Lægðirnar koma á færibandi í vikunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 08:37 Vindaspá Veðurstofu Íslands núna klukkan 9. veðurstofa Íslands Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrar lægðir koma hins vegar á færibandi núna í vikunni og á strax á fimmtudag er von á annarri lægð sem verður jafnvel nokkuð hressilegri en sú sem er að valda usla nú. Innanlandsflugi var aflýst í morgun vegna veðursins og þá hafa miklar tafir orðið á millilandaflugi þar sem afar slæmt veður hefur verið á báðum flugvöllunum. „Appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til klukkan 10 svo þetta gengur tiltölulega hratt niður. Gul viðvörun gildir síðan til klukkan 12,“ segir Árni en hún er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, meira og minna um allt Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Árni að mjög hvasst sé bæði á Reykjanesbrautinni og undir Hafnarfjalli. Í nótt hafi til að mynda hviða farið upp í 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut hafa hviðurnar farið upp í tæplega 40 metra á sekúndu. Þá hefur einnig verið afar slæmt veður á Keflavíkurflugvelli þar sem hviðurnar hafa farið upp í 36 metra á sekúndu sem og á Reykjavíkurflugvelli. Undir Eyjafjöllum hefur svo einnig verið mjög hvasst. Næsta lægð kemur svo á fimmtudagskvöldið. „Það eru nokkrar lægðir á færibandi núna. Næsta lægð kemur á fimmtudagskvöldið og verður á föstudeginum. Hún verður með svipuðu sniði sýnist mér og ef eitthvað er hún jafnvel nokkuð hressilegri. Síðan er önnur á sunnudaginn. Það sem skýrir stöðuna er kalt loft yfir Kanada sem fóðrar lægðirnar. Kalda loftið streymir fyrir sunnan Grænland og út á hafið og fóðrar þannig þessar lægðir,“ segir Árni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðaustan 15-25 m/s og rigning, hvassast við fjöll SV-til, en hægara NA-lands. Talsverð eða mikil rigning SA-lands eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Suðaustan 8-13 og skúrir eða slydduél V-til undir kvöld, en áfram hvassviðri og rigning eystra. Hiti víða 2 til 7 stig.Lægir smám sman í nótt og kólnar. Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él á morgun, en sums staðar rigning eða slydda eystra fram á kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.Á miðvikudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu víða á landinu, en lengst af þurrt á N-landi. Hlýnar í veðri.Á föstudag:Suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð eða mikil ringing á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Útlit fyrir hvassa sunnan- og suðvestátt með skúra- eða éljahryðjum, en úrhellisrigningu um kvöldið. Úrkomuminna NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.Á sunnudag:Líklega áfram sunnanhvassviðri með rigningu eða slyddu A-til, en skúrum eða éljum fyrir vestan og kólnandi veður.Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Tengdar fréttir Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22 Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Sjá meira
Óveðrið sem nú gengur yfir höfuðborgarsvæðið náði hámarki upp úr klukkan 8 í morgun að sögn Árna Sigurðssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nokkrar lægðir koma hins vegar á færibandi núna í vikunni og á strax á fimmtudag er von á annarri lægð sem verður jafnvel nokkuð hressilegri en sú sem er að valda usla nú. Innanlandsflugi var aflýst í morgun vegna veðursins og þá hafa miklar tafir orðið á millilandaflugi þar sem afar slæmt veður hefur verið á báðum flugvöllunum. „Appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu gildir til klukkan 10 svo þetta gengur tiltölulega hratt niður. Gul viðvörun gildir síðan til klukkan 12,“ segir Árni en hún er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, meira og minna um allt Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð. Aðspurður hvar versta veðrið hefur verið segir Árni að mjög hvasst sé bæði á Reykjanesbrautinni og undir Hafnarfjalli. Í nótt hafi til að mynda hviða farið upp í 45 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli og á Reykjanesbraut hafa hviðurnar farið upp í tæplega 40 metra á sekúndu. Þá hefur einnig verið afar slæmt veður á Keflavíkurflugvelli þar sem hviðurnar hafa farið upp í 36 metra á sekúndu sem og á Reykjavíkurflugvelli. Undir Eyjafjöllum hefur svo einnig verið mjög hvasst. Næsta lægð kemur svo á fimmtudagskvöldið. „Það eru nokkrar lægðir á færibandi núna. Næsta lægð kemur á fimmtudagskvöldið og verður á föstudeginum. Hún verður með svipuðu sniði sýnist mér og ef eitthvað er hún jafnvel nokkuð hressilegri. Síðan er önnur á sunnudaginn. Það sem skýrir stöðuna er kalt loft yfir Kanada sem fóðrar lægðirnar. Kalda loftið streymir fyrir sunnan Grænland og út á hafið og fóðrar þannig þessar lægðir,“ segir Árni.Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:Suðaustan 15-25 m/s og rigning, hvassast við fjöll SV-til, en hægara NA-lands. Talsverð eða mikil rigning SA-lands eftir hádegi, en lengst af úrkomulítið nyrðra. Suðaustan 8-13 og skúrir eða slydduél V-til undir kvöld, en áfram hvassviðri og rigning eystra. Hiti víða 2 til 7 stig.Lægir smám sman í nótt og kólnar. Hæg suðlæg átt og dálitlar skúrir eða él á morgun, en sums staðar rigning eða slydda eystra fram á kvöld. Hiti víða 0 til 5 stig að deginum.Á miðvikudag:Hæg suðlæg eða breytileg átt og rigning eða slydda með köflum N- og A-lands, en annars skýjað með köflum og stöku skúrir eða él. Hiti kringum frostmark.Á fimmtudag:Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s undir kvöld með talsverðri rigningu víða á landinu, en lengst af þurrt á N-landi. Hlýnar í veðri.Á föstudag:Suðaustanhvassviðri eða -stormur og talsverð eða mikil ringing á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Útlit fyrir hvassa sunnan- og suðvestátt með skúra- eða éljahryðjum, en úrhellisrigningu um kvöldið. Úrkomuminna NA-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig.Á sunnudag:Líklega áfram sunnanhvassviðri með rigningu eða slyddu A-til, en skúrum eða éljum fyrir vestan og kólnandi veður.Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Tengdar fréttir Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22 Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Sjá meira
Veðrið seinkar millilandaflugi Töluverð seinkun verður á millilandaflugi frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið vegna veðursins sem gengur yfir suðvesturhluta landsins. 9. janúar 2018 06:22
Appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám og senda ung börn ekki ein í skólann. 8. janúar 2018 22:08