Gert að greiða skaðabætur eftir keðjuverkandi áhrif óveðurs Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. janúar 2018 17:39 Ekki var fallist á sýknukröfu flugfélagsins. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvor um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016.Óveður um morgun olli töfum um kvöldFarþegarnir áttu flug með WOW air frá London til Keflavíkur þann 19. desember 2016 kl. 19:50 og var gert ráð fyrir lendingu hér heima kl. 23:25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og flaug vélin frá London kl. 23:29 og lenti 3:23. Segir í bréfi frá félaginu að ástæða tafarinnar hafi verið óveður í Keflavík um fyrr um morguninn sem olli því að vélin fór seinna af stað. Í bréfinu segir að veðrið hafi neytt flugrekendur til þess að kyrrsetja vélar sínar og aðstæðurnar því óviðráðanlegar. Þar af leiðandi væri félagið laust undan bótaskyldu.Vísuðu til niðurstaðna EvrópudómstólsinsKrafa stefnenda byggði á meginreglum skaðabótarréttar á skaðabótalögum og reglugerð um skaðabætur og aðstoð handa farþegum í flugi sem neitað er um far eða flugi þeirra aflýst, seinkað, flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Einnig var vísað til reglugerðar Evrópuþings og ráðsins (EB) um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð handa farþegum sem er neitað um far þegar seinkun verður eða flugi aflýst. Var farið fram á að WOW air greiddi hvorum farþega skaðabætur að fjárhæð 47.483 kr. Þá vísaði lögmaður stefnenda til fjölda svipaðra mála er fóru fyrir Evrópudómstólinn. Eru þónokkur fordæmi fyrir því að flugfélögum hafi verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna tafa eða aflýstra fluga. WOW air byggði sýknukröfu sína á því að skilyrði skaðabótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá segir einnig í sýknukröfunni að „bótareglur“ reglugerðar 261/2004 „skorti með öllu lagastoð í íslenskum rétti“. Tekin var skýrsla af deildarstjóra flugumsjónar WOW air sem sagði að óveðrið um morguninn hafi komið af stað keðjuverkun sem varð þess valdandi að flugið tafðist um kvöldið. Það hafi snjóað og ísing fest á bæði flugvelli og flugvélum sem gerði þjónustuaðilum erfitt fyrir.Eiga von á áfrýjun Var það niðurstaða dómsins að óviðráðanlegar aðstæður sem valda seinkun flugs leiði ekki sjálfkrafa til þess að seinkun síðari flugferða af sömu orsökum teljist vera af völdum óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hafi verið hægt að afstýra. WOW air hafi því átt að vera fært að koma í veg fyrir tafir á seinni flugum dagsins þrátt fyrir tafir um morguninn. Í svari WOW air við fyrirspurn Vísis segir lögmaður flugfélagsins að ekki sé búið að leggjast yfir dóminn í heild sinni en á hann „frekar von á því“ að niðurstöðunni verði áfrýjað. Líklegt þykir að sækja þurfi um áfrýjunarleyfi sökum þess hve upphæðin er lág. Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði "Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni.“ 12. janúar 2018 16:12 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt flugfélagið WOW air til þess að greiða tveimur farþegum tæplega 48 þúsund krónur hvor um sig auk vaxta vegna tafa á flugferð frá London til Keflavíkur í lok árs 2016.Óveður um morgun olli töfum um kvöldFarþegarnir áttu flug með WOW air frá London til Keflavíkur þann 19. desember 2016 kl. 19:50 og var gert ráð fyrir lendingu hér heima kl. 23:25. Fór svo að flugið tafðist um 219 mínútur og flaug vélin frá London kl. 23:29 og lenti 3:23. Segir í bréfi frá félaginu að ástæða tafarinnar hafi verið óveður í Keflavík um fyrr um morguninn sem olli því að vélin fór seinna af stað. Í bréfinu segir að veðrið hafi neytt flugrekendur til þess að kyrrsetja vélar sínar og aðstæðurnar því óviðráðanlegar. Þar af leiðandi væri félagið laust undan bótaskyldu.Vísuðu til niðurstaðna EvrópudómstólsinsKrafa stefnenda byggði á meginreglum skaðabótarréttar á skaðabótalögum og reglugerð um skaðabætur og aðstoð handa farþegum í flugi sem neitað er um far eða flugi þeirra aflýst, seinkað, flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Einnig var vísað til reglugerðar Evrópuþings og ráðsins (EB) um sameiginlegar reglur um skaðabætur og aðstoð handa farþegum sem er neitað um far þegar seinkun verður eða flugi aflýst. Var farið fram á að WOW air greiddi hvorum farþega skaðabætur að fjárhæð 47.483 kr. Þá vísaði lögmaður stefnenda til fjölda svipaðra mála er fóru fyrir Evrópudómstólinn. Eru þónokkur fordæmi fyrir því að flugfélögum hafi verið gert að greiða farþegum skaðabætur vegna tafa eða aflýstra fluga. WOW air byggði sýknukröfu sína á því að skilyrði skaðabótaskyldu væru ekki uppfyllt. Þá segir einnig í sýknukröfunni að „bótareglur“ reglugerðar 261/2004 „skorti með öllu lagastoð í íslenskum rétti“. Tekin var skýrsla af deildarstjóra flugumsjónar WOW air sem sagði að óveðrið um morguninn hafi komið af stað keðjuverkun sem varð þess valdandi að flugið tafðist um kvöldið. Það hafi snjóað og ísing fest á bæði flugvelli og flugvélum sem gerði þjónustuaðilum erfitt fyrir.Eiga von á áfrýjun Var það niðurstaða dómsins að óviðráðanlegar aðstæður sem valda seinkun flugs leiði ekki sjálfkrafa til þess að seinkun síðari flugferða af sömu orsökum teljist vera af völdum óviðráðanlegra aðstæðna sem ekki hafi verið hægt að afstýra. WOW air hafi því átt að vera fært að koma í veg fyrir tafir á seinni flugum dagsins þrátt fyrir tafir um morguninn. Í svari WOW air við fyrirspurn Vísis segir lögmaður flugfélagsins að ekki sé búið að leggjast yfir dóminn í heild sinni en á hann „frekar von á því“ að niðurstöðunni verði áfrýjað. Líklegt þykir að sækja þurfi um áfrýjunarleyfi sökum þess hve upphæðin er lág.
Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði "Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni.“ 12. janúar 2018 16:12 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Fékk ekki að fljúga með Wow því föðurnafnið vantaði "Vegna öryggis má flugfélagið ekki breyta fornafni og eftirnafni.“ 12. janúar 2018 16:12