Lið Browns hefur verið eitt það allra lélegasta í NFL-deildinni undanfarin ár en þeir hafa verið ansi nálægt þessu undanfarin ár.
Óvæntur sigur um jólin á síðasta ári kom í veg fyrir þetta á síðasta tímabili en liðið hefur aðeins unnið fjóra leiki af 48 á síðustu þremur tímabilum.
Er þetta aðeins í annað skiptið sem lið fer í gegnum tímabil í NFL-deildinni án sigurs en Detroit Lions fór sigurlaust í gegnum tímabilið árið 2008. Það skilaði liðinu hinsvegar leikstjórnandanum Matthew Stafford í nýliðavalinu um vorið sem er enn leikstjórnandi liðsins.
Einhverjir aðdáendur Browns sáu spaugilegu hliðina á þessu og efndu til skrúðgöngu tækist liðinu að fara í gegnum tímabilið án sigurs. Leikmenn höfðu ekki sama húmor og gagnrýndu atburðinn á Twitter.
Fór hún fram á degi fyrsta leiks úrslitakeppninnar en myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.
There was a parade in Cleveland for the 0-16 Browns and, well, it went about as expected. (via @mikerothstein) pic.twitter.com/doYbOL3aZM
— ESPN (@espn) January 6, 2018
Browns 0-16 parade included a coffin and the famous QB jersey with the coaches names added (by @RuiterWrongFAN) pic.twitter.com/RtmoGjybCH
— Darren Rovell (@darrenrovell) January 6, 2018
Here's an early look at some of the "floats" that will be part of the #BrownsParade. pic.twitter.com/otGzkN0t7R
— clevelanddotcom (@clevelanddotcom) January 6, 2018