Innlent

Slydda eða snjókoma í dag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum og það snjóar með suðausturströndinni og þar er snjóþekja.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum og það snjóar með suðausturströndinni og þar er snjóþekja. VÍSIR/ERNIR
Spáð er austan- og suðaustan 8-15 með slyddu eða snjókomu í dag og rigningu á S-landi síðdegis, en úrkomulítið N-lands og minnkandi frost. Suðaustan 13-20 á A-verðu landinu í kvöld. Mun hægari vindur á morgun, él og hiti nálægt frostmarki. Á sunnudag er útlit fyrir suðvestan golu eða kalda og él sunnan- og vestanlands, en þurrt og bjart veður á Norður- og Austurlandi. Frost yfirleitt 0 til 5 stig samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:

Suðaustan kaldi við NA-ströndina, annars hæg suðlæg átt. Skýjað og víða dálítil slydda, hiti nálægt frostmarki.

Á sunnudag:

Suðvestan 5-10 og él, en þurrt og bjart veður N- og A-lands. Frost víða 0 til 5 stig.

Á mánudag:

Vestlæg átt og bjart veður, en él við SV-ströndina og á annesjum NA-lands. Kólnandi veður.

Á þriðjudag:

Austlæg átt, úrkomulítið og kalt í veðri.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Útlit fyrir norðaustanátt með éljum N- og A-lands.

Færð og aðstæður:

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum. Annars er mikið autt á aðalleiðum á Suðurlandi en þó er sums staðar einhver hálka, einkum á útvegum.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á vegum en flughálka er í norðanverðum Patreksfirði. Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Norðurlandi vestra  en hálka á Norðaustur- og Austurlandi.

Það snjóar með suðausturströndinni og þar er snjóþekja. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×