Trump reynir að ná til kjósenda Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2018 12:20 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld fjalla um bættan efnahag Bandaríkjanna og kalla eftir samvinnu á milli stjórnmálaflokka til að taka á málefnum innflytjenda. Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. Þar mun hann reyna að ná til kjósenda í Bandaríkjunum og segja jákvæðar efnahagshorfur vera sitt verk. AP fréttaveitan segir stöðu Trump vera merkilega veika miðað við styrk efnahags ríkisins. Meirihluta síðasta árs hefur um þriðjungur þjóðarinnar sagst vera ánægður með störf forsetans. Undir lok ársins sögðust einungis þrír af tíu, í könnun AP, að Bandaríkin væru á réttri leið. Sömuleiðis sögðu 67 prósent svarenda að undir forystu Trump hefði þjóðin klofnað meira en áður.Starfsmenn Hvíta hússins vonast til þess að Trump geti notað stefnuræðuna til að sannfæra kjósendur um skattabreytingar Repúblikanaflokksins hafi reynst jákvæðar og muni leiða til fjölgunar starfa og betri efnahags. Þannig geti hann snúið þeirri slæmu stöðu sem Repúblikanaflokkurinn virðist í fyrir þingkosningar í nóvember. Þá vekur forvitni hvort Trump muni skilgreina stöðu sína varðandi málefni innflytjenda. Hún hefur verið á flakki undanfarnar vikur og mánuði og hefur gert viðræður Repúblikana og Demókrata flóknari en ella. Þingmaðurinn Joe Kennedy, barnabarn Robert F. Kennedy, mun fylgja ræðu Trump eftir. Búist er við því að hann muni gagnrýna Trump harðlega og sömuleiðis skattabreytingar Repúblikanaflokksins sem veittu ríkum Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum verulega afslætti. Kennedy mun að öllum líkindum segja Demókrataflokkinn berjast fyrir miðstétt Bandaríkjanna og að Repúblikanar þjóni hinum ríku. Politcio benti nýverið á að þó Repúblikanar séu verulega ánægðir með skattabreytingar sínar, hafi þær ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Kannanir hafi sýnt að margir kjósendur telji skatta sína hafa hækkað og sömuleiðis að einungis þriðjungur kjósenda telji að breytingarnar muni bæta hag þeirra og ríkisins.Stuðningsmenn Repúblikanaflokksins, sem margir tengjast bræðrunum Charles og David Koch, hafa heitið því að verja tugum milljóna dala í auglýsingar á netinu og í sjónvarpi til að ýta undir vinsældir breytinganna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld fjalla um bættan efnahag Bandaríkjanna og kalla eftir samvinnu á milli stjórnmálaflokka til að taka á málefnum innflytjenda. Trump heldur i kvöld sína aðra stefnuræðu sem forseti fyrir báðum deildum þingsins. Þar mun hann reyna að ná til kjósenda í Bandaríkjunum og segja jákvæðar efnahagshorfur vera sitt verk. AP fréttaveitan segir stöðu Trump vera merkilega veika miðað við styrk efnahags ríkisins. Meirihluta síðasta árs hefur um þriðjungur þjóðarinnar sagst vera ánægður með störf forsetans. Undir lok ársins sögðust einungis þrír af tíu, í könnun AP, að Bandaríkin væru á réttri leið. Sömuleiðis sögðu 67 prósent svarenda að undir forystu Trump hefði þjóðin klofnað meira en áður.Starfsmenn Hvíta hússins vonast til þess að Trump geti notað stefnuræðuna til að sannfæra kjósendur um skattabreytingar Repúblikanaflokksins hafi reynst jákvæðar og muni leiða til fjölgunar starfa og betri efnahags. Þannig geti hann snúið þeirri slæmu stöðu sem Repúblikanaflokkurinn virðist í fyrir þingkosningar í nóvember. Þá vekur forvitni hvort Trump muni skilgreina stöðu sína varðandi málefni innflytjenda. Hún hefur verið á flakki undanfarnar vikur og mánuði og hefur gert viðræður Repúblikana og Demókrata flóknari en ella. Þingmaðurinn Joe Kennedy, barnabarn Robert F. Kennedy, mun fylgja ræðu Trump eftir. Búist er við því að hann muni gagnrýna Trump harðlega og sömuleiðis skattabreytingar Repúblikanaflokksins sem veittu ríkum Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum verulega afslætti. Kennedy mun að öllum líkindum segja Demókrataflokkinn berjast fyrir miðstétt Bandaríkjanna og að Repúblikanar þjóni hinum ríku. Politcio benti nýverið á að þó Repúblikanar séu verulega ánægðir með skattabreytingar sínar, hafi þær ekki fallið í kramið hjá kjósendum. Kannanir hafi sýnt að margir kjósendur telji skatta sína hafa hækkað og sömuleiðis að einungis þriðjungur kjósenda telji að breytingarnar muni bæta hag þeirra og ríkisins.Stuðningsmenn Repúblikanaflokksins, sem margir tengjast bræðrunum Charles og David Koch, hafa heitið því að verja tugum milljóna dala í auglýsingar á netinu og í sjónvarpi til að ýta undir vinsældir breytinganna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Sjá meira