Í farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá dómstólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2018 21:11 Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. Vísir/GVA Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sænskur maður sem fyrr í mánuðinum var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að aðstoða fjölskyldu við að koma ólöglega til landsins, skuli sæta farbanni á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir, en þó ekki lengur en til 13. apríl næstkomandi. Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. „Ákærði hafi viðurkennt hjá lögreglu að hafa greitt fyrir fjölskylduna farmiða hingað til lands og áfram héðan til Dublin eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá aðila í Malmö. Þá hafi hann viðurkennt að hafa komið með sömu flugvél og þau hingað til lands. Hjónin hafi bæði skýrt svo frá að þau hefðu ferðast á röngum nöfnum hingað til lands. Þá hafi fjölskyldufaðirinn borið að þau hefðu einnig ferðast á fölsuðum vegabréfum og hefði dómfelldi tekið við hinum fölsuðu skilríkum eftir framvísun um borð í flugvélina hingað til lands,“ segir í úrskurðinum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 13. október í fyrra og sætti farbanni frá 16. september til 23. október en þann dag var hann handtekinn vegna gruns um að hafa haft í hótunum við fyrrnefndan fjölskylduföður og fjölskylduna vegna framburðar um aðstoð við að koma fjölskyldunni til Íslands. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti því til 8. desember síðastliðins. Var gefin út ákæra vegna hótana mannsins í garð föðurins í nóvember og var það mál sameinað eldra málinu frá því í október. Eins og áður segir var maðurinn fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, og sætir hann farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Landsrétti. Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að sænskur maður sem fyrr í mánuðinum var dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, fyrir að aðstoða fjölskyldu við að koma ólöglega til landsins, skuli sæta farbanni á meðan áfrýjunarfrestur í máli hans varir, en þó ekki lengur en til 13. apríl næstkomandi. Í greinargerð lögreglustjóra sem vísað er til í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi komið til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn. Tveimur dögum síðar var hann svo handtekinn grunaður um að hafa aðstoðað fjögurra manna fjölskyldu, hjón með tvö börn, við að koma ólöglega til landsins. „Ákærði hafi viðurkennt hjá lögreglu að hafa greitt fyrir fjölskylduna farmiða hingað til lands og áfram héðan til Dublin eftir að hafa fengið beiðni þess efnis frá aðila í Malmö. Þá hafi hann viðurkennt að hafa komið með sömu flugvél og þau hingað til lands. Hjónin hafi bæði skýrt svo frá að þau hefðu ferðast á röngum nöfnum hingað til lands. Þá hafi fjölskyldufaðirinn borið að þau hefðu einnig ferðast á fölsuðum vegabréfum og hefði dómfelldi tekið við hinum fölsuðu skilríkum eftir framvísun um borð í flugvélina hingað til lands,“ segir í úrskurðinum. Ákæra var gefin út á hendur manninum þann 13. október í fyrra og sætti farbanni frá 16. september til 23. október en þann dag var hann handtekinn vegna gruns um að hafa haft í hótunum við fyrrnefndan fjölskylduföður og fjölskylduna vegna framburðar um aðstoð við að koma fjölskyldunni til Íslands. Maðurinn var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og sætti því til 8. desember síðastliðins. Var gefin út ákæra vegna hótana mannsins í garð föðurins í nóvember og var það mál sameinað eldra málinu frá því í október. Eins og áður segir var maðurinn fyrr í mánuðinum dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex skilorðsbundna, og sætir hann farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Landsrétti.
Dómsmál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Sjá meira