Sprenging orðið í innflutningi á breska klósettpappír Costco Haraldur Guðmundsson skrifar 25. janúar 2018 08:00 Costco hefur flutt inn og selt breskan hreinlætispappír. Fréttablaðið/Ernir Innflutningur á salernispappír jókst um 61 prósent fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ miðað við sama tímabil árið á undan. Aukningin var upp á 748 tonn og má að mestu rekja til innflutnings frá Bretlandi sem stórjókst. Nýjar tölur Hagstofu Íslands sýna að frá maíbyrjun til nóvemberloka í fyrra voru flutt hingað til lands 1.982 tonn af salernispappír. Yfir sömu mánuði 2016 nam magnið 1.233 tonnum. Í apríl í fyrra nam innflutningur frá Bretlandi 61 tonni en 194 tonnum í mánuðinum þar á eftir þegar verslun Costco var opnuð. Júní var stærsti einstaki mánuðurinn í fyrra en þá nam magnið frá Bretlandseyjum 364 tonnum eða 76 prósentum af heildarinnflutningi á salernispappír í þeim mánuði. Það land sem næst kom á eftir var Svíþjóð með 27 tonn.Strax eftir opnun Costco hér á landi, sem er rekið af aðalskrifstofu bandaríska verslunarrisans í Bretlandi, í lok maí síðastliðins, fór að bera á miklum vinsældum Kirkland salernispappírsins sem verslunin selur.Í frétt Fréttablaðsins um miðjan ágúst kom fram að sala íslenska framleiðslufyrirtækisins Papco á pappír og öðrum hreinlætisvörum hefði dregist saman um allt að 30 prósent. Um er að ræða eina framleiðanda landsins á hreinlætispappír sem hafði þá sagt sex starfsmönnum upp störfum, eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, sagði þá í samtali við blaðið að Costco hefði haft mikil áhrif og Fréttablaðið vitnaði í heimildarmenn þess efnis að sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi hefði dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. Fullyrti Alexander að þær vörur væru seldar undir kostnaðarverði. Ekki náðist í stjórnendur Papco við vinnslu þessarar fréttar. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Fleiri munu þurfa að segja upp starfsfólki vegna Costco Þó gert hafi verið ráð fyrir því að koma verslunarrisans Costco til landsins myndi hafa einhver áhrif gerðu fáir sér í hugarlund að þar yrðu vörur seldar undir kostnaðarverði. 16. ágúst 2017 21:30 Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Innflutningur á salernispappír jókst um 61 prósent fyrstu sjö mánuðina eftir opnun Costco í Garðabæ miðað við sama tímabil árið á undan. Aukningin var upp á 748 tonn og má að mestu rekja til innflutnings frá Bretlandi sem stórjókst. Nýjar tölur Hagstofu Íslands sýna að frá maíbyrjun til nóvemberloka í fyrra voru flutt hingað til lands 1.982 tonn af salernispappír. Yfir sömu mánuði 2016 nam magnið 1.233 tonnum. Í apríl í fyrra nam innflutningur frá Bretlandi 61 tonni en 194 tonnum í mánuðinum þar á eftir þegar verslun Costco var opnuð. Júní var stærsti einstaki mánuðurinn í fyrra en þá nam magnið frá Bretlandseyjum 364 tonnum eða 76 prósentum af heildarinnflutningi á salernispappír í þeim mánuði. Það land sem næst kom á eftir var Svíþjóð með 27 tonn.Strax eftir opnun Costco hér á landi, sem er rekið af aðalskrifstofu bandaríska verslunarrisans í Bretlandi, í lok maí síðastliðins, fór að bera á miklum vinsældum Kirkland salernispappírsins sem verslunin selur.Í frétt Fréttablaðsins um miðjan ágúst kom fram að sala íslenska framleiðslufyrirtækisins Papco á pappír og öðrum hreinlætisvörum hefði dregist saman um allt að 30 prósent. Um er að ræða eina framleiðanda landsins á hreinlætispappír sem hafði þá sagt sex starfsmönnum upp störfum, eða einni fullmannaðri vakt í framleiðslu. Alexander Kárason, aðstoðarframkvæmdastjóri Papco, sagði þá í samtali við blaðið að Costco hefði haft mikil áhrif og Fréttablaðið vitnaði í heimildarmenn þess efnis að sala á hreinlætisvörum í öðrum verslunum hér á landi hefði dregist töluvert saman frá opnuninni í Kauptúni. Fullyrti Alexander að þær vörur væru seldar undir kostnaðarverði. Ekki náðist í stjórnendur Papco við vinnslu þessarar fréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Fleiri munu þurfa að segja upp starfsfólki vegna Costco Þó gert hafi verið ráð fyrir því að koma verslunarrisans Costco til landsins myndi hafa einhver áhrif gerðu fáir sér í hugarlund að þar yrðu vörur seldar undir kostnaðarverði. 16. ágúst 2017 21:30 Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Fleiri munu þurfa að segja upp starfsfólki vegna Costco Þó gert hafi verið ráð fyrir því að koma verslunarrisans Costco til landsins myndi hafa einhver áhrif gerðu fáir sér í hugarlund að þar yrðu vörur seldar undir kostnaðarverði. 16. ágúst 2017 21:30
Papco segir upp fólki vegna komu Costco Eini framleiðandi landsins á hreinlætispappír hefur sagt upp sex manns eða fullmannaðri vakt síðan Costco opnaði. 15. ágúst 2017 06:00