Vara við afskiptum Rússa í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2018 21:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er harðlega gagnrýndur í skýrslunni. Vísir/AFP Demókratar var við umfangsmeiri afskiptum yfirvalda Rússlands af kosningum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þeir segja að þrátt fyrir að nokkrar Evrópuþjóðir hafi gripið til ráðstafana til að vernda heilyndi kosninga hafi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Repúblikanar ekki gripið til aðgerða og hafi enga áætlun um hvernig þeir geti brugðist við. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Ben Cardin, æðsta Demókratanum í utanríkismálanefnd öldungadeildar þingsins, og án stuðnings frá formanni nefndarinnar sem er Repúblikani. Þar eru tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja og aðrar aðgerðir tíundaðar. Skýrslan snýr að nítján Evrópuríkjum. Þar er því haldið fram að nauðsynlegt sé að bregðast við aðgerðum Rússa því annars muni þeim vaxa ásmegin. Þá er Donald Trump harðlega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi.Skýrsluna, sem er um tvö hundruð blaðsíður, má lesa hér. Hún var unnin upp úr viðtölum starfsmanna Cardin við sendiherra Evrópuríkja, embættismenn, fjölmiðla og aðra. Í skýrslunni er lagt til að myndaður verði starfshópur úr háttsettum starfsmönnum margra öryggisstofnana Bandaríkjanna. Þeirra verk verði að leggja fram mögulegar stefnubreytingar til þingsins. Þar að auki er lagt til að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verði beitt gegn ríkjum sem beiti hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum til að grafa undan stöðugleika annarra ríkja. Sömuleiðis er lagt til að Bandaríkin og bandamenn þeirra beiti sér gegn spillingu Vladimir Putin, forseta Rússlands, og þeim auði sem hann hafi byggt erlendis. Donald Trump hefur persónulega sýnt lítinn áhuga á því að beita aðgerðum gegn Rússlandi. Þegar hann hitti Putin í Asíu í fyrra sagði Trump: „Hann sagði þá ekki hafa skipt sér af. Ég trúi því svo sannarlega þegar hann segir mér það, að hann meini það.“Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Mike Pompeo, yfirmaður CIA, á dögunum að starfsmenn leyniþjónustunnar væru að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að Rússar eða aðrir andstæðingar Bandaríkjanna hafi afskipti af kosningum framtíðarinnar. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Demókratar var við umfangsmeiri afskiptum yfirvalda Rússlands af kosningum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Þeir segja að þrátt fyrir að nokkrar Evrópuþjóðir hafi gripið til ráðstafana til að vernda heilyndi kosninga hafi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Repúblikanar ekki gripið til aðgerða og hafi enga áætlun um hvernig þeir geti brugðist við. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Ben Cardin, æðsta Demókratanum í utanríkismálanefnd öldungadeildar þingsins, og án stuðnings frá formanni nefndarinnar sem er Repúblikani. Þar eru tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningar annarra ríkja og aðrar aðgerðir tíundaðar. Skýrslan snýr að nítján Evrópuríkjum. Þar er því haldið fram að nauðsynlegt sé að bregðast við aðgerðum Rússa því annars muni þeim vaxa ásmegin. Þá er Donald Trump harðlega gagnrýndur fyrir aðgerðaleysi.Skýrsluna, sem er um tvö hundruð blaðsíður, má lesa hér. Hún var unnin upp úr viðtölum starfsmanna Cardin við sendiherra Evrópuríkja, embættismenn, fjölmiðla og aðra. Í skýrslunni er lagt til að myndaður verði starfshópur úr háttsettum starfsmönnum margra öryggisstofnana Bandaríkjanna. Þeirra verk verði að leggja fram mögulegar stefnubreytingar til þingsins. Þar að auki er lagt til að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum verði beitt gegn ríkjum sem beiti hefðbundnum og óhefðbundnum aðferðum til að grafa undan stöðugleika annarra ríkja. Sömuleiðis er lagt til að Bandaríkin og bandamenn þeirra beiti sér gegn spillingu Vladimir Putin, forseta Rússlands, og þeim auði sem hann hafi byggt erlendis. Donald Trump hefur persónulega sýnt lítinn áhuga á því að beita aðgerðum gegn Rússlandi. Þegar hann hitti Putin í Asíu í fyrra sagði Trump: „Hann sagði þá ekki hafa skipt sér af. Ég trúi því svo sannarlega þegar hann segir mér það, að hann meini það.“Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Mike Pompeo, yfirmaður CIA, á dögunum að starfsmenn leyniþjónustunnar væru að vinna hörðum höndum að því að koma í veg fyrir að Rússar eða aðrir andstæðingar Bandaríkjanna hafi afskipti af kosningum framtíðarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira