Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2018 12:44 Svona lítur vinningstillagan út sem viljayfirlýsingin er grundvölluð á. Mynd/Kanon arkitektar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands í samvinnu við Reiti fasteignafélag efndu á síðasta ári til hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið. Alls bárust fimm hugmyndir að skipulagi svæðisins en tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust. Keppendur í hugmyndasamkeppninni voru sérstaklega beðnir um að leggja fram framsæknar skipulagshugmyndir fyrir reitinn með sérstakri áherslu á góða nýtingu svæðisins ásamt fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi sem verði eftirsóknarvert til búsetu og starfa. Í samkeppninni afmarkaðist Kringlusvæðið af Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Listabraut og eystri hluta þeirrar götu sem liggur í „U“ um svæðið út frá Listabraut og ber sama nafn og verslunarmiðstöðin Kringlan.Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita og Dagur B. Eggertsson undirrituðu viljayfirlýsinguna í Borgarleikhúsinu í dag.Vísir/AntonHúshæðir í vinningstillögunni eru að jafnaði fimm til sjö, en hærri byggingar rísa upp úr randbyggðinni á nokkrum stöðum og kallast á við Hús verslunarinnar og önnur hærri hús sem eru fyrir á svæðinu. Athygli vekur að vinningstillagan gerir ráð fyrir Parísarhjóli en aðspurður að því hvort að það myndi líta dagsins ljós sagði Guðjón að það yrði koma í ljós. Bætti Dagur þá við að ef svo yrði myndi það í það minnsta verða kallað Reykjavíkurhjól, en ekki Parísarhjól.Í umsögn dómnefndar segir að tillagan feli í sér sveigjanlega landnotkun og möguleika á hentugri áfangaskiptingu. Styrkur hennar felist meðal annars í einfaldleika og gæðum þrautreynds fyrirkomulags borgargatna og húsa. Reiknað er með að við deiliskipulagsvinnu verðir þó einnig litið hugmynda sem komi fram í öðrum tillögum sem sendar voru inn í samkeppnina. Myndaður verður starfshópur meðfulltrúum Reita, skipulagsfulltrúa og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til að vinna að verkefninu og verkstýra vinnu við gerð ramma- og deiliskipulagsáætlana sem unnar verða í beinu framhaldi af hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið sem haldin var í fyrra. Samhliða verður komið á fót vinnuhóp sem mun vinna hið eiginlega rammaskipulag og verður hann skipaður fulltrúum Kanon arkitekta, vinningshafa í hugmyndasamkeppninni um skipulag svæðisins, fulltrúa frá THG arkitektum, fulltrúa skipulagsfulltrúa, tæknilegum ráðgjöfum, Reitum og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að drög að rammaskipulagi liggi fyrir um mitt ár 2018 og að fyrsti deiliskipulagsáfangi verði auglýstur til kynningar fyrir árslok 2018.Parísarhjólið er fyrirferðarmikil.Mynd/Kanon arkitekt Skipulag Tengdar fréttir Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust í samkeppni um skipulag á Kringlureit. 8. nóvember 2017 23:37 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands í samvinnu við Reiti fasteignafélag efndu á síðasta ári til hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið. Alls bárust fimm hugmyndir að skipulagi svæðisins en tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust. Keppendur í hugmyndasamkeppninni voru sérstaklega beðnir um að leggja fram framsæknar skipulagshugmyndir fyrir reitinn með sérstakri áherslu á góða nýtingu svæðisins ásamt fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi sem verði eftirsóknarvert til búsetu og starfa. Í samkeppninni afmarkaðist Kringlusvæðið af Miklubraut, Kringlumýrarbraut, Listabraut og eystri hluta þeirrar götu sem liggur í „U“ um svæðið út frá Listabraut og ber sama nafn og verslunarmiðstöðin Kringlan.Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita og Dagur B. Eggertsson undirrituðu viljayfirlýsinguna í Borgarleikhúsinu í dag.Vísir/AntonHúshæðir í vinningstillögunni eru að jafnaði fimm til sjö, en hærri byggingar rísa upp úr randbyggðinni á nokkrum stöðum og kallast á við Hús verslunarinnar og önnur hærri hús sem eru fyrir á svæðinu. Athygli vekur að vinningstillagan gerir ráð fyrir Parísarhjóli en aðspurður að því hvort að það myndi líta dagsins ljós sagði Guðjón að það yrði koma í ljós. Bætti Dagur þá við að ef svo yrði myndi það í það minnsta verða kallað Reykjavíkurhjól, en ekki Parísarhjól.Í umsögn dómnefndar segir að tillagan feli í sér sveigjanlega landnotkun og möguleika á hentugri áfangaskiptingu. Styrkur hennar felist meðal annars í einfaldleika og gæðum þrautreynds fyrirkomulags borgargatna og húsa. Reiknað er með að við deiliskipulagsvinnu verðir þó einnig litið hugmynda sem komi fram í öðrum tillögum sem sendar voru inn í samkeppnina. Myndaður verður starfshópur meðfulltrúum Reita, skipulagsfulltrúa og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til að vinna að verkefninu og verkstýra vinnu við gerð ramma- og deiliskipulagsáætlana sem unnar verða í beinu framhaldi af hugmyndasamkeppni um Kringlusvæðið sem haldin var í fyrra. Samhliða verður komið á fót vinnuhóp sem mun vinna hið eiginlega rammaskipulag og verður hann skipaður fulltrúum Kanon arkitekta, vinningshafa í hugmyndasamkeppninni um skipulag svæðisins, fulltrúa frá THG arkitektum, fulltrúa skipulagsfulltrúa, tæknilegum ráðgjöfum, Reitum og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að drög að rammaskipulagi liggi fyrir um mitt ár 2018 og að fyrsti deiliskipulagsáfangi verði auglýstur til kynningar fyrir árslok 2018.Parísarhjólið er fyrirferðarmikil.Mynd/Kanon arkitekt
Skipulag Tengdar fréttir Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust í samkeppni um skipulag á Kringlureit. 8. nóvember 2017 23:37 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Gangandi og hjólandi gert hátt undir höfði í nýrri byggð við Kringlu Tillaga Kanon arkitekta varð hlutskörpust í samkeppni um skipulag á Kringlureit. 8. nóvember 2017 23:37