Verður afríska undrið nýr þungavigtarmeistari UFC? Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. janúar 2018 17:15 Þegar Ngannou rotaði Overeem í hans síðasta bardaga. Vísir/Getty Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í nótt um þungavigtartitil UFC. Afríska undrið Ngannou hefur komið eins og stormsveipur í UFC og klárað alla bardaga sína. Í nótt fær hann sitt erfiðasta verkefni til þessa þegar hann mætir sjálfum þungavigtarmeistaranum Stipe Miocic. Engum hefur tekist að halda þungavigtarbeltinu lengi eða frá því þungavigtin var fyrst sett á laggirnar á UFC 12 árið 1997. Enginn hefur varið titilinn oftar en tvisvar en fimm menn hafa afrekað það (Randy Couture, Tim Sylvia, Brock Lesnar, Cain Velasquez, og Stipe Miocic). Með sigri getur Miocic bætt hið arfaslaka met yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC. Þrjár titilvarnir í röð er ekkert stórkostlegur árangur en væri nýtt met í þungavigtinni. Þegar verið er að ræða um svo stóra menn þarf oft ekki nema eitt gott högg og þá er bardaginn búinn. Það er því ekki mikið rúm fyrir mistök í þungavigtinni. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic er oft vanmetinn. Til marks um það er áskorandinn Francis Ngannou talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Miocic gerir einfalda hluti vel og kemst seint á forsíður blaðanna með kjaftinum sínum. Hann vill bara klára málin í búrinu og halda svo heim til Cleveland þar sem hann starfar enn sem slökkviliðsmaður meðfram bardagaferlinum. Upprisa Francis Ngannou hefur verið með ólíkindum. Þessi kamerúnski bardagamaður byrjaði bara að æfa MMA fyrir fjórum árum síðan og sýnir miklar framfarir í hverjum bardaga. Ngannou var með stóra drauma í Kamerún sem ungur maður og ætlaði sér að verða heimsmeistari í boxi. Þar var hlegið að honum enda vann hann þá í sandnámu í bænum Batié í Kamerún og ekkert sem benti til þess að hann myndi afreka nokkuð í bardagaheiminum. Hann ákvað þó að taka skrefið og flytja í höfuðborgina til að læra box og flutti síðar til Parísar. Hann hafði ekkert á milli handanna í Frakklandi og bjó á götunni. Hann fann þó bardagaklúbb og þar var hann sannfærður um að gefa MMA séns frekar en boxinu. Ekki leið á löngu þar til hann var kominn í UFC og er hann nú einn mest spennandi þungavigtarmaður heims. Ngannou hefur verið gríðarlega fljótur að bæta sig tæknilega og er ofan á það með alla þá líkamlegu þætti sem þungavigtarmaður þarf að bera. Uppgangur hans hefur því verið mjög hraður enda hefur hann klárað alla sína andstæðinga í UFC. Rothöggin hans hafa heyrst um allan heim og má segja að hann sé á barmi þess að verða stjarna. Rothöggið hans gegn Alistair Overeem í desember var til að mynda eitt af rothöggum ársins 2017. Það verður því gríðarlega athyglisvert að sjá hvað gerist þegar þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í búrinu í nótt. Nær Miocic að bæta metið eða verður Ngannou enn einn nýji þungavigtarmeistarinn? UFC 220 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3. MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem barist er um þungavigtartitil UFC. Sú er raunin í nótt og er boðið upp á einn besta þungavigtarbardaga í langan tíma. Þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í nótt um þungavigtartitil UFC. Afríska undrið Ngannou hefur komið eins og stormsveipur í UFC og klárað alla bardaga sína. Í nótt fær hann sitt erfiðasta verkefni til þessa þegar hann mætir sjálfum þungavigtarmeistaranum Stipe Miocic. Engum hefur tekist að halda þungavigtarbeltinu lengi eða frá því þungavigtin var fyrst sett á laggirnar á UFC 12 árið 1997. Enginn hefur varið titilinn oftar en tvisvar en fimm menn hafa afrekað það (Randy Couture, Tim Sylvia, Brock Lesnar, Cain Velasquez, og Stipe Miocic). Með sigri getur Miocic bætt hið arfaslaka met yfir flestar titilvarnir í sögu þungavigtarinnar í UFC. Þrjár titilvarnir í röð er ekkert stórkostlegur árangur en væri nýtt met í þungavigtinni. Þegar verið er að ræða um svo stóra menn þarf oft ekki nema eitt gott högg og þá er bardaginn búinn. Það er því ekki mikið rúm fyrir mistök í þungavigtinni. Þungavigtarmeistarinn Stipe Miocic er oft vanmetinn. Til marks um það er áskorandinn Francis Ngannou talinn sigurstranglegri af veðbönkum. Miocic gerir einfalda hluti vel og kemst seint á forsíður blaðanna með kjaftinum sínum. Hann vill bara klára málin í búrinu og halda svo heim til Cleveland þar sem hann starfar enn sem slökkviliðsmaður meðfram bardagaferlinum. Upprisa Francis Ngannou hefur verið með ólíkindum. Þessi kamerúnski bardagamaður byrjaði bara að æfa MMA fyrir fjórum árum síðan og sýnir miklar framfarir í hverjum bardaga. Ngannou var með stóra drauma í Kamerún sem ungur maður og ætlaði sér að verða heimsmeistari í boxi. Þar var hlegið að honum enda vann hann þá í sandnámu í bænum Batié í Kamerún og ekkert sem benti til þess að hann myndi afreka nokkuð í bardagaheiminum. Hann ákvað þó að taka skrefið og flytja í höfuðborgina til að læra box og flutti síðar til Parísar. Hann hafði ekkert á milli handanna í Frakklandi og bjó á götunni. Hann fann þó bardagaklúbb og þar var hann sannfærður um að gefa MMA séns frekar en boxinu. Ekki leið á löngu þar til hann var kominn í UFC og er hann nú einn mest spennandi þungavigtarmaður heims. Ngannou hefur verið gríðarlega fljótur að bæta sig tæknilega og er ofan á það með alla þá líkamlegu þætti sem þungavigtarmaður þarf að bera. Uppgangur hans hefur því verið mjög hraður enda hefur hann klárað alla sína andstæðinga í UFC. Rothöggin hans hafa heyrst um allan heim og má segja að hann sé á barmi þess að verða stjarna. Rothöggið hans gegn Alistair Overeem í desember var til að mynda eitt af rothöggum ársins 2017. Það verður því gríðarlega athyglisvert að sjá hvað gerist þegar þeir Stipe Miocic og Francis Ngannou mætast í búrinu í nótt. Nær Miocic að bæta metið eða verður Ngannou enn einn nýji þungavigtarmeistarinn? UFC 220 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl 3.
MMA Tengdar fréttir Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30 Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum Sjá meira
Búrið: Bardagamaður sem þú myndir búa til í UFC tölvuleiknum Þungarvigtarbardagi Stipe Miocic og Francis Ngannou er í brennidepli í Búrinu á Stöð 2 Sport. 18. janúar 2018 16:30
Holloway labbaði í gegnum Aldo og rothöggið sem heyrðist um allan heim UFC 218 um nýliðna helgi olli engum vonbrigðum enda var boðið upp á frábæra bardaga. 4. desember 2017 15:00