Fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2018 12:20 Freydís Halla Einarsdóttir, Vísir/Getty Fimm keppendur og átta manna starfslið mun fara fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í Suður Kóreu sem fara fram í næsta mánuði. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest val á keppendum og öðrum þátttakendum á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang 2018 í Suður-Kóreu, en leikarnir fara fram dagana 9. til 25. febrúar næstkomandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) hefur Ísland fengið úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn keppanda í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíða¬göngu kvenna og tvo keppendur í skíðagöngu karla. Alls er því um fimm keppendur að ræða og hefur verið staðfest við FIS að Ísland muni nýta þann kvóta að fullu. Úthlutun kvóta byggir á lágmörkum og árangri íslenskra keppenda á alþjóðlegum mótum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 21. janúar 2018.Eftirtaldir keppendur verða fulltrúar Íslands á XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018: - Freydís Halla Einarsdóttir, alpagreinar kvenna – svig og stórsvig - Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig - Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga og/eða 10 km F (frjáls aðferð)* - Snorri Einarsson, skíðaganga karla – sprettganga, 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð) - Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og/eða 15km ganga F (frjáls aðferð) (Ákvörðun um keppnisgreinar þeirra Elsu Guðrúnar og Isaks Stianson verða teknar á næstu dögum, en skráningarfrestur í einstaka keppnisgreinar er til 28. janúar næstkomandi)Aðrir þátttakendur verða: Aðalfararstjóri: Andri Stefánsson Flokksstjóri skíðamanna: Jón Viðar Þorvaldsson Sjúkraþjálfari: María Magnúsdóttir Aðalþjálfari alpagreina: Egill Ingi Jónsson Aðstoðarþjálfari alpagreina: Grímur Rúnarsson Aðalþjálfari skíðagöngu: Vegard Karlstrøm Aðstoðarþjálfarar skíðagöngu: Dag Elevold og Oystein Anesen Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ verða viðstödd leikana auk þess sem að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun verða viðstödd setningarhátíð leikanna og fyrstu keppnisdaga. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira
Fimm keppendur og átta manna starfslið mun fara fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang í Suður Kóreu sem fara fram í næsta mánuði. Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest val á keppendum og öðrum þátttakendum á Vetrarólympíuleikana í PyeongChang 2018 í Suður-Kóreu, en leikarnir fara fram dagana 9. til 25. febrúar næstkomandi. Samkvæmt gögnum frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) hefur Ísland fengið úthlutað kvóta fyrir einn keppanda í alpagreinum karla, einn keppanda í alpagreinum kvenna, einn keppanda í skíða¬göngu kvenna og tvo keppendur í skíðagöngu karla. Alls er því um fimm keppendur að ræða og hefur verið staðfest við FIS að Ísland muni nýta þann kvóta að fullu. Úthlutun kvóta byggir á lágmörkum og árangri íslenskra keppenda á alþjóðlegum mótum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 21. janúar 2018.Eftirtaldir keppendur verða fulltrúar Íslands á XXIII Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang 2018: - Freydís Halla Einarsdóttir, alpagreinar kvenna – svig og stórsvig - Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig - Elsa Guðrún Jónsdóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga og/eða 10 km F (frjáls aðferð)* - Snorri Einarsson, skíðaganga karla – sprettganga, 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð) - Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og/eða 15km ganga F (frjáls aðferð) (Ákvörðun um keppnisgreinar þeirra Elsu Guðrúnar og Isaks Stianson verða teknar á næstu dögum, en skráningarfrestur í einstaka keppnisgreinar er til 28. janúar næstkomandi)Aðrir þátttakendur verða: Aðalfararstjóri: Andri Stefánsson Flokksstjóri skíðamanna: Jón Viðar Þorvaldsson Sjúkraþjálfari: María Magnúsdóttir Aðalþjálfari alpagreina: Egill Ingi Jónsson Aðstoðarþjálfari alpagreina: Grímur Rúnarsson Aðalþjálfari skíðagöngu: Vegard Karlstrøm Aðstoðarþjálfarar skíðagöngu: Dag Elevold og Oystein Anesen Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, og Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ verða viðstödd leikana auk þess sem að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun verða viðstödd setningarhátíð leikanna og fyrstu keppnisdaga.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sjá meira