Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Riyad Mansour, áheyrnarfulltrúi Palestínu, gengur fram hjá Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í þingsal. vísir/epa Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skuli hafa lagalegt gildi og að þær bæri að fella tafarlaust úr gildi. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Hjá sátu 35 ríki en níu greiddu atkvæði á móti. Tyrkir og Jemenar stóðu að tillögunni. Ekki er minnst á Bandaríkin með beinum hætti í texta hennar en augljóst er að tillagan snýst um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Með þeim flutningum felst viðurkenning á því að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis. „Bandaríkin munu ekki gleyma þessum degi þegar ráðist var gegn okkur á sviði allsherjarþingsins fyrir það eitt að nýta sjálfsákvörðunarréttindi okkar sem sjálfstæð þjóð,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Sagði hún að Bandaríkin myndu samt sem áður færa sendiráð sitt, það væri vilji þjóðarinnar og engin atkvæðagreiðsla SÞ myndi breyta því.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Nordicphotos/AFPFyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump því að skera á fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn sér. „Þeir taka við hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum dala, og greiða síðan atkvæði gegn okkur. Ég get sagt ykkur það að við fylgjumst með þessari atkvæðagreiðslu. Leyfið þeim bara að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara helling. Okkur er alveg sama.“ Ísraelar voru einnig ósáttir við atkvæðagreiðslu gærdagsins. „Það er til háborinnar skammar að þessi fundur eigi sér yfirhöfuð stað. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Það er staðreynd sem er ekki hægt að breyta,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá SÞ. Bætti Danon því við að samþykktin myndi enda á öskuhaugum sögunnar. „Ég velkist ekki í vafa um það að sá dagur muni renna upp að alþjóðasamfélagið allt átti sig á því að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis.“ Forsætisráðherrann Benjamin Netanjahú tjáði sig áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sagði hann að Ísraelar myndu hafna niðurstöðunni og kallaði allsherjarþingið „lygasamkundu“.Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu.Nordicphotos/AFPPalestínumenn voru öllu sáttari við atkvæðagreiðsluna. Riyad al-Maliki utanríkisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjanna þjónaði nýlendustefnuhagsmunum Ísraela og kynti undir öfgum og hryðjuverkastarfsemi. „Sagan skráir niður nöfn, hún man nöfn þeirra sem stóðu með réttlætinu og þeirra sem ljúga. Í dag leitum við eftir friði og réttlæti,“ sagði Maliki og fagnaði því að SÞ hefðu ekki látið „hótanir og kúgun“ Bandaríkjaforseta hafa áhrif á sig. Þótt Ísraelar hafi litið á borgina sem formlega höfuðborg sína frá árinu 1980 er hún almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og líta á hann sem framtíðarhöfuðborg Palestínu. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær ályktun um að engar ákvarðanir um stöðu Jerúsalem skuli hafa lagalegt gildi og að þær bæri að fella tafarlaust úr gildi. 128 ríki, Ísland þar á meðal, greiddu atkvæði með tillögunni. Hjá sátu 35 ríki en níu greiddu atkvæði á móti. Tyrkir og Jemenar stóðu að tillögunni. Ekki er minnst á Bandaríkin með beinum hætti í texta hennar en augljóst er að tillagan snýst um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að færa sendiráð Bandaríkjanna í Ísrael frá Tel Avív til Jerúsalem. Með þeim flutningum felst viðurkenning á því að Jerúsalem sé höfuðborg Ísraelsríkis. „Bandaríkin munu ekki gleyma þessum degi þegar ráðist var gegn okkur á sviði allsherjarþingsins fyrir það eitt að nýta sjálfsákvörðunarréttindi okkar sem sjálfstæð þjóð,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ. Sagði hún að Bandaríkin myndu samt sem áður færa sendiráð sitt, það væri vilji þjóðarinnar og engin atkvæðagreiðsla SÞ myndi breyta því.Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Nordicphotos/AFPFyrir atkvæðagreiðsluna hótaði Trump því að skera á fjárhagsaðstoð til þeirra ríkja sem greiddu atkvæði gegn sér. „Þeir taka við hundruðum milljóna, jafnvel milljörðum dala, og greiða síðan atkvæði gegn okkur. Ég get sagt ykkur það að við fylgjumst með þessari atkvæðagreiðslu. Leyfið þeim bara að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara helling. Okkur er alveg sama.“ Ísraelar voru einnig ósáttir við atkvæðagreiðslu gærdagsins. „Það er til háborinnar skammar að þessi fundur eigi sér yfirhöfuð stað. Jerúsalem er höfuðborg Ísraels. Punktur. Það er staðreynd sem er ekki hægt að breyta,“ sagði Danny Danon, sendiherra Ísraels hjá SÞ. Bætti Danon því við að samþykktin myndi enda á öskuhaugum sögunnar. „Ég velkist ekki í vafa um það að sá dagur muni renna upp að alþjóðasamfélagið allt átti sig á því að Jerúsalem sé eilíf höfuðborg Ísraelsríkis.“ Forsætisráðherrann Benjamin Netanjahú tjáði sig áður en atkvæðagreiðslan fór fram. Sagði hann að Ísraelar myndu hafna niðurstöðunni og kallaði allsherjarþingið „lygasamkundu“.Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu.Nordicphotos/AFPPalestínumenn voru öllu sáttari við atkvæðagreiðsluna. Riyad al-Maliki utanríkisráðherra sagði að ákvörðun Bandaríkjanna þjónaði nýlendustefnuhagsmunum Ísraela og kynti undir öfgum og hryðjuverkastarfsemi. „Sagan skráir niður nöfn, hún man nöfn þeirra sem stóðu með réttlætinu og þeirra sem ljúga. Í dag leitum við eftir friði og réttlæti,“ sagði Maliki og fagnaði því að SÞ hefðu ekki látið „hótanir og kúgun“ Bandaríkjaforseta hafa áhrif á sig. Þótt Ísraelar hafi litið á borgina sem formlega höfuðborg sína frá árinu 1980 er hún almennt ekki viðurkennd sem höfuðborg Ísraels. Palestínumenn gera tilkall til austurhluta borgarinnar og líta á hann sem framtíðarhöfuðborg Palestínu. Með gerð Óslóarsáttmálans árið 1993 var samþykkt að lokaniðurstaðan um hvernig skipta skyldi Jerúsalem, eða ekki, yrði rædd í framtíðinni. Með því að viðurkenna nú alla Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels þykir Trump Bandaríkjaforseti því vera að slá vopnin úr höndum Palestínumanna og gæti þessi ákvörðun sett strik í reikninginn þegar kemur að hinni svokölluðu tveggja ríkja lausn.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira