Curry-lausir Warriors unnu 11. útisigurinn í röð Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. janúar 2018 10:00 Kevin Durant setti 26 stig í nótt vísir/getty Meistararnir í Golden State Warriors unnu sinn ellefta útisigur í röð þegar liðið hafði betur gegn Milwaukee Bucks í nótt. Stephen Curry var fjarri góðu gamni í liði Warriors í nótt vegna meiðsla á ökkla, en það kom ekki að sök því Kevin Durant setti 26 stig og Draymond Green bætti við 21 sem tryggði Warriors 94-108 sigur á Bucks. Warriors voru með 63-49 forystu í hálfleiknum, en hleypti Bucks aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta, en heimamenn unnu hann með 33 stigum gegn 17. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði Warriors hafa verið lata í varnarvinnunni í þriðja leikhluta, en náðu að vinna sig í gang. Stuðningsmanni Bucks var vikið út af vellinum snemma í fjórða leikhluta eftir að hafa hraunað yfir Klay Thompson með ljótu orðbragði. Það var brotið á Thompson svo hann féll til jarðar rétt hjá sæti stuðningsmannsins, sem var í fremstu röð, og hann ákvað að standa upp og hrauna yfir Thompson. Thompson lét öryggisverði vita og manninum var fylgt út úr keppnishöllinni. Indiana Pacers komu til baka eftir að hafa verið undir með 22 stigum gegn Cleveland Cavaliers og unnu tveggja stiga sigur, 97-95. LeBron James hefði getað tryggt Cavaliers sigurinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunni, en flautuþristurinn vildi ekki niður og þriðji sigur Pacers á Cleveland á tímabilinu staðreynd. Lance Stephenson var aðalmaðurinn í liði Pacers í nótt. Hann skoraði aðeins 16 stig en var með 11 fráköst og fiskaði tæknivillu á James seint í leiknum og náði að trufla James ítrekað. „Lance spilar bara svolítið óhreint, þannig er það. Ég hefði átt að vera tilbúinn í það, ég hef vitað það lengi að það er ekki sá sem segir brandarann sem er skammaður heldur sá sem hlær og þeir náðu mér. Hann spilað samt vel,“ sagði James sem var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Utah Jazz 99-88 Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 97-95 Washington Wizards - Orlando Magic 125-119 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 105-110 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 94-108 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 118-108 New Orleans Pelicans - Portland Trail Blazers 119-113 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 87-78 Phoenix Suns - Houston Rockets 95-112 NBA Mest lesið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Meistararnir í Golden State Warriors unnu sinn ellefta útisigur í röð þegar liðið hafði betur gegn Milwaukee Bucks í nótt. Stephen Curry var fjarri góðu gamni í liði Warriors í nótt vegna meiðsla á ökkla, en það kom ekki að sök því Kevin Durant setti 26 stig og Draymond Green bætti við 21 sem tryggði Warriors 94-108 sigur á Bucks. Warriors voru með 63-49 forystu í hálfleiknum, en hleypti Bucks aftur inn í leikinn í þriðja leikhluta, en heimamenn unnu hann með 33 stigum gegn 17. Þjálfari Warriors, Steve Kerr, sagði Warriors hafa verið lata í varnarvinnunni í þriðja leikhluta, en náðu að vinna sig í gang. Stuðningsmanni Bucks var vikið út af vellinum snemma í fjórða leikhluta eftir að hafa hraunað yfir Klay Thompson með ljótu orðbragði. Það var brotið á Thompson svo hann féll til jarðar rétt hjá sæti stuðningsmannsins, sem var í fremstu röð, og hann ákvað að standa upp og hrauna yfir Thompson. Thompson lét öryggisverði vita og manninum var fylgt út úr keppnishöllinni. Indiana Pacers komu til baka eftir að hafa verið undir með 22 stigum gegn Cleveland Cavaliers og unnu tveggja stiga sigur, 97-95. LeBron James hefði getað tryggt Cavaliers sigurinn með þriggja stiga skoti á síðustu sekúndunni, en flautuþristurinn vildi ekki niður og þriðji sigur Pacers á Cleveland á tímabilinu staðreynd. Lance Stephenson var aðalmaðurinn í liði Pacers í nótt. Hann skoraði aðeins 16 stig en var með 11 fráköst og fiskaði tæknivillu á James seint í leiknum og náði að trufla James ítrekað. „Lance spilar bara svolítið óhreint, þannig er það. Ég hefði átt að vera tilbúinn í það, ég hef vitað það lengi að það er ekki sá sem segir brandarann sem er skammaður heldur sá sem hlær og þeir náðu mér. Hann spilað samt vel,“ sagði James sem var með 27 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Utah Jazz 99-88 Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 97-95 Washington Wizards - Orlando Magic 125-119 Atlanta Hawks - Brooklyn Nets 105-110 Milwaukee Bucks - Golden State Warriors 94-108 Minnesota Timberwolves - New York Knicks 118-108 New Orleans Pelicans - Portland Trail Blazers 119-113 Denver Nuggets - Memphis Grizzlies 87-78 Phoenix Suns - Houston Rockets 95-112
NBA Mest lesið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira