Börsungar keyrðu yfir meistarana í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. desember 2017 13:45 Lionel Messi fagnar marki sínu. vísir/getty Barcelona steig stórt skref í áttina að því að vinna Spánarmeistaratitilinn með 0-3 sigri á Real Madrid í El Clásico í dag. Með sigrinum náði Barcelona níu stiga forskoti á Atlético Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Real Madrid, sem er ríkjandi meistari, situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig, 14 stigum á eftir Barcelona. Luis Suárez, Lionel Messi og Aleix Vidal skoruðu mörk Börsunga sem voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var jafn. Karim Benzema átti skalla í stöngina á marki Barcelona og hinum megin varði Keylor Navas í tvígang frá Paulinho. Staðan var markalaus í hálfleik. Suárez kom Barcelona yfir á 54. mínútu eftir skyndisókn og sendingu frá Sergi Roberto. Tíu mínútum síðar varði Dani Carvajal skot Paulinhos með hendinni inni í teig. Barcelona fékk vítaspyrnu og Carvajal rautt spjald. Messi skoraði örugglega úr spyrnunni. Varamaðurinn Vidal skoraði svo þriðja og síðasta mark Barcelona þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 0-3, Barcelona í vil. Spænski boltinn
Barcelona steig stórt skref í áttina að því að vinna Spánarmeistaratitilinn með 0-3 sigri á Real Madrid í El Clásico í dag. Með sigrinum náði Barcelona níu stiga forskoti á Atlético Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Real Madrid, sem er ríkjandi meistari, situr í 4. sæti deildarinnar með 31 stig, 14 stigum á eftir Barcelona. Luis Suárez, Lionel Messi og Aleix Vidal skoruðu mörk Börsunga sem voru mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var jafn. Karim Benzema átti skalla í stöngina á marki Barcelona og hinum megin varði Keylor Navas í tvígang frá Paulinho. Staðan var markalaus í hálfleik. Suárez kom Barcelona yfir á 54. mínútu eftir skyndisókn og sendingu frá Sergi Roberto. Tíu mínútum síðar varði Dani Carvajal skot Paulinhos með hendinni inni í teig. Barcelona fékk vítaspyrnu og Carvajal rautt spjald. Messi skoraði örugglega úr spyrnunni. Varamaðurinn Vidal skoraði svo þriðja og síðasta mark Barcelona þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 0-3, Barcelona í vil.