Telur sig vita um tíu brotaþola starfsmanns Barnaverndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2018 19:45 Sævar Þór Jónsson er gagnrýninn á það hvernig lögreglan hefur farið með málið. Vísir Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í samtali við Vísi segir Sævar Þór að hann sé með þrjú mál tengd meintum brotum mannsins en að aðrir einstaklingar sem telja að maðurinn kunni að hafa brotið á þeim hafi hafi haft samband við sig í kjölfar fréttaflutnings af málinu.„Þetta eru aðilar sem hafa hringt í mig eða sent mér tölvupósta og upplýst mig um að þeir kannist við manninn og segja að þeir hafi orðið fyrir brotum af hans hendi,“ segir Sævar Þór. Þetta séu allt karlmenn sem nú séu um og yfir tvítugt og hafi kannast við málsatvik eftir fréttaflutning af málinu.Segir Sævar Þór að hann hafi lagt áherslu á það við mennina að þeir myndu kæra málin til lögreglunnar. Þá hefur hann þegar tilkynnt eitt tilvik til lögreglunnar.„Svo eru þetta aðilar sem aðallega vilja hjálpa til og leggja þá fram vitnisburð sinn ef til kæmi. Ég hef tilkynnt eitt tilvik til lögregla þar sem ég hafði frekar sterkan aðila sem gat fært frekari sönnur á málið og lögreglan fékk það í dag frá mér.“Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brotin sem starfsmaðurinn er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig.Þrátt fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur manninum í ágúst var hann ekki handtekinn fyrr en nú í janúar og hefur maðurinn því síðustu fimm mánuði áfram sótt starf sitt sem umsjónaraðili á vistheimili fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar.Hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en hún hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar,“ segir Sævar Þór um viðbrögð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. „Það er mjög gott að lögreglan viðurkenni mistök en menn eiga bara að taka ábyrgð, menn eiga að taka sig saman í andlitinu.“ Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður pilts sem kært hefur starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir áralöng kynferðisbrot, segist hafa upplýsingar sem bendi til þess að maðurinn kunni að hafa brotið gegn tíu einstaklingum.Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Í samtali við Vísi segir Sævar Þór að hann sé með þrjú mál tengd meintum brotum mannsins en að aðrir einstaklingar sem telja að maðurinn kunni að hafa brotið á þeim hafi hafi haft samband við sig í kjölfar fréttaflutnings af málinu.„Þetta eru aðilar sem hafa hringt í mig eða sent mér tölvupósta og upplýst mig um að þeir kannist við manninn og segja að þeir hafi orðið fyrir brotum af hans hendi,“ segir Sævar Þór. Þetta séu allt karlmenn sem nú séu um og yfir tvítugt og hafi kannast við málsatvik eftir fréttaflutning af málinu.Segir Sævar Þór að hann hafi lagt áherslu á það við mennina að þeir myndu kæra málin til lögreglunnar. Þá hefur hann þegar tilkynnt eitt tilvik til lögreglunnar.„Svo eru þetta aðilar sem aðallega vilja hjálpa til og leggja þá fram vitnisburð sinn ef til kæmi. Ég hef tilkynnt eitt tilvik til lögregla þar sem ég hafði frekar sterkan aðila sem gat fært frekari sönnur á málið og lögreglan fékk það í dag frá mér.“Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að brotin sem starfsmaðurinn er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig.Þrátt fyrir að kæra hafi verið lögð fram á hendur manninum í ágúst var hann ekki handtekinn fyrr en nú í janúar og hefur maðurinn því síðustu fimm mánuði áfram sótt starf sitt sem umsjónaraðili á vistheimili fyrir unglinga á vegum Reykjavíkurborgar.Hefur lögreglan verið harðlega gagnrýnd vegna málsins en hún hefur viðurkennt að mistök hafi átt sér stað.„Mér finnst þetta alveg til háborinnar skammar,“ segir Sævar Þór um viðbrögð lögreglu og barnaverndaryfirvalda. „Það er mjög gott að lögreglan viðurkenni mistök en menn eiga bara að taka ábyrgð, menn eiga að taka sig saman í andlitinu.“
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00 Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46 Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Brotin eiga að hafa verið framin í húsnæði á vegum Barnaverndar Brotin sem starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur er grunaður um eiga að hafa átt sér stað á stuðningsheimili á vegum borgarinnar þar sem önnur ungmenni dvöldu einnig. Framkvæmdastjóri barnaverndar segir málið grafalvarlegt. Þá viðurkennir lögreglan mistök í málinu. 30. janúar 2018 19:00
Sættir sig ekki við útskýringar lögreglu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segist ekki telja að mannekla geti útskýrt mistök við rannsókn máls manns sem grunaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti. 30. janúar 2018 13:46
Réttargæslumaður piltsins segir viðbrögð lögreglu fráleit Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að starfsmaður skammtímavistunar fyrir unglinga á vegum barnaverndar Reykjavíkur hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 19. janúar síðastliðinn grunaður um kynferðisbrot gegn ungum pilti og fleiri börnum. 30. janúar 2018 11:15