Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. desember 2017 19:00 Biskup Íslands segir umræðuna um launahækkun hennar hafa verið tengda við persónu hennar frekar en embættið sjálft. Það sé ekki hún persónulega sem hækki í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar. Venju samkvæmt prédikaði biskups Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, í Dómkirkjunni við hátíðarþjónustu í dag, á jóladag. „Það er efst í huga mér þessi gleði og vonin um það að allir menn geti fundið þessa gleði og ekki bara ytra heldur aðallega í eigin hjarta,“ segir Agnes. Það sé fagnaðarboðskaður jólanna. Við lifum ekki í myrkri. Við lifum í ljósi. „Þrátt fyrir myrkrið sem getur birst okkur í ýmsum myndin, veikindum eða einhverju öðru, að það skín alltaf ljós í myrkrinu. Það er einmitt það sem var verið að lesa í guðspjallinu í morgun.“ Þá segir Agnes að henni sé efst í huga að fólk treysti því að kristin trú hafi eitthvað gott að gefa. „Eitthvað sem bætir líf okkar. Eitthvað sem bætir ekki bara lífið í dag heldur til framtíðar,“ segir Agnes. Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um ákvörðun kjararáðs um að veita biskup 18 prósenta launahækkun, sem þýðir að laun Agnesar verða framvegis rúmlega ein og hálf milljón á mánuði. Ákveðið var að veita launahækkunina afturvirkt frá 1. janúar sem þýðir að hún fær 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Í ákvörðun kjararáðs var greint frá því að biskup hafi sent bréf með beiðni um endurskoðuð launakjör með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins sem sé eitt af æðstu embættum landsins. Agnes hefur ekki viljað tjá sig efnislega um málið.Er einhver ástæða fyrir því að þú hefur ekki viljað tjá þig um málið? „Ég sendi út yfirlýsingu eða setti yfirlýsingu á vef kirkjunnar og það er það sem ég hef um málið að segja,“ segir Agnes en þar er vísað í launaleiðréttingu og kerfisbreytingar efir 12 ára kyrrstöðu. Agnes telur að umræðan um hækkunina sé að vissu leyti skiljanleg. Hún hafi þó átt það til að vera tengd við persónu hennar frekar en embættið sjálft. „Það er ekki ég persónulega og prívat sem er að hækka í launum þó að svo sé í raun heldur fjallar þetta um embættið. Þetta fjallar ekkert um persónuna Agnesi heldur fjallar þetta um embætti biskups Íslands, sem er æðsti maður þjóðkirkjunna,“ segir Agnes.Hefur komið til greina að gefa launahækkuna til góðgerðarmála eins og forsetinn hefur gert eða eitthvað slíkt? „Ég ætla ekki að svara þessu.“ Forseti Íslands hefur í tæpt ár gefið launahækkun sína frá því í fyrra til góðgerðarmála, um fjórar milljónir króna. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun og vissi ekki af henni. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í nóvember í fyrra.Agnes sendi kjararáði erindi árið 2015 þar sem hún óskaði eftir endurmati á launum biskups. Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Biskup Íslands segir umræðuna um launahækkun hennar hafa verið tengda við persónu hennar frekar en embættið sjálft. Það sé ekki hún persónulega sem hækki í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar. Venju samkvæmt prédikaði biskups Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir, í Dómkirkjunni við hátíðarþjónustu í dag, á jóladag. „Það er efst í huga mér þessi gleði og vonin um það að allir menn geti fundið þessa gleði og ekki bara ytra heldur aðallega í eigin hjarta,“ segir Agnes. Það sé fagnaðarboðskaður jólanna. Við lifum ekki í myrkri. Við lifum í ljósi. „Þrátt fyrir myrkrið sem getur birst okkur í ýmsum myndin, veikindum eða einhverju öðru, að það skín alltaf ljós í myrkrinu. Það er einmitt það sem var verið að lesa í guðspjallinu í morgun.“ Þá segir Agnes að henni sé efst í huga að fólk treysti því að kristin trú hafi eitthvað gott að gefa. „Eitthvað sem bætir líf okkar. Eitthvað sem bætir ekki bara lífið í dag heldur til framtíðar,“ segir Agnes. Undanfarið hefur talsvert verið fjallað um ákvörðun kjararáðs um að veita biskup 18 prósenta launahækkun, sem þýðir að laun Agnesar verða framvegis rúmlega ein og hálf milljón á mánuði. Ákveðið var að veita launahækkunina afturvirkt frá 1. janúar sem þýðir að hún fær 3,3 milljónir króna í eingreiðslu. Í ákvörðun kjararáðs var greint frá því að biskup hafi sent bréf með beiðni um endurskoðuð launakjör með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins sem sé eitt af æðstu embættum landsins. Agnes hefur ekki viljað tjá sig efnislega um málið.Er einhver ástæða fyrir því að þú hefur ekki viljað tjá þig um málið? „Ég sendi út yfirlýsingu eða setti yfirlýsingu á vef kirkjunnar og það er það sem ég hef um málið að segja,“ segir Agnes en þar er vísað í launaleiðréttingu og kerfisbreytingar efir 12 ára kyrrstöðu. Agnes telur að umræðan um hækkunina sé að vissu leyti skiljanleg. Hún hafi þó átt það til að vera tengd við persónu hennar frekar en embættið sjálft. „Það er ekki ég persónulega og prívat sem er að hækka í launum þó að svo sé í raun heldur fjallar þetta um embættið. Þetta fjallar ekkert um persónuna Agnesi heldur fjallar þetta um embætti biskups Íslands, sem er æðsti maður þjóðkirkjunna,“ segir Agnes.Hefur komið til greina að gefa launahækkuna til góðgerðarmála eins og forsetinn hefur gert eða eitthvað slíkt? „Ég ætla ekki að svara þessu.“ Forseti Íslands hefur í tæpt ár gefið launahækkun sína frá því í fyrra til góðgerðarmála, um fjórar milljónir króna. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun og vissi ekki af henni. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á blaðamannafundi í nóvember í fyrra.Agnes sendi kjararáði erindi árið 2015 þar sem hún óskaði eftir endurmati á launum biskups.
Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08 Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57 Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Biskup fær 3,3 milljóna eingreiðslu og 18 prósenta hækkun Kjararáð hefur hækkað laun biskups að beiðni hennar. 19. desember 2017 17:08
Biskup tjáir sig ekki um launahækkunina Segir það ekki í sínum verkahring að tjá sig um úrskurð kjararáðs. 20. desember 2017 15:57
Kirkjumenn fá launahækkun frá kjararáði Úrskurður kjararáðs var felldur um helgina og verður birtur á vef ráðsins um miðja viku. 19. desember 2017 07:30
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?