður en hún mátti byrja í hormónameðferð. Snædís leyfði foreldrum sínum að velja nafnið sitt.Vísir / Úr einkasafni Snædís fékk nafni sínu breytt opinberlega fyrir ári síðan. „Ég grét þegar ég fékk nafnabreytinguna,“ segir Snædís en bætir við að hún hafi ekki verið kölluð Snæbjörn í fjöldamörg ár. „Ég var búin að láta kalla mig Bamba í fimm ár því ég vildi ekki láta kalla mig Snæbjörn. Þegar ég fékk Snædísar nafnið frá foreldrum mínum útskýrði ég alltaf að ég héti Snædís þegar ég mætti til læknis svo að ég yrði ekki kölluð upp sem Snæbjörn. Mér var samt alveg sama þó einhverjir rugluðust og kölluðu mig Snæbjörn því það skipti ekki höfuðmáli. Mesta þýðingin fyrir mig var að fá brjóstin. Þá fannst mér ég vera kvenleg.“ Snædís hefur náð frábærum árangri með því að breyta um lífsstíl, borða hollari mat og hreyfa sig.Vísir / Úr einkasafni Var þyngst 188 kíló Í byrjun kynleiðréttingarferlisins fékk Snædís að heyra að hún þyrfti að létta sig fyrir kynleiðréttingaraðgerðina og hefur hún náð undaverðum árangri. Það hefur samt ekki verið dans á rósum. „Ég fór í magaminnkunaraðgerð en varð fárveik. Læknarnir eru enn að reyna að átta sig á því hvað gerðist því stundum líður hreinlega yfir mig. Brennslan mín stoppaði líka alveg og er engin í dag. Læknarnir vita ekki enn hvað gerðist,“ segir Snædís, sem var 188 kíló þegar hún var sem þyngst. „Ég var búin að grennast um sirka fimmtíu kíló þegar ég byrjaði í hormónameðferð. Þau komu aftur á núll einni út af hormónunum og vaknaði ég 170 kíló einn morguninn. Þannig að ég skil þegar kasóléttar konur eru orðnar pirraðar - ég hef gengið í gegnum þetta. Ég fékk fullt af homrónum sem óléttar konur eru með og var oft mjög pirruð. Ég er líka enn þá að kljást við eitthvað sem heitir brjóstaþoka,“ segir Snædís og hlær, en það eru ófáar mæður sem kannast við þetta ástand. Snædís er búin að fara í brjóstastækkun og lét líka fylla upp í varir sínar.Vísir / Úr einkasafni „Það eru líka konur að fantasera um mig“ Talið berst að ástarlífi þessar orkumiklu transkonu en hún á mikið af fylgjendum á samfélagsmiðlum og segist fá gífurlega mikla athygli, sökum hversu opin hún er. „Ef einhver kæmist í símann minn myndi sá hinn sami komast að risastórum leyndarmálum,“ segir Snædís og hlær. „Meira að segja vinkonur mínar spyrja mig hvort strákar sem þær eru að byrja að hitta séu búnir að senda mér eitthvað,“ segir hún og bætir við að hún fái fjölmörg skilaboð frá karlmönnum sem eru forvitnir um hvernig ástarlíf transkvenna sé. „Þetta er svo svakalega mikil forvitni. Við erum svo fáar transkonur á Íslandi sem eru svona kvenlegar og markaðurinn er mjög lítill fyrir stráka sem eru forvitnir. Það er rosalega mikið tabú að strákar megi hafa kynlífsfantasíur á meðan stelpur megar gera það sem þær vilja. Fyrir mjög marga stráka er nóg að spyrja mig bara hvernig það virkar að vera transkona. Þeir fá smá út úr því að fá svör við spurningum sínum og síðan heldur lífið áfram. Það að þeir spyrji þýðir ekki að þeir sitji heima og hugsi um transkonur allan daginn,“ segir Snædís, en hún fær einnig mikið af skilaboðum frá konum. „Það eru líka konur að fantasera um mig en ég er bara ekki þar. Ég er gagnkynhneigð og fíla karlmenn.