Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Garðar Örn Úlfarsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 20. desember 2017 11:00 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup þjóðkirkjunnar á Íslandi, hækkar verulega í launum. Fréttablaðið/Vilhelm Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóðkirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Kristján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 prósent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknarbarna. Þeir sem eru með fæst sóknarbörn hækka um rúmar 66 þúsund krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðardóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launakjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins“ sem sé „eitt af æðstu embættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunarábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „Við ákvörðun launakjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfsskyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjararáði ber að gæta,“ segir í úrskurði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira
Orðið er við ósk Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups þjóðkirkjunnar, með nýjum úrskurði kjararáðs og laun hennar hækkuð. Nemur hækkunin 18 prósentum og fara launin úr um 1.281.981 krónum á mánuði í 1.553.000 krónur. Launahækkun biskups nemur 271 þúsund krónum á mánuði. Hækkunin er afturvirk til síðustu áramóta og fær Agnes því ríflega 3,2 milljóna króna eingreiðslu. Það eru 70 prósent þeirrar upphæðar sem ríkisstjórnin ákvað í gær að verja af ráðstöfunarfé sínu í jólauppbót til 517 hælisleitenda. Vígslubiskuparnir tveir, Kristján Valur Ingólfsson í Skálholti og Solveig Lára Guðmundsdóttir á Hólum, hækka einnig umtalsvert í launum. Skálholtsbiskup fer úr 970 þúsund krónum á mánuði í 1.292 þúsund. Hækkunin hjá Kristjáni er 322 þúsund krónur eða 33,3 prósent. Solveig hækkar úr 970 þúsund krónum í 1.196 þúsund á mánuði. Er hækkunin hjá Hólabiskupi 226 þúsund krónur sem er 23,3 prósent. Bæði fá þau afturvirka hækkun í eitt ár og skipta því á milli sín tæplega 6,6 milljóna króna eingreiðslu. Kjararáð úrskurðaði einnig um kjör presta þjóðkirkjunnar. Laun þeirra eru mishá eftir fjölda sóknarbarna. Þeir sem eru með fæst sóknarbörn hækka um rúmar 66 þúsund krónur og verða með tæp 670 þúsund í mánaðarlaun. Þeir sem flest sóknarbörn hafa fá umtalsvert hærri laun eða 971 þúsund. Getur því munað 300 þúsund krónum á launum presta eftir því hvar þeir eru staðsettir á landinu. Að því er fram kemur í umfjöllun kjararáðs sendi Agnes M. Sigurðardóttir biskup ráðinu bréf í ágúst 2015 og óskaði eftir því að launakjör biskups yrðu endurmetin „með hliðsjón af ábyrgð og umfangi embættisins“ sem sé „eitt af æðstu embættum landsins“. Biskup rekur að svokallaðar vísitasíur krefjist ferðalaga um allt land, gjarnan utan hefðbundins vinnutíma. Þá sé biskup fyrirsvarsmaður og talsmaður þjóðkirkjunnar hérlendis jafnt sem erlendis. Því fylgi starfsskyldur við opinbera viðburði og hátíðir – jafnt á vegum ríkisins, kirkjunnar og annarra aðila, hérlendis og erlendis. Biskup hafi verulega stjórnunarábyrgð til viðbótar, meðal annars sem forseti kirkjuráðs. Undir hana heyri starfsfólk biskupsstofu og prestar þjóðkirkjunnar, samtals um 150 manns. „Að endingu er þess getið í bréfinu að biskup greiði nú húsaleigu fyrir afnot sín af embættisbústað þeim sem honum sé skylt að sitja,“ upplýsir kjararáð en ekki kemur fram hversu há leiguupphæðin er. „Við ákvörðun launakjara hans er höfð hliðsjón af því hlutverki hans og starfsskyldum samkvæmt lögum og starfsreglum sem og eðli og umfangi starfsins. Þá er einnig tekið mið af því innbyrðis samræmi sem kjararáði ber að gæta,“ segir í úrskurði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Sá fimmti fer fyrir dómara í kvöld Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Sjá meira