„Við skrimtum á launum sem duga ekki og tilvera okkar er mjög erfið“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. janúar 2018 19:00 Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. Efling er næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Sigurður Bessason lætur af formennsku í Eflingu á aðalfundi í apríl næstkomandi eftir átján ár í embætti. Ingvar Vigur Halldórsson stjórnarmaður hefur gefið kost á sér til formennsku og nýtur hann stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Hann hefur hins vegar fengið mótframboð því Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar Eflingar skiluðu í dag framboðsgögnum. Alls söfnuðu þau 624 undirskriftum meðmælenda við framboð sitt en þurftu aðeins 120 undirskriftir til að framboðið væri löglegt. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára sögu Eflingar sem mótframboð kemur fram gegn tillögu uppstillingarnefndar. Sólveig segir að stjórn Eflingar hafi ekki gætt hagsmuna lægst launaðasta verkafólksins sem eigi aðild að félaginu. „Við erum stór hópur fólks sem vinnur hin ýmsu störf, allt verkamannastörf. Við skrimtum á launum sem duga ekki til þess að framfleyta okkur og tilvera okkar er mjög erfið. Það er margt sem mæðir á okkur, húsnæðismarkaðurinn ásamt ýmsu öðru. Við getum bara ekki þolað þetta lengur. Þetta er bara komið nóg,“ segir Sólveig. Sólveig, sem er ófaglærður starfsmaður á leikskóla, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið of feimin við að beita verkfallsvopninu. „Ég veit að verkfall getur verið hrikalegur og erfiður hlutur. En ég veit líka að verkföll geta skilað ótrúlegum kjarabótum til fólks og það hafa unnist miklir og stórir sigrar, bæði hér á Íslandi og úti í heimi með verkföllum. Ég hef sjálf verið mjög hissa á því í mínu starfi, starfandi með þau laun sem ég hef fengið, að verkfallsvopninu hafi ekki verið beitt þar,“ segir Sólveig. Aðalfundur Eflingar verður hinn 26. apríl næstkomandi. Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu skiluðu í dag fimmfalt fleiri undirskriftum meðmælenda en þau þurftu til að skila löglegu framboði. Sólveig segir breiðan hóp láglaunafólks að baki framboðinu sem finnst að núverandi stjórn Eflingar hafi brugðist. Efling er næst stærsta stéttarfélag á landinu með um 14.000 félagsmenn. Sigurður Bessason lætur af formennsku í Eflingu á aðalfundi í apríl næstkomandi eftir átján ár í embætti. Ingvar Vigur Halldórsson stjórnarmaður hefur gefið kost á sér til formennsku og nýtur hann stuðnings uppstillingarnefndar, stjórnar og trúnaðarráðs Eflingar. Hann hefur hins vegar fengið mótframboð því Sólveig Anna Jónsdóttir og meðframbjóðendur hennar til stjórnar Eflingar skiluðu í dag framboðsgögnum. Alls söfnuðu þau 624 undirskriftum meðmælenda við framboð sitt en þurftu aðeins 120 undirskriftir til að framboðið væri löglegt. Þetta er í fyrsta sinn í 20 ára sögu Eflingar sem mótframboð kemur fram gegn tillögu uppstillingarnefndar. Sólveig segir að stjórn Eflingar hafi ekki gætt hagsmuna lægst launaðasta verkafólksins sem eigi aðild að félaginu. „Við erum stór hópur fólks sem vinnur hin ýmsu störf, allt verkamannastörf. Við skrimtum á launum sem duga ekki til þess að framfleyta okkur og tilvera okkar er mjög erfið. Það er margt sem mæðir á okkur, húsnæðismarkaðurinn ásamt ýmsu öðru. Við getum bara ekki þolað þetta lengur. Þetta er bara komið nóg,“ segir Sólveig. Sólveig, sem er ófaglærður starfsmaður á leikskóla, segir að verkalýðshreyfingin hafi verið of feimin við að beita verkfallsvopninu. „Ég veit að verkfall getur verið hrikalegur og erfiður hlutur. En ég veit líka að verkföll geta skilað ótrúlegum kjarabótum til fólks og það hafa unnist miklir og stórir sigrar, bæði hér á Íslandi og úti í heimi með verkföllum. Ég hef sjálf verið mjög hissa á því í mínu starfi, starfandi með þau laun sem ég hef fengið, að verkfallsvopninu hafi ekki verið beitt þar,“ segir Sólveig. Aðalfundur Eflingar verður hinn 26. apríl næstkomandi.
Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda