Fyrirtæki Baltasars kaupir Gufunesið á 1,6 milljarð Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2017 18:26 Markmið RVK-studios er að byggja upp svokallað svokallað menningar- og/eða kvikmyndaþorp á Gufunesi. Vísir/GVA/Anton Brink GN Studios hefur keypt lóðarréttindi og byggingarétti í landi Gufuness af Reykjavíkurborg 1,6 milljarð króna. GN Studios er meðal annars í eigu leikstjórans Baltasars Kormáks og stofnað í tengslum við fyrirætlanir framleiðslufyrirtækisins RVK Studios að reisa kvikmyndaþorp á Gufunesi. Kaupsamningurinn var borinn undir borgarráð fyrr í dag þar sem hann var samþykktur með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænan og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram bókun þar sem þeir gerðu athugasemdir við að almennt útboð skuli ekki hafa farið fram vegna uppbyggingarinnar í Gufunesi heldur samið við einn aðila, en þeir segja að gera megi ráð fyrir að hægt verði að reisa 230 til 260 íbúðir á svæðinu. Gerð voru tvö möt á verðmæti svæðisins og segir í sömu bókuninni að meirihlutinn hafi kosið að miða við lægra verðmatið og veita að auki tíu prósenta afslátt af því. Sögðust fulltrúarnir ekki hafa neitt á móti uppbyggingu á svæðinu í þágu skapandi greina að þeir telja að gæta verði hagsmuna borgarbúa í hvívetna þegar eignir Reykjavíkurborgar eru seldar. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram bókum þar sem þeir sögðu afsláttinn veittan frá verðmatinu vegna umfangs viðskiptanna, frumkvæðis stúdíósins og þess mikla frumkvöðlastarfs í skapandi greinum sem fyrirtækið sinnir ásamt þeirri framsýnu klasauppbyggingu í kvikmyndagerð sem er að verða að veruleika í Reykjavík. „Það er allra hagur að upp byggist í Gufunesi sannkallað Fríríki frumkvöðlanna eins og vinningstillaga hollensku arkitektastofunnar JvantSpijker kallaði Gufunes framtíðarinnar. Gufunesið verður því ekki lengur undir áburðarverksmiðju og úrgang, heldur fyrir íbúa, það verður heimili lítilla og meðalstórra fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum, og ekki síst vagga íslenskrar kvikmyndagerðar,“ segir í bókuninni.Í maí í fyrra var greint frá því að RVK Studios hefði keypt fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og greiddi fyrir það 301 milljón króna. Skipulag Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
GN Studios hefur keypt lóðarréttindi og byggingarétti í landi Gufuness af Reykjavíkurborg 1,6 milljarð króna. GN Studios er meðal annars í eigu leikstjórans Baltasars Kormáks og stofnað í tengslum við fyrirætlanir framleiðslufyrirtækisins RVK Studios að reisa kvikmyndaþorp á Gufunesi. Kaupsamningurinn var borinn undir borgarráð fyrr í dag þar sem hann var samþykktur með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænan og Pírata gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lögðu fram bókun þar sem þeir gerðu athugasemdir við að almennt útboð skuli ekki hafa farið fram vegna uppbyggingarinnar í Gufunesi heldur samið við einn aðila, en þeir segja að gera megi ráð fyrir að hægt verði að reisa 230 til 260 íbúðir á svæðinu. Gerð voru tvö möt á verðmæti svæðisins og segir í sömu bókuninni að meirihlutinn hafi kosið að miða við lægra verðmatið og veita að auki tíu prósenta afslátt af því. Sögðust fulltrúarnir ekki hafa neitt á móti uppbyggingu á svæðinu í þágu skapandi greina að þeir telja að gæta verði hagsmuna borgarbúa í hvívetna þegar eignir Reykjavíkurborgar eru seldar. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata lögðu fram bókum þar sem þeir sögðu afsláttinn veittan frá verðmatinu vegna umfangs viðskiptanna, frumkvæðis stúdíósins og þess mikla frumkvöðlastarfs í skapandi greinum sem fyrirtækið sinnir ásamt þeirri framsýnu klasauppbyggingu í kvikmyndagerð sem er að verða að veruleika í Reykjavík. „Það er allra hagur að upp byggist í Gufunesi sannkallað Fríríki frumkvöðlanna eins og vinningstillaga hollensku arkitektastofunnar JvantSpijker kallaði Gufunes framtíðarinnar. Gufunesið verður því ekki lengur undir áburðarverksmiðju og úrgang, heldur fyrir íbúa, það verður heimili lítilla og meðalstórra fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum, og ekki síst vagga íslenskrar kvikmyndagerðar,“ segir í bókuninni.Í maí í fyrra var greint frá því að RVK Studios hefði keypt fjórar fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi og greiddi fyrir það 301 milljón króna.
Skipulag Tengdar fréttir Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01 Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Gufunes verði „fríríki frumkvöðla“ samkvæmt verðlaunatillögu Úrslit í hugmyndasamkeppni um skipulag Gufunessvæðis liggja fyrir. 8. desember 2016 14:01
Mynd að komast á „kvikmyndaþorpið“ í Gufunesi Borgarráð hefur samþykkt að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Er stefnt að því að á svæðinu verði einkum starfsemi sem tengist kvikmyndagerð. 4. desember 2017 10:45