Um brenglað gildismat – svar til Skúla Helgasonar Hjördís Albertsdóttir skrifar 22. janúar 2018 08:03 Sæll, Skúli.Kærar þakkir fyrir svarið við opnu bréfi mínu til þín. Í svari þínu bendir þú á að laun kennara (sé miðað við launavísitölu) eru nánast nákvæmlega þau sömu í dag og þau voru árið 2010. Laun annars háskólafólks hafa hinsvegar versnað á sama tíma. Kjör grunnskólakennara hafi ekki versnað eins mikið og sumra annarra. Þú bendir á að launin séu of lág en kennir „brengluðu gildismati“ um. Að ríkið beri mikla ábyrgð á því. Ennfremur segist þú talsmaður þess á vettvangi sveitarfélaga að hækka laun kennara. Ég veit ekki hvort skilja eigi það þannig að aðrir þar innanborðs séu andstæðingar þess. Þú nefnir réttilega að fórnarkostnaður grunnskólakennara við að fá að fylgja launavísitölu hefur verið nokkur. Þeir kenna meira og þeir elstu töluvert meira. Fyrir því eru auðvitað engar faglegar ástæður. Ástæða þess að þið í sveitarfélögunum gerðuð þessa kröfu um aukna vinnu er sú að kennarar eru hættir að fást til starfa á þeim kjörum sem þið bjóðið. Framundan er verulegur skortur. Horfum nú vítt á sviðið. Grunnskólakennarar búa við brengluð launakjör. Eðlilega verður sífellt erfiðara að fá þá til starfa á slíkum kjörum. Í stað þess að bæta kjörin eru kennarar látnir axla sífellt þyngri byrðar gegn því að fá að halda hlutfallslega sömu kjörum og áður. Nú er það svo að sveitarfélögin semja við grunnskólakennara. Það eru sveitarfélögin sem ráða nákvæmlega hvaða skilaboð þau senda út í atvinnulífið um verðmæti starfa grunnskólakennara. Það er engin nefnd eða opinber aðili sem ákveður lág laun kennara á einhverjum brengluðum forsendum. Hið augljósa er að grunnskólakennarar eru að flýja sveitarfélögin og grunnskólana til að starfa á öðrum vettvangi. Það er vegna þess að þar bjóðast þeim bæði betri kjör og starfsaðstæður. Þannig hafa markaðslögmálin orðið til þess að grunnskólakennarar leita í önnur störf. Grunnskólakerfið sjálft, sem sveitarfélögin reka, virðist því vera einhverskonar uppspretta hins brenglaða gildismats sem þú talar um. Þú segist vilja hækka laun grunnskólakennara. Gott og vel. Samningar eru lausir núna. Það má ganga í verkið strax eftir helgi. Staða sveitarfélaganna hefur ekki verið jafn góð í langan tíma. Það mun aldrei koma betri tími til að sýna forgangsröðun sveitarstjórnarfólks í verki. Ef fyrirstaða er hjá öðrum sveitarfélögum er mikilvægt að afhjúpa hana og slíta sig frá aðilum sem slá vörð um banvæna láglaunastefnu. Gildismat þjóðarinnar þarftu ekki að óttast. Þið getið t.d. byrjað á því að jafna kjör grunnskólakennara sem starfa hjá ykkur og þeirra sem farið hafa til starfa hjá öðrum. Þetta er sama fólkið, með sömu menntunina. Launamunurinn er ykkur að kenna. Þú veist manna best að grunnskólakennarar eiga inni bætt launakjör t.d. vegna aukinna menntunarkrafna og lífeyrimála. Nú þarft þú að ganga á undan og hafa hugrekki til að sýna óbrenglað gildismat í verki. Það er ekkert til að státa sig af að hafa haldið kjörum grunnskólakennara í horfinu gegn því að þeir bættu á sig álagi og vinnu. Það er síðan í sjálfu sér skammarlegt hve sveitarfélögin hafa gengið hart fram í að draga úr verðmæti háskólamenntunar þegar kemur að launum. Það er líka skammarlegt að hafa í mörg ár horft á hættumerkin hrannast upp án þess að grípa til aðgerða. Ef sveitarfélögin treysta sér ekki til að reka óbrenglaðan grunnskóla hafa þau ekkert við grunnskólann að gera. Ef stjórnmálamenn þora ekki að taka opinberlega afstöðu með launahækkunum grunnskólakennara hafa þeir ekkert í sveitarstjórnir að gera. Nú bíðum við grunnskólakennarar þess að sjá í verki hvert gildismat frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum er. Það er algjörlega eðlilegt að þeir sem nú halda um stjórnartaumana verði dæmdir af verkum sínum. Og eins og ég sagði í fyrra bréfi mínu: Verkinu er ekki enn lokið. Ég óska þér góðs gengis í að klára verkefnin sem nú blasa við og vona að athafnir fylgi nú orðum.Kveðja,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Albertsdóttir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Opið bréf til Skúla Helgasonar Upp er komin tímapressa og bullandi óánægja. 18. janúar 2018 08:15 Svar við opnu bréfi Hjördísar Albertsdóttur Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. 