Peningarnir í Ofurskálinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 31. janúar 2018 07:00 Á sunnudaginn mætast Patriots og Eagles í leiknum um Ofurskálina. Leikurinn snýst um meira en úrslitin og hvort Tom Brady vinni sinn sjötta titil þar sem óvenju háar upphæðir er að finna nær hvert sem litið er.Umtalaðar auglýsingar Ríflega 100 milljónir áhorfenda fylgjast með leiknum og segjast 93% bandarískra áhorfenda ræða um auglýsingarnar við félaga sína eftir leikinn. Hvergi annars staðar er slík athygli í boði en verðmiðinn er eftir því. Talið er að greiða þurfi um hálfan milljarð króna fyrir hálfa mínútu meðan á leiknum stendur. Það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir áratug. En þá er ekki allt talið því helstu auglýsendur verja yfir 100 milljónum til viðbótar í að auglýsa auglýsingarnar sínar í aðdraganda leiksins og annað eins getur framleiðslan kostað. Áætlað er að bandarískir fjölmiðlar hali inn um 40 milljarða króna frá auglýsendum á sunnudaginn, tæplega fjórum sinnum meira en sem nemur öllum auglýsingum á Íslandi, í öllum miðlum á heilu ári.Tónlistin Pink syngur þjóðsönginn og Justin Timberlake heldur uppi stuðinu í hálfleik. Tónleikarnir kosta sitt, um milljarð króna, en flytjendurnir fá ekki krónu. Raunar hefur verið reynt (án árangurs) að láta tónlistarfólk greiða fyrir heiðurinn, enda er ekki ónýt auglýsing að fá óskerta athygli áhorfenda og það er væntanlega ekki tilviljun að Timberlake gefur út nýja plötu á föstudaginn. Reynsla Lady Gaga var ansi góð í fyrra en streymi tónlistar hennar þrefaldaðist og plötusala tífaldaðist í kjölfar tónleika hennar í hálfleik.Milljarður lítra bjórs Áhorfendur taka virkan þátt í að þenja fjármálahlið Ofurskálarinnar út. Verslunarráð Bandaríkjanna (NRF) áætlar að fullorðnir íbúar landsins verji 8.200 krónum að meðaltali til dagsins, sem er 8,5% aukning frá síðasta ári og 72% aukning frá 2010. Yfir milljarður lítra bjórs skolar niður vængjum af 650 milljónum kjúklinga og kaloríurnar eru fleiri en á jóladag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson NFL Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn mætast Patriots og Eagles í leiknum um Ofurskálina. Leikurinn snýst um meira en úrslitin og hvort Tom Brady vinni sinn sjötta titil þar sem óvenju háar upphæðir er að finna nær hvert sem litið er.Umtalaðar auglýsingar Ríflega 100 milljónir áhorfenda fylgjast með leiknum og segjast 93% bandarískra áhorfenda ræða um auglýsingarnar við félaga sína eftir leikinn. Hvergi annars staðar er slík athygli í boði en verðmiðinn er eftir því. Talið er að greiða þurfi um hálfan milljarð króna fyrir hálfa mínútu meðan á leiknum stendur. Það er tvöfalt hærri upphæð en fyrir áratug. En þá er ekki allt talið því helstu auglýsendur verja yfir 100 milljónum til viðbótar í að auglýsa auglýsingarnar sínar í aðdraganda leiksins og annað eins getur framleiðslan kostað. Áætlað er að bandarískir fjölmiðlar hali inn um 40 milljarða króna frá auglýsendum á sunnudaginn, tæplega fjórum sinnum meira en sem nemur öllum auglýsingum á Íslandi, í öllum miðlum á heilu ári.Tónlistin Pink syngur þjóðsönginn og Justin Timberlake heldur uppi stuðinu í hálfleik. Tónleikarnir kosta sitt, um milljarð króna, en flytjendurnir fá ekki krónu. Raunar hefur verið reynt (án árangurs) að láta tónlistarfólk greiða fyrir heiðurinn, enda er ekki ónýt auglýsing að fá óskerta athygli áhorfenda og það er væntanlega ekki tilviljun að Timberlake gefur út nýja plötu á föstudaginn. Reynsla Lady Gaga var ansi góð í fyrra en streymi tónlistar hennar þrefaldaðist og plötusala tífaldaðist í kjölfar tónleika hennar í hálfleik.Milljarður lítra bjórs Áhorfendur taka virkan þátt í að þenja fjármálahlið Ofurskálarinnar út. Verslunarráð Bandaríkjanna (NRF) áætlar að fullorðnir íbúar landsins verji 8.200 krónum að meðaltali til dagsins, sem er 8,5% aukning frá síðasta ári og 72% aukning frá 2010. Yfir milljarður lítra bjórs skolar niður vængjum af 650 milljónum kjúklinga og kaloríurnar eru fleiri en á jóladag. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun