Sífellt fleiri leita réttar síns vegna flugfélaganna Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. janúar 2018 16:45 Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Mynd/samsett Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund í skaðabætur hvorum fyrir sig, auk vaxta, vegna tafa sem urðu í flugferð frá London til Keflavíkur undir lok árs 2016. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir skaðabótamál á hendur flugfélögunum hafa tvöfaldast í fjölda á milli ára og um sé að ræða vaxandi vanda. Farþegarnir tveir áttu flug með félaginu kl. 19.25 þann 19. desember 2016 frá London og var gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 23.25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og lenti vélin kl. 3.23 um nóttina. Í bréfi WOW air til farþeganna segir að óveður um morguninn hafi sett strik í reikninginn og haft keðjuverkandi áhrif á alla flugstarfsemi dagsins. Ísing hafi fest á flugvelli og flugvélum og snjókoma verið mikil. Var það mat flugfélagsins að vegna þessa væri það laust undan bótaskyldu. Héraðsdómur hafnaði sýknukröfu WOW air og dæmdi það til að greiða farþegunum fyrrgreinda upphæð, auk vaxta. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að sífellt fleiri leiti réttar síns vegna flugfélaganna. „Það hefur verið mjög vaxandi. Við tókum þetta saman í fyrra og þá kom í ljós að fjöldi mála á okkar borði hafði tvöfaldast.“ Samgöngustofa hefur ákvörðunarvald í slíkum málum og sér um að framfylgja alþjóðlegum reglugerðum sem settar hafa verið. „Við ráðleggjum fólki þó alltaf að hafa samband við flugrekanda fyrst til þess að finna lausn á sínum málum,“ segir Þórhildur. „Ef allt um þrýtur getur fólk sent okkur erindi og þá hefur Samgöngustofa heimildir til að taka ákvarðanir í málum.“Í upphaflegri útgáfu greinarinnar í Fréttablaðinu segir að um sé að ræða skaðabótamál og að vandamálið sé vaxandi. Þórhildur segir að málin séu hins vegar fjölbreytt sem berast á borð Samgöngustofu. Ástæður þess að fjöldi kvartana hefur aukist séu meðal annars að fleiri ferðast nú með flugfélögunum en einnig vegna þess að neytendur eru að verða meðvitaðri um rétt sinn. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund í skaðabætur hvorum fyrir sig, auk vaxta, vegna tafa sem urðu í flugferð frá London til Keflavíkur undir lok árs 2016. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir skaðabótamál á hendur flugfélögunum hafa tvöfaldast í fjölda á milli ára og um sé að ræða vaxandi vanda. Farþegarnir tveir áttu flug með félaginu kl. 19.25 þann 19. desember 2016 frá London og var gert ráð fyrir lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 23.25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og lenti vélin kl. 3.23 um nóttina. Í bréfi WOW air til farþeganna segir að óveður um morguninn hafi sett strik í reikninginn og haft keðjuverkandi áhrif á alla flugstarfsemi dagsins. Ísing hafi fest á flugvelli og flugvélum og snjókoma verið mikil. Var það mat flugfélagsins að vegna þessa væri það laust undan bótaskyldu. Héraðsdómur hafnaði sýknukröfu WOW air og dæmdi það til að greiða farþegunum fyrrgreinda upphæð, auk vaxta. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir að sífellt fleiri leiti réttar síns vegna flugfélaganna. „Það hefur verið mjög vaxandi. Við tókum þetta saman í fyrra og þá kom í ljós að fjöldi mála á okkar borði hafði tvöfaldast.“ Samgöngustofa hefur ákvörðunarvald í slíkum málum og sér um að framfylgja alþjóðlegum reglugerðum sem settar hafa verið. „Við ráðleggjum fólki þó alltaf að hafa samband við flugrekanda fyrst til þess að finna lausn á sínum málum,“ segir Þórhildur. „Ef allt um þrýtur getur fólk sent okkur erindi og þá hefur Samgöngustofa heimildir til að taka ákvarðanir í málum.“Í upphaflegri útgáfu greinarinnar í Fréttablaðinu segir að um sé að ræða skaðabótamál og að vandamálið sé vaxandi. Þórhildur segir að málin séu hins vegar fjölbreytt sem berast á borð Samgöngustofu. Ástæður þess að fjöldi kvartana hefur aukist séu meðal annars að fleiri ferðast nú með flugfélögunum en einnig vegna þess að neytendur eru að verða meðvitaðri um rétt sinn.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvorum um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016. 15. janúar 2018 17:39