Birkir Már: Fullkominn tími til að koma í Val Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. desember 2017 16:52 Birkir Már Sævarsson í leik með Íslandi vísir/getty Birkir Már Sævarsson er kominn aftur á Hlíðarenda eftir tæpan áratug í atvinnumennsku. Hann segir það frábæra tilfinningu að vera kominn aftur heim. Birkir er uppalinn Valsari og sagði það aldrei hafa verið spurning að hann kæmi aftur í Val þegar hann snéri heim. „Fyrst ég kom heim þá var ég alltaf að fara að koma í Val, en það var spurning hvort við ættum að vera úti eitthvað aðeins lengur. Það varð ekkert úr því þannig að þá var bara að koma í Val,“ sagði Birkir Már við Vísi á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Birkir gerði þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði það möguleika að leyfa Birki að fara annað á lán strax í janúar, en Birkir hefur sagt það áður að hann vilji komast strax að spila til að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi. Birkir sagði ekkert liggja fyrir með það strax, en málið sé í skoðun. „Það væri gott fyrir alla aðila ef ég gæti fengið að spila frá janúar í einhverri deild, en það er ekkert sem hefur komið upp með það ennþá. Umboðsmaðurinn er bara að vinna í þessu.“ Þrátt fyrir að vilja spila í deildarkeppni í janúar stóð það ekki til boða hjá Birki að færa sig um set erlendis. „Fyrst og fremst vildi ég reyna að halda áfram þar sem ég var. Við vorum búin að tala um það að við vildum ekki fara með fjölskylduna á einn stað í viðbót, bara til þess að flytja svo heim eftir tvö ár, ekki vera að róta meira í lífi barnanna. Fyrst að hammarby gekk ekki upp þá ætluðum við alltaf að koma heim,“ sagði landsliðsmaðurinn, en Birkir á 76 A-landsleiki að baki fyrir Ísland. Birkir braut á sér viðbeinið fyrir sex vikum síðan og er enn að jafna sig af meiðslum sínum. Hann segist vera allur að koma til og vonast eftir því að geta byrjað að æfa af krafti strax eftir áramót, eins og er sé hann bara að skokka og koma hlaupaforminu upp. Ekki verður gert hlé á keppni í Pepsi deildinni næsta sumar á meðan Heimsmeistaramótinu stendur, svo Birkir þarf að fá frí frá félagsliði sínu til að fara til Rússlands. Hann var þó ekkert að kippa sér of mikið upp yfir því og sagðist hlakka til ævintýrisins. „Það verður alltaf svolítið spes kannski, en maður er orðinn ýmsu vanur í þessum bransa að fara á milli landsliðs og félagsliðs þannig að þetta sleppur alveg.“ „Mikil tilhlökkun ef maður verður valinn [í landsliðshópinn], þetta verður geggjað fyrir alla sem koma að þessu.“ Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hefur eflt hópinn sinn í vetur, en nú þegar er Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim úr atvinnumennsku sem og tveir sterkir leikmenn úr Pepsi deildinni eru komnir á Hlíðarenda. „Þetta er fullkominn tími til að koma heim í Val, liðið er frábært. Ég horfði á flesta leiki síðasta sumar og þetta er virkilega vel spilandi lið, með því betra sem maður hefur séð í Pepsi deildinni,“ sagði Birkir Már Sævarsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Birkir Már Sævarsson er kominn aftur á Hlíðarenda eftir tæpan áratug í atvinnumennsku. Hann segir það frábæra tilfinningu að vera kominn aftur heim. Birkir er uppalinn Valsari og sagði það aldrei hafa verið spurning að hann kæmi aftur í Val þegar hann snéri heim. „Fyrst ég kom heim þá var ég alltaf að fara að koma í Val, en það var spurning hvort við ættum að vera úti eitthvað aðeins lengur. Það varð ekkert úr því þannig að þá var bara að koma í Val,“ sagði Birkir Már við Vísi á blaðamannafundi á Hlíðarenda í dag. Birkir gerði þriggja ára samning við Íslandsmeistarana. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, sagði það möguleika að leyfa Birki að fara annað á lán strax í janúar, en Birkir hefur sagt það áður að hann vilji komast strax að spila til að undirbúa sig fyrir HM í Rússlandi. Birkir sagði ekkert liggja fyrir með það strax, en málið sé í skoðun. „Það væri gott fyrir alla aðila ef ég gæti fengið að spila frá janúar í einhverri deild, en það er ekkert sem hefur komið upp með það ennþá. Umboðsmaðurinn er bara að vinna í þessu.“ Þrátt fyrir að vilja spila í deildarkeppni í janúar stóð það ekki til boða hjá Birki að færa sig um set erlendis. „Fyrst og fremst vildi ég reyna að halda áfram þar sem ég var. Við vorum búin að tala um það að við vildum ekki fara með fjölskylduna á einn stað í viðbót, bara til þess að flytja svo heim eftir tvö ár, ekki vera að róta meira í lífi barnanna. Fyrst að hammarby gekk ekki upp þá ætluðum við alltaf að koma heim,“ sagði landsliðsmaðurinn, en Birkir á 76 A-landsleiki að baki fyrir Ísland. Birkir braut á sér viðbeinið fyrir sex vikum síðan og er enn að jafna sig af meiðslum sínum. Hann segist vera allur að koma til og vonast eftir því að geta byrjað að æfa af krafti strax eftir áramót, eins og er sé hann bara að skokka og koma hlaupaforminu upp. Ekki verður gert hlé á keppni í Pepsi deildinni næsta sumar á meðan Heimsmeistaramótinu stendur, svo Birkir þarf að fá frí frá félagsliði sínu til að fara til Rússlands. Hann var þó ekkert að kippa sér of mikið upp yfir því og sagðist hlakka til ævintýrisins. „Það verður alltaf svolítið spes kannski, en maður er orðinn ýmsu vanur í þessum bransa að fara á milli landsliðs og félagsliðs þannig að þetta sleppur alveg.“ „Mikil tilhlökkun ef maður verður valinn [í landsliðshópinn], þetta verður geggjað fyrir alla sem koma að þessu.“ Valur varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili og hefur eflt hópinn sinn í vetur, en nú þegar er Kristinn Freyr Sigurðsson kominn heim úr atvinnumennsku sem og tveir sterkir leikmenn úr Pepsi deildinni eru komnir á Hlíðarenda. „Þetta er fullkominn tími til að koma heim í Val, liðið er frábært. Ég horfði á flesta leiki síðasta sumar og þetta er virkilega vel spilandi lið, með því betra sem maður hefur séð í Pepsi deildinni,“ sagði Birkir Már Sævarsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira