Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2018 06:00 Rannsókn á málinu hófst í janúar þessa árs en kæra barst í ágúst á síðasta ári. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi. Vísir/GVA Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, segist hafa viljað vita fyrr af kæru gagnvart starfsmanni skammtímaheimilis fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og Stöð 2 greindi frá í gær. Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Maðurinn starfaði á heimilinu þar til fyrr í þessum mánuði. „Sama dag og við vorum upplýst um meint brot mannsins sem um ræðir er honum vikið frá störfum,“ segir Halldóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál í forgangi.Vísir/ErnirÞarf að skoða ofan í kjölinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. „Upplýsingar um vinnustað mannsins komu til skoðunar þegar rannsókn hófst í janúar. Maðurinn var þá strax yfirheyrður og óskað eftir gæsluvarðhaldi. En við þurfum að skoða hvernig þetta gerðist hjá okkur. Það er mikilvægt að geta brugðist við strax. Við þyrftum að geta byrjað strax að rannsaka öll mál þegar þau koma til okkar, en því miður er veruleikinn ekki svo.“ Maðurinn hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót. Halldóra segir að viðbragðsáætlun hafi verið hrundið af stað.Sjá einnig: „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ „Við ætlum að senda öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað bréf þar sem þeim er boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þá stendur út af hópur sem eru ennþá börn, og við munum hafa samband við þau líka í gegnum forráðamenn.“ Um er að ræða tæplega 400 skjólstæðinga sem maðurinn hefur haft.Kynferðisbrot í forgangi Á skammtímaheimilinu þar sem maðurinn hefur starfað búa ungmenni á aldrinum 13-18 ára til skamms tíma. Halldóra segir samstarf Barnaverndar við lögreglu öllu jafna gott. Hún muni ekki eftir að sambærilegt mál hafi komið upp. Sigríður Björk segist skilja að fólk sé slegið óhug vegna málsins, enda grunur uppi um mjög alvarleg brot. „Þarna er grunur um misbeitingu manns á aðstöðu sinni gagnvart mjög viðkvæmum skjólstæðingum.“ Hún segir að kynferðisbrot hafi að undanförnu verið sett í forgang innan embættisins. „Við höfum verið að leggja áherslu á kynferðisbrotin með ráðningu aðstoðarsaksóknara inn í deildina og fjölgun lögreglumanna sem annast rannsóknir kynferðisbrota. Í þessu tilviki var um að ræða tilkynningu um gömul brot og það fer á bið vegna mikils fjölda alvarlegra mála sem beið afgreiðslu. Það er ekki nógu gott og við viljum sannarlega gera betur.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur, segist hafa viljað vita fyrr af kæru gagnvart starfsmanni skammtímaheimilis fyrir ungmenni í vanda á vegum borgarinnar sem grunaður er um alvarleg kynferðisbrot og Stöð 2 greindi frá í gær. Kæra á hendur manninum var lögð fram í ágúst í fyrra, en meint brot eiga að hafa átt sér stað á árunum 2004 til 2010. Maðurinn starfaði á heimilinu þar til fyrr í þessum mánuði. „Sama dag og við vorum upplýst um meint brot mannsins sem um ræðir er honum vikið frá störfum,“ segir Halldóra.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir kynferðisbrotamál í forgangi.Vísir/ErnirÞarf að skoða ofan í kjölinn Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að dráttinn á málinu þurfi að skoða ofan í kjölinn. „Upplýsingar um vinnustað mannsins komu til skoðunar þegar rannsókn hófst í janúar. Maðurinn var þá strax yfirheyrður og óskað eftir gæsluvarðhaldi. En við þurfum að skoða hvernig þetta gerðist hjá okkur. Það er mikilvægt að geta brugðist við strax. Við þyrftum að geta byrjað strax að rannsaka öll mál þegar þau koma til okkar, en því miður er veruleikinn ekki svo.“ Maðurinn hefur starfað með ungmennum síðan fyrir aldamót. Halldóra segir að viðbragðsáætlun hafi verið hrundið af stað.Sjá einnig: „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ „Við ætlum að senda öllum fullorðnum sem hafa dvalið á vistheimilum þar sem maðurinn hefur starfað bréf þar sem þeim er boðið viðtal í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Þá stendur út af hópur sem eru ennþá börn, og við munum hafa samband við þau líka í gegnum forráðamenn.“ Um er að ræða tæplega 400 skjólstæðinga sem maðurinn hefur haft.Kynferðisbrot í forgangi Á skammtímaheimilinu þar sem maðurinn hefur starfað búa ungmenni á aldrinum 13-18 ára til skamms tíma. Halldóra segir samstarf Barnaverndar við lögreglu öllu jafna gott. Hún muni ekki eftir að sambærilegt mál hafi komið upp. Sigríður Björk segist skilja að fólk sé slegið óhug vegna málsins, enda grunur uppi um mjög alvarleg brot. „Þarna er grunur um misbeitingu manns á aðstöðu sinni gagnvart mjög viðkvæmum skjólstæðingum.“ Hún segir að kynferðisbrot hafi að undanförnu verið sett í forgang innan embættisins. „Við höfum verið að leggja áherslu á kynferðisbrotin með ráðningu aðstoðarsaksóknara inn í deildina og fjölgun lögreglumanna sem annast rannsóknir kynferðisbrota. Í þessu tilviki var um að ræða tilkynningu um gömul brot og það fer á bið vegna mikils fjölda alvarlegra mála sem beið afgreiðslu. Það er ekki nógu gott og við viljum sannarlega gera betur.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30