“ Það átta sig ekki allir á því að Snædís er trans.Vísir / Úr einkasafni Hoppar ekki uppí rúm með hverjum sem er Snædís segist vilja hitta sinn lífsförunaut þegar hún er búin í kynleiðréttingaraðgerðinni og er mjög tilbúin í fast samband. „Að sjálfsögðu langar mig í samband. Ég elska að fara á djammið inná milli og dansa og missa mig, en ég er ekki látin í friði á djamminu. Ég hoppa ekki uppí rúm með hverjum sem er, ég er bara ekki sú týpa. Mamma kom með mér á djammið um daginn og henti fimmtán strákum af mér. Það eru rosalega fáir sem gera sér grein fyrir að ég er trans á djamminu,“ segir Snædís, sem hefur tvisvar sinnum farið með karlmanni heim af skemmtun. „Ég segi alltaf strákum frá því að ég sé trans áður en ég kyssi þá,“ segir Snædís. Hvernig eru þá viðbrögð karlpeningsins? „Það hefur allavega enginn hætt við enn þá,“ segir hún og hlær og heldur áfram. „En sumir strákar sem ég hitti vilja kynnast mér betur þegar ég er búin í aðgerðinni og það eru strákarnir sem ég leita að. Mig langar ekki að kynnast mínum maka með það sem ég er með í klofinu í dag.“ Hún segir erfitt að kynnast karlmönnum sem transkona þar sem margir hverjir sjá ekki fyrir sér framtíðarsamband með transkonu. „Margir gefa falskar vonir. Það er leiðinlegt hvað það er oft farið illa með transstelpur á Íslandi. Einn fór illa með mig í heilt ár og það gerði mig geðveika. Ég hljóp til þegar hann vildi og það er fullt af karlmönnum sem leika sér með tilfinningar transkvenna. Ég er búin að brenna mig á því.“ Snædís flippar með móður sinni á Snapchat.Vísir / Úr einkasafni Ætlar að eignast börn Snædísi dreymir um stóra fjölskyldu og er búin að láta frysta sæði sitt ef hún þarf á því að halda í framtíðinni. „Ég ætla að eignast börn - sama hvernig ég fer að því. Það er enginn að fara að stoppa mig að eignast mitt eigið barn. Minn æðsti draumur er að eiga fjölskyldu. Að eiga mann sem er heilsteyptur og góður við mig. Hann mætti eiga þrjú hundruð börn þess vegna. Draumur minn er að eiga risastórt fjölskylduborð og tólf börn. Ég sé þetta í hyllingum - húsið, manninn og börnin.“ „Ef ég vakna ekki, þá vakna ég ekki“ Nú telur Snædís niður dagana þar til 30. janúar þegar hún fer í kynleiðréttingaraðgerð og getnaðarlim hennar verður breytt í leggöng. Þetta er stór aðgerð og verður Snædís lengi að jafna sig en henni finnst allt það þess virði þegar hún hugsar um líf sitt eftir aðgerðina. „Þetta er alls ekki eins auðvelt og margir halda og þetta er mikil áhætta. En ég vil taka þessa áhættu. Ef ég vakna ekki, þá vakna ég ekki. Þetta er enginn dans á rósum en loksins fæ ég að vakna með mitt rétta kyn,“ segir Snædís sem ætlar að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með ferlinu eins og hægt er. „Ég ætla að reyna að sýna eins mikið og ég get á Snapchat. Fólk þarf að sjá þetta. Þegar ég byrjaði í mínu ferli þurfti ég að leita að upplýsingum í útlöndum og ég er þakklát fyrir hvað ég gat fundið mikið á netinu. Ég lærði alls kyns hluti sem gleymast hér heima. Því langar mig einhvern daginn að skrifa bók um þetta ferli, bæði fyrir fullorðna, börn og foreldra.“ Áhugasamir geta fylgst með lífi Snædísar á Snapchat.Vísir / Úr einkasafni Er ég sátt hér? En ætlar Snædís að setja sér einhver markmið fyrir komandi ár? „Ég held að ég þurfi að toppa mig á næsta ári. Ég hef tamið mér að minna mig á hvað ég sé heppin og taka engu sem sjálfsögðum hlut. Fyrir tveimur árum vaknaði ég einn daginn, horfði í spegil og var ekki sátt við manneskjuna sem ég sá. Þannig að ég tók til í kringum mig. Ég lokaði á fólk sem var óheiðarlegt og baktalaði mig. Það var mjög erfitt en ég vildi ekki taka þetta fólk með mér í lífinu. Ég þarf reglulega að horfa í kringum mig og spyrja: Er ég sátt hér? Ég þarf að minna mig á það á hverjum degi að bera virðingu fyrir sjálfri mér og hafa gaman að lífinu.“
Heilsa Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira