„Megum ekki vanmeta þá hæfileika sem barnaníðingar búa yfir til að blekkja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. janúar 2018 20:00 Bragi Guðbrandsson er forstjóri Barnaverndarstofu. vísir/valli „Það gefur auga leið að þetta er mikið áfall fyrir alla þá sem starfa í þessum málaflokki,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál starfsmanns Barnverndar Reykjavíkur sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot í garð barna í starfi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að maðurinn hafi verið tilkynntur til yfirvalda í fjórgang, fyrst árið 2002. Starfaði maðurinn á skammtímaheimili sem rekið er af Barnavernd Reykjavíkur. Talið er að maðurinn hafi unnið með hundrað og fimmtíu til tvö hundruð börnum á heimilinu. Forstöðumaður heimilisins segir að samstarfsfólk mannsins sé í áfalli vegna málsins en hann starfaði á heimilinu frá árinu 2010.„Við megum ekki vanmeta þá hæfileika sem barnaníðingar búa yfir til að blekkja og ég held að þetta sé hugsanlega eitt slíkt dæmi,“ sagði Bragi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Menn geta í áraraðir blekkt allt umhverfi sitt og á sama tíma níðst á börnum sem eru í viðkvæmri stöðu og eiga erfitt með að segja frá, það er gömul saga og ný,“ segir Bragi. Segir hann mikilvægt að viðeigandi stofnanir, sem og samfélagið allt, dragi lærdóma af slíkum málum svo koma megi í veg fyrir að þau eigi sér stað.Hefur lögregla auk Barnavendar Reykjavíkur verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en kæra barst lögreglu í ágúst á síðasta ári. Maðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í upphafi þessa árs. Hefur lögregla viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Við þurfum að finna þá út hvernig við getum varnað því að slík mistök verði á nýjan leik og það held ég að sé okkar stóra verkefni framundan,“ segir Bragi. Telur hann að mikið svigrúm sé til þess að bæta verkferla í slíkum málum og mikilvægt sé að koma á auknu samstarfi á milli lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Þá telur hann mögulegt að ekki séu til nægjanlega skýrar lagaheimildir í lögum sem heimila lögreglu að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart í þeim tilvikum þegar kærur berast gagnvart fólki sem starfar fyrir barnaverndarnefndar. „Það þarf að setja sérstakar verklagsreglur um samstarf lögreglu og barnaverndaryfirvalda, rétt eins og við höfum gert í tengslum við Landspítalands og Barnaverndar og sjúkrastofnana er varða tilkynningaskyldu, við þurfum að eiga hliðstæðar reglur,“ segir Bragi. Segist Bragi hafa áhuga á því að setjast niður með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem og yfirmönnum hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur til þess að skerpa á slíkum reglum og bæta samstarf á milli þessa stofnanna, svo koma mætti í veg fyrir að sambærileg mál komi upp. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
„Það gefur auga leið að þetta er mikið áfall fyrir alla þá sem starfa í þessum málaflokki,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um mál starfsmanns Barnverndar Reykjavíkur sem hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot í garð barna í starfi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að maðurinn hafi verið tilkynntur til yfirvalda í fjórgang, fyrst árið 2002. Starfaði maðurinn á skammtímaheimili sem rekið er af Barnavernd Reykjavíkur. Talið er að maðurinn hafi unnið með hundrað og fimmtíu til tvö hundruð börnum á heimilinu. Forstöðumaður heimilisins segir að samstarfsfólk mannsins sé í áfalli vegna málsins en hann starfaði á heimilinu frá árinu 2010.„Við megum ekki vanmeta þá hæfileika sem barnaníðingar búa yfir til að blekkja og ég held að þetta sé hugsanlega eitt slíkt dæmi,“ sagði Bragi í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Menn geta í áraraðir blekkt allt umhverfi sitt og á sama tíma níðst á börnum sem eru í viðkvæmri stöðu og eiga erfitt með að segja frá, það er gömul saga og ný,“ segir Bragi. Segir hann mikilvægt að viðeigandi stofnanir, sem og samfélagið allt, dragi lærdóma af slíkum málum svo koma megi í veg fyrir að þau eigi sér stað.Hefur lögregla auk Barnavendar Reykjavíkur verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en kæra barst lögreglu í ágúst á síðasta ári. Maðurinn var hins vegar ekki handtekinn fyrr en í upphafi þessa árs. Hefur lögregla viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Við þurfum að finna þá út hvernig við getum varnað því að slík mistök verði á nýjan leik og það held ég að sé okkar stóra verkefni framundan,“ segir Bragi. Telur hann að mikið svigrúm sé til þess að bæta verkferla í slíkum málum og mikilvægt sé að koma á auknu samstarfi á milli lögreglu og barnaverndaryfirvalda. Þá telur hann mögulegt að ekki séu til nægjanlega skýrar lagaheimildir í lögum sem heimila lögreglu að gera barnaverndaryfirvöldum viðvart í þeim tilvikum þegar kærur berast gagnvart fólki sem starfar fyrir barnaverndarnefndar. „Það þarf að setja sérstakar verklagsreglur um samstarf lögreglu og barnaverndaryfirvalda, rétt eins og við höfum gert í tengslum við Landspítalands og Barnaverndar og sjúkrastofnana er varða tilkynningaskyldu, við þurfum að eiga hliðstæðar reglur,“ segir Bragi. Segist Bragi hafa áhuga á því að setjast niður með Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem og yfirmönnum hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur til þess að skerpa á slíkum reglum og bæta samstarf á milli þessa stofnanna, svo koma mætti í veg fyrir að sambærileg mál komi upp.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15