Innlent

Óvissustig á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi vegna snjóflóðahættu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá Siglufirði
Frá Siglufirði Vísir/Auðunn
Lýst hefur verið óvissustigi, stigi 3, á Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarvegi. Vegagerðin hvetur vegfarendur til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Vegirnir um Fagradal, Fjarðarheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir.

Á Suður- og Suðvesturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en eitthvað er um  hálka eða hálkublettir á útvegum. Flughálka er á Gaulverjabæjarvegi, Villingaholtsvegi og Krísuvíkurvegi. 

Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði og Fróðárheiði. Hálkublettir eða snjóþekja eru á láglendi. Ófært er á Laxárdalsheiði. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja.

Á Norðurlandi er  hálka, hálkublettir og snjóþekja og víða snjókoma eða él. Þungfært er í Fljótum og út á Siglufjörð. Flughálka er á Þverárfjalli.

Á Austurlandi er hálka og snjóþekja með ströndinni og eitthvað um éljagang.  Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi.

Á Suðausturlandi eru vegir að mestu greiðfærir en hálkublettir eru í Eldhrauni og Mýrdalssandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×