Tíu árum síðar berast enn tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Tjónið í Suðurlandsskjálftanum í maí 2008 er metið á 15 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag. Skjálftinn var 6,3 að stærð. vísir/stefán Viðlagatryggingu Íslands berast enn einstaka tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans í maí 2008, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. „Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu. Jón Örvar leggur áherslu á að mikilvægt sé að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart náttúruhamförum og vekur jafnframt athygli á að allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar gegn náttúruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingafélagi. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70-80 prósent af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. Í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 sem var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag. Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Viðlagatryggingu Íslands berast enn einstaka tilkynningar um tjón vegna Suðurlandsskjálftans í maí 2008, einkum vegna skemmda sem af einhverjum ástæðum hafa ekki verið sýnilegar eigendum. „Dæmi um slík tjón eru skemmdir á fráveitulögnum undir gólfplötum fasteigna. Frestur til að tilkynna tjón sem ætla má að tjónþola hafi verið kunnugt um er hins vegar liðinn. Stofnunin tekur við tilkynningum og lætur meta tjón ef skilyrði um fresti og fyrningu eru uppfyllt. Í árslok 2018 fyrnast öll tjónamál vegna jarðskjálftans,“ segir Jón Örvar Bjarnason, byggingarverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu. Jón Örvar leggur áherslu á að mikilvægt sé að eigendur fasteigna og innbúa hugi vel að vátryggingarvernd gagnvart náttúruhamförum og vekur jafnframt athygli á að allar húseignir á Íslandi séu vátryggðar gegn náttúruhamförum, þar sem um lögboðna skyldutryggingu er að ræða. Til að innbú sé vátryggt þarf það hins vegar að vera brunatryggt hjá vátryggingafélagi. „Sérfræðingur í áhættumati hjá okkur telur að um 70-80 prósent af heimilum á Íslandi séu með brunatryggingu á innbúum og þar með vátryggð hjá stofnuninni gegn náttúruhamförum. Því má gera ráð fyrir því að nærri fimmta hvert heimili í landinu sé án bruna- og náttúruhamfaratrygginga og geti því ekki búist við að fá tjón sitt bætt vegna slíkra atburða,“ segir Jón Örvar. Í vor verða 10 ár liðin frá Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008 sem var af stærðinni 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Mikið tjón varð á fasteignum og lausafé á svæðinu og einnig varð töluvert tjón á veitukerfum Árborgar og Hveragerðisbæjar. Alls voru metin um 5.000 tjón. Heildartjón, að meðtöldum matskostnaði, nam um 10 milljörðum króna og samsvarar það rúmum 15 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag.
Eldgos og jarðhræringar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira