Innlent

Aðfangadagur: Hvar er opið og hversu lengi?

Birgir Olgeirsson skrifar
Sundhöll Reykjavíkur er opin til klukkan 13 í dag.
Sundhöll Reykjavíkur er opin til klukkan 13 í dag. Vísir
Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum fyrri hluta dags í dag, aðfangadag. Þannig er opið í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni og Smáralind til klukkan 13 en í miðborginni eru verslanir með opið til klukkan 12 og sumar verða með opið örlítið lengur. Þeir sem eiga eftir að kaupa einhverjar gjafir ættu því að geta reddað því.

Ef einhverjir eiga síðan eftir að kaupa jólamatinn, eða gleymdu einhverju sem er í uppskriftinni, þá er opið í fjölmörgum matvöruverslunum. Opið er í Bónus til klukkan 14 sem og í flestum verslunum Hagkaupa, en Hagkaupsbúðir eru með opið til klukkan 16, það er í Skeifunni, Spönginni, Garðabæ, Eiðistorgi og á Akureyri.

Verslanir Nettó eru opnar til 13, í Krónunni er opið til 15 og í verslunum 10-11 er opið til 17 nema á Birkimel, í Garðabæ, á Kleppsvegi, Laugavegi 180 og í Bankastræti. Þá er Melabúðin opin til klukkan 14.



Vínbúðirnar
 eru lokaðar í dag sem og á morgun og á annan í jólum.

Þá er opið víða í apótekum. Opið er í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi til klukkan 18 í dag og til klukkan 12 í Reykjanesbæ, Grindavík og Borgarnesi. Í Lyfjum og heilsu er svo opið til klukkan 12 á Akureyri, til klukkan 13 í Kringlunni og JL-húsinu og til klukkan 14 í Austurveri.

Læknavaktin á Smáratorgi er opin til 18 í kvöld og opnar svo aftur klukkan 20:30 og er opin til klukkan 23.

Ef einhver vill svo fara í jólabaðið í sundi eru sundlaugar Reykjavíkur opnar til klukkan 13. Álftaneslaug er opin til klukkan 12, Ásvallalaug til klukkan 13, Lágafellslaug til klukkan 12, Seltjarnarneslaug til klukkan 12.30, Sundlaug Kópavogs og Sundlaugin Versölum til 12, Suðurbæjarlaug til klukkan 13 og Varmárlaug til klukkan 12.

Síðustu ferðir strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu í dag eru svo flestar skömmu eftir klukkan 15 en nánari upplýsingar má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×