Innlent

Þorgerður Laufey er nýr formaður Félags grunnskólakennara

Atli Ísleifsson skrifar
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir. Kennarasamband Íslands
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hefur verið kjörin nýr formaður Félags grunnskólakennara.

Þetta kemur fram á heimasíðu Kennarasambandsins. Alls voru fimm manns í framboði og féllu atkvæði á þann veg:

  • Hjördís Albertsdóttir hlaut 526 atkvæði eða 21,5%
  • Kjartan Ólafsson hlaut 123 atkvæði eða 5,0%
  • Kristján Arnar Ingason hlaut 73 atkvæði eða 3,0%
  • Rósa Ingvarsdóttir hlaut 502 atkvæði eða 20,6%
  • Þorgerður Laufey Diðriksdóttir hlaut 1.110 atkvæði eða 45,5%.
„Auðir seðlar voru 107 eða 4,4%. Á kjörskrá voru 4.833 og greiddu 2.441 atkvæði eða 50,5%. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst kl. 9.00 miðvikudaginn 17. janúar og lauk kl. 14.00 mánudaginn 22. janúar 2018.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir tekur við embætti formanns FG af Ólafi Loftssyni á aðalfundi Félags grunnskólakennara sem fram fer í Borgarnesi dagana 17. og 18. maí næstkomandi,“ segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×