Innlent

Helmingurinn borðar lambið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslenskt sauðfé. Fréttablaðið/Valli
Íslenskt sauðfé. Fréttablaðið/Valli
Rúmur helmingur erlendra ferðamanna sem hingað koma, eða 54 prósent, borðar íslenskt lambakjöt. Þetta sýnir könnun Gallup fyrir markaðsstofuna Icelandic Lamb.

Helmingur ferðamanna borðar lambakjöt á veitingastöðum en 13 prósent borða lambakjöt sem keypt er í búð. Því er nokkuð ljóst að einhver skörun er á milli þessara hópa. Líkur á að ferðamenn borði íslenskt lambakjöt aukast eftir því sem þeir dvelja lengur á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×