Dani best eftir stórbrotinn leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 27. janúar 2018 16:00 Halldór Garðar og Danielle voru best í vikunni vísir/skjáskot Eins og alltaf á föstudagskvöldum þá gerðu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi upp síðustu umferð í Domino's deildu karla og kvenna í gærkvöld. Þar hafa þeir þann sið á að verðlauna þá leikmenn sem standa upp úr að hverju sinni og var ekkert brugðið út af þeirri venju í gær. Það hefur líklegast aldrei verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar kvenna megin, en Stjörnukonan Danielle Rodriguez átti einhvern besta leik sem sést hefur í íslenskum körfubolta þegar Stjarnan sótti Njarðvík heim. Hún kom að öllum nema tveimur körfum Stjörnunnar í leiknum, var með 30 stig, 17 fráköst og 19 stoðsendingar. Þar fyrir utan fiskaði hún 6 villur og var með 57 framlagspunkta. Sá sem stóð upp úr í 15. umferð Domino's deildar karla var Halldór Garðar Hermannsson. Þór Þorlákshöfn fylgdi sterkum Haukasigri í síðustu umferð eftir með glæsilegum útisigri á Stjörnunni. Halldór Garðar dró Þorlákshafnar liðið áfram sem oft áður, en hann skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum þrátt fyrir að koma inn á af bekknum.Halldór Garðar var að sjálfsögðu einnig í liði umferðarinnar. Með honum þar voru Kristófer Acox, sem var næst stigahæstur í liði KR sem lagði Val á heimavelli, Matthías Orri Sigurðsson, sem leiddi ÍR til sterks útisigurs á Njarðvík, og Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester. Stólarnir unnu Grindavík í hörku leik í Síkinu þar sem Hester náði að vera stigahæstur með 20 stig þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur. Þjálfari liðsins að þessu sinni er Viðar Örn Hafsteinsson sem stýrði sínum mönnum í Hetti til fyrsta sigurs síns í vetur þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn á Egilsstaði. Framlengja þurfti leikinn en Hattarmenn tóku leikinn yfir í framlengingunni og unnu að lokum með nokkrum yfirburðum. Í liði 17. umferðar kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í spennusigri Vals á Skallagrím, Thelma Dís Ágústsdóttir, sem leiddi lið Keflavíkur til öruggs sigurs á Breiðabliki, Dýrfinna Arnardóttir, sem var næst stigahæst í sigri Hauka á Snæfelli og mótherji hennar þar, Gunnhildur Gunnarsdóttir, er einnnig í liðinu. Fimm manna úrvalsliðið er svo fullkomnað með Danielle Rodriguez. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fær þann heiður að þjálfa úrvalsliðið að þessu sinni. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Eins og alltaf á föstudagskvöldum þá gerðu Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino's Körfuboltakvöldi upp síðustu umferð í Domino's deildu karla og kvenna í gærkvöld. Þar hafa þeir þann sið á að verðlauna þá leikmenn sem standa upp úr að hverju sinni og var ekkert brugðið út af þeirri venju í gær. Það hefur líklegast aldrei verið eins auðvelt að velja leikmann umferðarinnar kvenna megin, en Stjörnukonan Danielle Rodriguez átti einhvern besta leik sem sést hefur í íslenskum körfubolta þegar Stjarnan sótti Njarðvík heim. Hún kom að öllum nema tveimur körfum Stjörnunnar í leiknum, var með 30 stig, 17 fráköst og 19 stoðsendingar. Þar fyrir utan fiskaði hún 6 villur og var með 57 framlagspunkta. Sá sem stóð upp úr í 15. umferð Domino's deildar karla var Halldór Garðar Hermannsson. Þór Þorlákshöfn fylgdi sterkum Haukasigri í síðustu umferð eftir með glæsilegum útisigri á Stjörnunni. Halldór Garðar dró Þorlákshafnar liðið áfram sem oft áður, en hann skilaði 19 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum þrátt fyrir að koma inn á af bekknum.Halldór Garðar var að sjálfsögðu einnig í liði umferðarinnar. Með honum þar voru Kristófer Acox, sem var næst stigahæstur í liði KR sem lagði Val á heimavelli, Matthías Orri Sigurðsson, sem leiddi ÍR til sterks útisigurs á Njarðvík, og Tindastólsmennirnir Pétur Rúnar Birgisson og Antonio Hester. Stólarnir unnu Grindavík í hörku leik í Síkinu þar sem Hester náði að vera stigahæstur með 20 stig þrátt fyrir að spila aðeins 18 mínútur. Þjálfari liðsins að þessu sinni er Viðar Örn Hafsteinsson sem stýrði sínum mönnum í Hetti til fyrsta sigurs síns í vetur þegar Þór Akureyri mætti í heimsókn á Egilsstaði. Framlengja þurfti leikinn en Hattarmenn tóku leikinn yfir í framlengingunni og unnu að lokum með nokkrum yfirburðum. Í liði 17. umferðar kvenna eru Guðbjörg Sverrisdóttir, sem var frábær í spennusigri Vals á Skallagrím, Thelma Dís Ágústsdóttir, sem leiddi lið Keflavíkur til öruggs sigurs á Breiðabliki, Dýrfinna Arnardóttir, sem var næst stigahæst í sigri Hauka á Snæfelli og mótherji hennar þar, Gunnhildur Gunnarsdóttir, er einnnig í liðinu. Fimm manna úrvalsliðið er svo fullkomnað með Danielle Rodriguez. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, fær þann heiður að þjálfa úrvalsliðið að þessu sinni.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Leik lokið: KR - Njarðvík 101-57 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti