Mega ekki líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. janúar 2018 20:00 Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara. Fyrirtækið Creditinfo safnar upplýsingum um Íslendinga 18 ára og eldri og gefur þeim sérstaka lánshæfiseinkunn. Einkunnir eru gefnar á kvarða frá A1 og niður í E3, en við matið lítur Creditinfo m.a. til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu og upplýsinga úr skattskrá. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir hins vegar að mest vægi hafi svokölluð vanskilaskrá sem fyrirtækið heldur úti. „Út frá henni þróum við lánshæfismat sem metur líkurnar á því hvort þú farir inn á þessa vanskilaskrá, hversu líklegur þú ert til að fara í vanskil. Þar eru langsterkustu upplýsingarnar hvort þú hafir einhvern tímann verið í vanskilum áður.“ Þannig eru gögn úr vanskilaskrá svokallaðar neikvæðar upplýsingar, enda fá þeir sem þar hafa verið að jafnaði mun lægri einkunn en aðrir. Færst hefur í aukana undanfarin ár að lántökum hér á landi bjóðist misgóð vaxtakjör eftir því hve öruggir borgunarmenn þeir þykja, en slíkt hefur tíðkast um árabil víða erlendis. Við mat á þessu líta lánveitendur í miklum mæli til lánshæfiseinkunnar lántakans hjá Creditinfo og getur því skipt sköpum að hvort einkunnin sé t.d. A, C eða E. Erfitt að komast upp um flokk aftur Aftur á móti hefur borið á því að afar erfitt sé að komast upp um flokk þegar fólk er á annað borð komið langt niður, þá sérstaklega hafi það lent á vanskilaskrá. Aðspurður segir Gunnar aftur á móti erfitt að gera greinarmun á einstaklingum að þessu leyti. Til þess að það væri hægt þyrfti að mega líta til svokallaðra jákvæðra upplýsinga. „Það væru t.d. upplýsingar um skuldir eða hvenær þú greiðir reikningana þína, svokölluð greiðsluhegðun. Vandamálið er að það eru engar almennar heimildir í íslenskum lögum fyrir því að safna slíkum gögnum." Þannig sé lítið sem ekkert útskýrt í lögum um neytendalán til hvaða upplýsinga skuli líta við lánshæfismat. Persónuverndarlög aftri því hins vegar að horft sé til upplýsinga sem ekki eru skýrlega heimilaðar í lögum. Gunnar segir því að lagaramminn þyrfti að vera umtalsvert skýrari, eigi kerfið raunverulega að vera sanngjarnt. „Allir gera lent í óhappi. Ef þú ert í grunninn góður skuldari sem misstir vinnuna eða veiktist eða eitthvað slíkt, en ert núna kominn með allt þitt á hreint þá gætirðu sýnt fram á það með því að miðla auka upplýsingum. Þeim búum við hins vegar ekki yfir í dag,“ segir Gunnar. Neytendur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira
Þeir sem hafa einu sinni lent á vanskilaskrá geta átt erfitt með að fá lán og sanngjörn vaxtakjör, jafnvel þó staða þeirra hafi breyst til hins betra. Ástæðan er sú að þeim sem framkvæma sérstakt lánshæfismat er óheimilt að líta til jákvæðra upplýsinga um skuldara. Fyrirtækið Creditinfo safnar upplýsingum um Íslendinga 18 ára og eldri og gefur þeim sérstaka lánshæfiseinkunn. Einkunnir eru gefnar á kvarða frá A1 og niður í E3, en við matið lítur Creditinfo m.a. til aldurs, búsetu, hjúskaparstöðu og upplýsinga úr skattskrá. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, segir hins vegar að mest vægi hafi svokölluð vanskilaskrá sem fyrirtækið heldur úti. „Út frá henni þróum við lánshæfismat sem metur líkurnar á því hvort þú farir inn á þessa vanskilaskrá, hversu líklegur þú ert til að fara í vanskil. Þar eru langsterkustu upplýsingarnar hvort þú hafir einhvern tímann verið í vanskilum áður.“ Þannig eru gögn úr vanskilaskrá svokallaðar neikvæðar upplýsingar, enda fá þeir sem þar hafa verið að jafnaði mun lægri einkunn en aðrir. Færst hefur í aukana undanfarin ár að lántökum hér á landi bjóðist misgóð vaxtakjör eftir því hve öruggir borgunarmenn þeir þykja, en slíkt hefur tíðkast um árabil víða erlendis. Við mat á þessu líta lánveitendur í miklum mæli til lánshæfiseinkunnar lántakans hjá Creditinfo og getur því skipt sköpum að hvort einkunnin sé t.d. A, C eða E. Erfitt að komast upp um flokk aftur Aftur á móti hefur borið á því að afar erfitt sé að komast upp um flokk þegar fólk er á annað borð komið langt niður, þá sérstaklega hafi það lent á vanskilaskrá. Aðspurður segir Gunnar aftur á móti erfitt að gera greinarmun á einstaklingum að þessu leyti. Til þess að það væri hægt þyrfti að mega líta til svokallaðra jákvæðra upplýsinga. „Það væru t.d. upplýsingar um skuldir eða hvenær þú greiðir reikningana þína, svokölluð greiðsluhegðun. Vandamálið er að það eru engar almennar heimildir í íslenskum lögum fyrir því að safna slíkum gögnum." Þannig sé lítið sem ekkert útskýrt í lögum um neytendalán til hvaða upplýsinga skuli líta við lánshæfismat. Persónuverndarlög aftri því hins vegar að horft sé til upplýsinga sem ekki eru skýrlega heimilaðar í lögum. Gunnar segir því að lagaramminn þyrfti að vera umtalsvert skýrari, eigi kerfið raunverulega að vera sanngjarnt. „Allir gera lent í óhappi. Ef þú ert í grunninn góður skuldari sem misstir vinnuna eða veiktist eða eitthvað slíkt, en ert núna kominn með allt þitt á hreint þá gætirðu sýnt fram á það með því að miðla auka upplýsingum. Þeim búum við hins vegar ekki yfir í dag,“ segir Gunnar.
Neytendur Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Sjá meira