Markaðsmisnotkun í Glitni: „Veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:59 Frá upphafi aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Anton Brink Jónas Guðmundsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að eftirlitsaðilum hafi verið fullkunnugt um viðskipti deildar eigin viðskipta Glitnis. Hann segir að hlutverk deilarinnar hafi meðal annars verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu alltaf selt hlut sinn. Jónas er ákærður ásamt Pétri Jónassyni og Valgarði Má Valgarðssyni, sem einnig störfuðu fyrir við eigin viðskipti Glitnis, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Glitni með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis og Jóhannesar Baldurssonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis og seinna framkvæmdastjóra markaðsviðskipta.Öll viðskiptin fyrir opnum tjöldum Jónas byrjaði skýrslutöku sína á því að lesa sjö blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði talið að öll viðskipti eigin viðskipta bankans hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum og að hann hafi verið undir ströngu eftirliti bankans. Allir hafi séð og vitað hvað var gert á markaði. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við hegðun hans á markaði og því hafi hann enga ástæðu til að ætla að hann væri að gera eitthvað andstætt lögum. Jafnframt segir það rangt sem komi fram í ákæru að hann hafi haft ríkra hagsmuna að gæta við að hafa áhrif á verð í hlutabréfum bankans, hann hafi einungis verið starfsmaður á plani. Saksóknari fór nokkuð ítarlega yfir samskipti Jónasar við samstarfsmenn sína, bæði símtöl og tölvupóstsamskipti þar sem talað er um að vilja sjá Glitni í hæsta gildi dagsins og hækka verð. „Þetta eru aðilar sem maður er að tala við oft á dag og alls konar lingó sem er notað þarna,” sagði Jónas. Í einu símtalinu við samstarfsfélaga sinn er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Jónas sagðist muna eftir þessu tiltekna samtali að hann hafi verið að grínast. „Þetta er bara létt grín á milli vina þarna.“Lítil samskipti við Lárus Jónas sagðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Lárus Welding, forstjóra bankans og þá kannaðist hann heldur ekki við skilaboð frá Lárusi um hvernig hann skyldi haga sínum störfum. Hann segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi verið sinn næsti yfirmaður. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, sem er ákærður, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu. Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Jónas Guðmundsson, einn ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að eftirlitsaðilum hafi verið fullkunnugt um viðskipti deildar eigin viðskipta Glitnis. Hann segir að hlutverk deilarinnar hafi meðal annars verið að tryggja að hluthafar félagsins gætu alltaf selt hlut sinn. Jónas er ákærður ásamt Pétri Jónassyni og Valgarði Má Valgarðssyni, sem einnig störfuðu fyrir við eigin viðskipti Glitnis, fyrir að hafa í upphafi hvers viðskiptadags lagt fram stór tilboð í hlutabréf í Glitni með litlu innbyrðis verðbili í tilboðabækur kauphallanna. Þeir hafi með háttsemi sinni haft óeðlileg áhrif á verð í hlutabréfum bankans og því gerst sekir um markaðsmisnotkun. Stunduðu þeir hana að undirlagi yfirmanna sinna, þeirra Lárusar Welding, þáverandi forstjóra Glitnis og Jóhannesar Baldurssonar, forstöðumanns markaðsviðskipta Glitnis og seinna framkvæmdastjóra markaðsviðskipta.Öll viðskiptin fyrir opnum tjöldum Jónas byrjaði skýrslutöku sína á því að lesa sjö blaðsíðna yfirlýsingu þar sem hann sagði að hann hefði talið að öll viðskipti eigin viðskipta bankans hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum og að hann hafi verið undir ströngu eftirliti bankans. Allir hafi séð og vitað hvað var gert á markaði. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við hegðun hans á markaði og því hafi hann enga ástæðu til að ætla að hann væri að gera eitthvað andstætt lögum. Jafnframt segir það rangt sem komi fram í ákæru að hann hafi haft ríkra hagsmuna að gæta við að hafa áhrif á verð í hlutabréfum bankans, hann hafi einungis verið starfsmaður á plani. Saksóknari fór nokkuð ítarlega yfir samskipti Jónasar við samstarfsmenn sína, bæði símtöl og tölvupóstsamskipti þar sem talað er um að vilja sjá Glitni í hæsta gildi dagsins og hækka verð. „Þetta eru aðilar sem maður er að tala við oft á dag og alls konar lingó sem er notað þarna,” sagði Jónas. Í einu símtalinu við samstarfsfélaga sinn er haft eftir Jónasi: „Djöfull ertu erfiður maður, veistu ekki að ég er að reyna að hækka markaðinn?“ Jónas sagðist muna eftir þessu tiltekna samtali að hann hafi verið að grínast. „Þetta er bara létt grín á milli vina þarna.“Lítil samskipti við Lárus Jónas sagðist ekki hafa átt í miklum samskiptum við Lárus Welding, forstjóra bankans og þá kannaðist hann heldur ekki við skilaboð frá Lárusi um hvernig hann skyldi haga sínum störfum. Hann segir að Magnús Pálmi Örnólfsson, sem var forstjóri eigin viðskipta og gjaldeyrisstýringar bankans, hafi verið sinn næsti yfirmaður. Athygli vakti þegar ákæran var gefin út að Magnús Pálmi var ekki ákærður en Jóhannes Baldursson, sem er ákærður, var næsti yfirmaður hans. Í sambærilegum málum hafa fyrrverandi forstöðumenn eigin viðskipta verið ákærðir og sakfelldir í málinu.
Markaðsmisnotkun í Glitni Tengdar fréttir Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40 Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hafin Fimm eru ákærðir í málinu, þeirra á meðal Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis. 17. janúar 2018 09:40
Nokkurra vikna aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis og langur vitnalisti Aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 17. janúar næstkomandi. 8. janúar 2018 09:00