Mögnuð endurkoma Curry Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 31. desember 2017 09:16 Steph Curry var góður í nótt. vísir/getty Steph Curry snéri aftur á völlin með látum þegar Golden State Warriors mætti Memphis Grizzlies í NBA deildinni í körfubolta. Curry meiddist á ökkla í byrjun desember og hefur ekki komið við sögu í síðustu ellefu leikjum meistaranna. Það var þó ekki að sjá á frammistöðu hans í nótt að hann hefði misst af neinu, því hann skoraði 38 stig og þar af 10 úr 13 þriggja stiga skotum. Enginn hefur skorað fleiri þriggja stiga skot í einum leik til þessa á tímabilinu. Það var stutt gamanið hjá Draymond Green í leiknum, en hann fékk tvær tæknivillur á 47 sekúndum snemma í öðrum leikhluta sem þýddi að hann var rekinn úr húsi. Kevin Durant skoraði 20 stig og níu stoðsendingar fyrir Warriors og Klay Thompson átti 21 stig í öruggum 141-128 sigri. Kristaps Porzingis hafði betur gegn Anthony Davis og Demarcus Cousins í baráttu stóru mannanna sem af mörgum eru taldir bestir í deildinni þegar New York Knicks mættu New Orleans Pelicans. Knicks hafa ekki átt góðu gengi að fagna á útivelli í vetur, unnið 3 og tapað 12, en þeir fóru heim frá New Orleans með 105-103 sigur þar sem Porzingis átti magnaðar lokamínútur. Hann skoraði sjö stig í röð á loka mínútu leiksins og jafnaði leikinn eftir að Knicks höfðu verið yfir í hálfleik. Jarrett Jack nýtti sér að vörn Pelicans var að einbeita sér að Porzingis, fiskaði tvö víti á lokasekúndunum sem hann setti niður og tryggði Knicks sigurinn. Þrátt fyrir tapið áttu Cousins og Davis samt mjög góðanleik, Davis setti niður 31 stig, tók níu fráköst og varði fimm skot á meðan Cousins skoraði 29 stig og reif niður 19 fráköst.AD with the statement!#DoItBigpic.twitter.com/yt2SbBiROH — NBA (@NBA) December 31, 2017 LeBron James hélt upp á 33 ára afmælið sitt með tapi fyrir Utah Jazz. Þetta var þriðji tapleikur Cleveland í röð og James hefur ekki unnið leik í síðustu sjö leikjum á heimavelli Utah. Cleveland byrjaði leikinn betur og vann fyrsta leikhlutann með 10 stigum. Þeir töpuðu hins vegar næstu tveimu leikhlutum og þeim þriðja með 12 stigum. Lokatölur urðu 104-101 fyrir Jazz.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans – New York Knicks 103-105 Utah Jazz – Cleveland Cavaliers 104-101 Denver Nuggets – Philadelphia 76er 102-107 Detroit Pistons – San Antonio Spurs 93-79 Orlando Magic – Miami Heat 111-117 Atlanta Hawks – Portland Trail Blazers 104-89 Golden State Warriors – Memphis Grizzlies 141-128 NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Steph Curry snéri aftur á völlin með látum þegar Golden State Warriors mætti Memphis Grizzlies í NBA deildinni í körfubolta. Curry meiddist á ökkla í byrjun desember og hefur ekki komið við sögu í síðustu ellefu leikjum meistaranna. Það var þó ekki að sjá á frammistöðu hans í nótt að hann hefði misst af neinu, því hann skoraði 38 stig og þar af 10 úr 13 þriggja stiga skotum. Enginn hefur skorað fleiri þriggja stiga skot í einum leik til þessa á tímabilinu. Það var stutt gamanið hjá Draymond Green í leiknum, en hann fékk tvær tæknivillur á 47 sekúndum snemma í öðrum leikhluta sem þýddi að hann var rekinn úr húsi. Kevin Durant skoraði 20 stig og níu stoðsendingar fyrir Warriors og Klay Thompson átti 21 stig í öruggum 141-128 sigri. Kristaps Porzingis hafði betur gegn Anthony Davis og Demarcus Cousins í baráttu stóru mannanna sem af mörgum eru taldir bestir í deildinni þegar New York Knicks mættu New Orleans Pelicans. Knicks hafa ekki átt góðu gengi að fagna á útivelli í vetur, unnið 3 og tapað 12, en þeir fóru heim frá New Orleans með 105-103 sigur þar sem Porzingis átti magnaðar lokamínútur. Hann skoraði sjö stig í röð á loka mínútu leiksins og jafnaði leikinn eftir að Knicks höfðu verið yfir í hálfleik. Jarrett Jack nýtti sér að vörn Pelicans var að einbeita sér að Porzingis, fiskaði tvö víti á lokasekúndunum sem hann setti niður og tryggði Knicks sigurinn. Þrátt fyrir tapið áttu Cousins og Davis samt mjög góðanleik, Davis setti niður 31 stig, tók níu fráköst og varði fimm skot á meðan Cousins skoraði 29 stig og reif niður 19 fráköst.AD with the statement!#DoItBigpic.twitter.com/yt2SbBiROH — NBA (@NBA) December 31, 2017 LeBron James hélt upp á 33 ára afmælið sitt með tapi fyrir Utah Jazz. Þetta var þriðji tapleikur Cleveland í röð og James hefur ekki unnið leik í síðustu sjö leikjum á heimavelli Utah. Cleveland byrjaði leikinn betur og vann fyrsta leikhlutann með 10 stigum. Þeir töpuðu hins vegar næstu tveimu leikhlutum og þeim þriðja með 12 stigum. Lokatölur urðu 104-101 fyrir Jazz.Úrslit næturinnar: New Orleans Pelicans – New York Knicks 103-105 Utah Jazz – Cleveland Cavaliers 104-101 Denver Nuggets – Philadelphia 76er 102-107 Detroit Pistons – San Antonio Spurs 93-79 Orlando Magic – Miami Heat 111-117 Atlanta Hawks – Portland Trail Blazers 104-89 Golden State Warriors – Memphis Grizzlies 141-128
NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira