Sjálfsbjörg gagnrýnir sinnuleysi Vesturbyggðar um akstursaðstoð Sveinn Arnarsson skrifar 13. janúar 2018 07:00 Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. vísir/jón sigurður Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, er ósáttur við málsmeðferð og úrræðaleysi Vesturbyggðar gagnvart hreyfihamlaðri konu í sveitarfélaginu sem nú er látin. Segir Bergur orð bæjarstjóra um að bærinn hafi alla tíð reynt að vinna löglega að málinu ekki í takt við raunveruleikann. Kona, sem fæddist árið 1930 en er nú látin, lamaðist árið 2011. Sótti hún um akstursaðstoð frá bænum en var hafnað. Fékk hún samt sem áður akstur til og frá dvalarstað í tómstundir fyrir aldraða.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar.„Sú fullyrðing bæjarstjóra Vesturbyggðar að sveitarfélagið hafi verið að starfa eftir ramma laganna og að það hafi verið staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála hvað varðar mál konu sem nú er látin og sóttist eftir ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Vesturbyggð tel ég ekki standast skoðun,“ segir Bergur Þorri. „Ekki einungis hvað varðar þjónustuna sem átti að veita heldur sérstaklega þegar litið er til málsmeðferðar og þess tíma sem málið tók á sínum tíma.“ Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu nú á dögunum að Vesturbyggð hafi verið óheimilt að takmarka akstursþjónustu aðeins við félagsmiðstöðina í bænum. „Við höfum alla tíð reynt að fylgja lögum í þessu máli og það var staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála. Málið snýst ekki um akstur fatlaðra því við höfum sinnt honum um árabil. Þetta snýst um það hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sinna akstri einstaklinga sem búa á heilbrigðisstofnun,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. „Ég efa að önnur sveitarfélög sjái um slíkt í dag. Við höfum aldrei skotið okkur undan þeirri ábyrgð að sjá um málefni fatlaðra eða sinna þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, er ósáttur við málsmeðferð og úrræðaleysi Vesturbyggðar gagnvart hreyfihamlaðri konu í sveitarfélaginu sem nú er látin. Segir Bergur orð bæjarstjóra um að bærinn hafi alla tíð reynt að vinna löglega að málinu ekki í takt við raunveruleikann. Kona, sem fæddist árið 1930 en er nú látin, lamaðist árið 2011. Sótti hún um akstursaðstoð frá bænum en var hafnað. Fékk hún samt sem áður akstur til og frá dvalarstað í tómstundir fyrir aldraða.Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar.„Sú fullyrðing bæjarstjóra Vesturbyggðar að sveitarfélagið hafi verið að starfa eftir ramma laganna og að það hafi verið staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála hvað varðar mál konu sem nú er látin og sóttist eftir ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Vesturbyggð tel ég ekki standast skoðun,“ segir Bergur Þorri. „Ekki einungis hvað varðar þjónustuna sem átti að veita heldur sérstaklega þegar litið er til málsmeðferðar og þess tíma sem málið tók á sínum tíma.“ Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu nú á dögunum að Vesturbyggð hafi verið óheimilt að takmarka akstursþjónustu aðeins við félagsmiðstöðina í bænum. „Við höfum alla tíð reynt að fylgja lögum í þessu máli og það var staðfest af Úrskurðarnefnd velferðarmála. Málið snýst ekki um akstur fatlaðra því við höfum sinnt honum um árabil. Þetta snýst um það hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sinna akstri einstaklinga sem búa á heilbrigðisstofnun,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. „Ég efa að önnur sveitarfélög sjái um slíkt í dag. Við höfum aldrei skotið okkur undan þeirri ábyrgð að sjá um málefni fatlaðra eða sinna þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Sjá meira