19. janúar 2018 09:57 Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Sæll, Skúli.Kærar þakkir fyrir svarið við opnu bréfi mínu til þín. Í svari þínu bendir þú á að laun kennara (sé miðað við launavísitölu) eru nánast nákvæmlega þau sömu í dag og þau voru árið 2010. Laun annars háskólafólks hafa hinsvegar versnað á sama tíma. Kjör grunnskólakennara hafi ekki versnað eins mikið og sumra annarra. Þú bendir á að launin séu of lág en kennir „brengluðu gildismati“ um. Að ríkið beri mikla ábyrgð á því. Ennfremur segist þú talsmaður þess á vettvangi sveitarfélaga að hækka laun kennara. Ég veit ekki hvort skilja eigi það þannig að aðrir þar innanborðs séu andstæðingar þess. Þú nefnir réttilega að fórnarkostnaður grunnskólakennara við að fá að fylgja launavísitölu hefur verið nokkur. Þeir kenna meira og þeir elstu töluvert meira. Fyrir því eru auðvitað engar faglegar ástæður. Ástæða þess að þið í sveitarfélögunum gerðuð þessa kröfu um aukna vinnu er sú að kennarar eru hættir að fást til starfa á þeim kjörum sem þið bjóðið. Framundan er verulegur skortur. Horfum nú vítt á sviðið. Grunnskólakennarar búa við brengluð launakjör. Eðlilega verður sífellt erfiðara að fá þá til starfa á slíkum kjörum. Í stað þess að bæta kjörin eru kennarar látnir axla sífellt þyngri byrðar gegn því að fá að halda hlutfallslega sömu kjörum og áður. Nú er það svo að sveitarfélögin semja við grunnskólakennara. Það eru sveitarfélögin sem ráða nákvæmlega hvaða skilaboð þau senda út í atvinnulífið um verðmæti starfa grunnskólakennara. Það er engin nefnd eða opinber aðili sem ákveður lág laun kennara á einhverjum brengluðum forsendum. Hið augljósa er að grunnskólakennarar eru að flýja sveitarfélögin og grunnskólana til að starfa á öðrum vettvangi. Það er vegna þess að þar bjóðast þeim bæði betri kjör og starfsaðstæður. Þannig hafa markaðslögmálin orðið til þess að grunnskólakennarar leita í önnur störf. Grunnskólakerfið sjálft, sem sveitarfélögin reka, virðist því vera einhverskonar uppspretta hins brenglaða gildismats sem þú talar um. Þú segist vilja hækka laun grunnskólakennara. Gott og vel. Samningar eru lausir núna. Það má ganga í verkið strax eftir helgi. Staða sveitarfélaganna hefur ekki verið jafn góð í langan tíma. Það mun aldrei koma betri tími til að sýna forgangsröðun sveitarstjórnarfólks í verki. Ef fyrirstaða er hjá öðrum sveitarfélögum er mikilvægt að afhjúpa hana og slíta sig frá aðilum sem slá vörð um banvæna láglaunastefnu. Gildismat þjóðarinnar þarftu ekki að óttast. Þið getið t.d. byrjað á því að jafna kjör grunnskólakennara sem starfa hjá ykkur og þeirra sem farið hafa til starfa hjá öðrum. Þetta er sama fólkið, með sömu menntunina. Launamunurinn er ykkur að kenna. Þú veist manna best að grunnskólakennarar eiga inni bætt launakjör t.d. vegna aukinna menntunarkrafna og lífeyrimála. Nú þarft þú að ganga á undan og hafa hugrekki til að sýna óbrenglað gildismat í verki. Það er ekkert til að státa sig af að hafa haldið kjörum grunnskólakennara í horfinu gegn því að þeir bættu á sig álagi og vinnu. Það er síðan í sjálfu sér skammarlegt hve sveitarfélögin hafa gengið hart fram í að draga úr verðmæti háskólamenntunar þegar kemur að launum. Það er líka skammarlegt að hafa í mörg ár horft á hættumerkin hrannast upp án þess að grípa til aðgerða. Ef sveitarfélögin treysta sér ekki til að reka óbrenglaðan grunnskóla hafa þau ekkert við grunnskólann að gera. Ef stjórnmálamenn þora ekki að taka opinberlega afstöðu með launahækkunum grunnskólakennara hafa þeir ekkert í sveitarstjórnir að gera. Nú bíðum við grunnskólakennarar þess að sjá í verki hvert gildismat frambjóðenda í sveitarstjórnarkosningum er. Það er algjörlega eðlilegt að þeir sem nú halda um stjórnartaumana verði dæmdir af verkum sínum. Og eins og ég sagði í fyrra bréfi mínu: Verkinu er ekki enn lokið. Ég óska þér góðs gengis í að klára verkefnin sem nú blasa við og vona að athafnir fylgi nú orðum.Kveðja,Hjördís Albertsdóttir, grunnskólakennari við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara.
Svar við opnu bréfi Hjördísar Albertsdóttur Kæra Hjördís, Takk fyrir opið bréf til mín sem birt var á Vísi í gærmorgun. 19. janúar 2018 09:57
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun