Maðurinn tilkynntur í fjórgang Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. janúar 2018 18:45 Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. Móðir drengs sem dvaldi á heimili sem maðurinn, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gegn börnum starfaði á, segist hafa tilkynnt hann til lögreglu í lok árs 2015. Hún segir son sinn hafa verið misnotaðan af manninum á skammtímaheimili á Laugarásveginum í kringum árið 2010. Þegar sonur hennar var orðinn nítján ára gamall og hafði glímt við mikla erfiðleika eftir brotin leitaði hún til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali greindi hún frá nafni mannsins, nafni sonar hennar og sagði manninn starfa fyrir barnavernd Reykjavíkur. Hún gat hins vegar ekki lagt fram kæru fyrir hönd sonarins þar sem hann var orðinn lögráða.Tilkynningar sendar árin 2002 og 2008 Þetta er tveimur árum eftir að annar einstaklingur kærði sama mann fyrir kynferðisbrot. Þau brot töldust fyrnd en móðir drengsins gerir athugasemdir við aðgerðarleysi þar sem nafn mannsins hafði áður ratað inn á borð lögreglunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var þetta í fjórða sinn sem yfirvöld voru látin vita af manninum en tilkynningar voru sendar til barnaverndaryfirvalda árin 2002 og 2008. Honum var loks vikið frá störfum í síðustu viku vegna kæru sem var lögð fram í ágúst í fyrra. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segist líta málið mjög alvarlegum augum og mun leggja til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. Málið verður rætt á fundi velferðarráðs á morgun. Á sólarhringsstofnunum er yfirleitt einungis einn starfsmaður á vakt í um fjórar til fimm klukkustundir á hverri nóttu og segir Regína að fyrirkomulagið sé eitt af því sem þurfi að skoða. Málið var tekið upp í umræðum um störf Alþingis í dag og kallaði þingkona Vinstri Grænna að bundið yrði þannig um hnútana að börn í umsjá borgarinnar yrðu aldrei í kringum kærða einstaklinga. „Ef það er eitthvað sem þarf að laga í lagabókstafnum og lítur að því að útvíkka enn frekar heimildir til að opna sakaskrár þegar fólk er ráðið til starfa með börnum, þarf að laga það. Ef það er eitthvað sem þarf að gera til þess að minnka álag á lögreglufólk með því að auka loks fjárlög til lögreglunnar, þá þarf að gera það," sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Alþingi í dag. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. Móðir drengs sem dvaldi á heimili sem maðurinn, sem sakaður hefur verið um kynferðisbrot gegn börnum starfaði á, segist hafa tilkynnt hann til lögreglu í lok árs 2015. Hún segir son sinn hafa verið misnotaðan af manninum á skammtímaheimili á Laugarásveginum í kringum árið 2010. Þegar sonur hennar var orðinn nítján ára gamall og hafði glímt við mikla erfiðleika eftir brotin leitaði hún til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í viðtali greindi hún frá nafni mannsins, nafni sonar hennar og sagði manninn starfa fyrir barnavernd Reykjavíkur. Hún gat hins vegar ekki lagt fram kæru fyrir hönd sonarins þar sem hann var orðinn lögráða.Tilkynningar sendar árin 2002 og 2008 Þetta er tveimur árum eftir að annar einstaklingur kærði sama mann fyrir kynferðisbrot. Þau brot töldust fyrnd en móðir drengsins gerir athugasemdir við aðgerðarleysi þar sem nafn mannsins hafði áður ratað inn á borð lögreglunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu var þetta í fjórða sinn sem yfirvöld voru látin vita af manninum en tilkynningar voru sendar til barnaverndaryfirvalda árin 2002 og 2008. Honum var loks vikið frá störfum í síðustu viku vegna kæru sem var lögð fram í ágúst í fyrra. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segist líta málið mjög alvarlegum augum og mun leggja til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. Málið verður rætt á fundi velferðarráðs á morgun. Á sólarhringsstofnunum er yfirleitt einungis einn starfsmaður á vakt í um fjórar til fimm klukkustundir á hverri nóttu og segir Regína að fyrirkomulagið sé eitt af því sem þurfi að skoða. Málið var tekið upp í umræðum um störf Alþingis í dag og kallaði þingkona Vinstri Grænna að bundið yrði þannig um hnútana að börn í umsjá borgarinnar yrðu aldrei í kringum kærða einstaklinga. „Ef það er eitthvað sem þarf að laga í lagabókstafnum og lítur að því að útvíkka enn frekar heimildir til að opna sakaskrár þegar fólk er ráðið til starfa með börnum, þarf að laga það. Ef það er eitthvað sem þarf að gera til þess að minnka álag á lögreglufólk með því að auka loks fjárlög til lögreglunnar, þá þarf að gera það," sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir á Alþingi í dag.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
Mistök sem varða börn og ofbeldi óafsakanleg Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, sagði að tryggja þyrfti að lögreglan væri ekki svo fjárþurfi að kærur í kynferðisbrotamálum söfnuðust saman í þykkum stöflum á skrifborðum hennar. 31. janúar 2018 16:41
Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30