Kyrie Irving sannaði enn á ný mikilvægi sitt fyrir Boston liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 07:30 Kyrie Irving Vísir/Getty Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Golden State Warriors endaði tveggja leikja taprhrinu sína með sannfærandi sigri á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers rúllaði upp Oklahoma City Thunder liðinu.Kyrie Irving skoraði 12 af síðustu 17 stigum Boston í 110-104 sigri í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Irving endaði leikinn því með 28 stig en hann var líka með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston þar af fimm þeirra í framlengingunni sem Boston vann 12-6. Kyrie kom leiknum í framlengingu þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann setti niður öll þrjú vítin sín. Þá voru aðeins 9,8 sekúndur eftir af venjulegum leiktíma. Wizards-liðið hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum í framlengingunni og tapaði sínum öðrum leik í röð. Otto Porter var með 27 stig og 11 fráköst fyrir Washington og Bradley Beal bætti við 18 stigum og 9 stoðsendingum. Boston tapaði fyrsta leiknum eftir að Kyrie Irving kom til baka eftir meiðsli en hann ætlaði ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. „Hver leikur er lærdómsríkur og þetta var leikur sem okkur fannst við verða að vinna,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í allan breytingarnar hjá Clevaland var svarið hans stutt: „Ég er í Boston“ Boston hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og er einn einum leik á undan Toronto Raptors í baráttunni um efsta sætið í austrinu. Toronto vann Boston í leiknum á undan og fylgdi því síðan eftir með sigri á New York Knicks í nótt.Jonas Valanciunas var með 18 stig og 10 fráköst í 113-88 sigri Toronto Raptors á New York Knicks en þetta var fyrsti leikur Knicks liðsins eftir það missti Kristaps Porzingis í krossbandsslit. Michael Beasley skoraði mest fyrir New York eða 21 stig.Stephen Curry og Kevin Durant voru í aðalhlutverki þegar Golden State Warriors endaði tveggja leikja taphrinu sína með 18 stiga sigri á Dallas Mavericks, 121-103. Curry var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst en Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot. Draymond Green var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson hélt upp á 28 ára afmælið sitt með því að skora 18 stig. Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 22 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta.Los Angeles Lakers vann 25 stiga sigur á Oklahoma City Thunder og Lakers-liðið hefur nú unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum. Brandon Ingram skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar, Julius Randle var með 17 stig og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig. Paul George skoraði 29 stig fyrir OKC. Russell Westbrook og Carmelo Anthony misstu báðir af leiknum vegna ökklameiðsla og Thunder-liðið mátti greinilega ekki við því. Lakers-liðið hafði sent tvo leikmenn til Cleveland, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr en var ekki búið að fá þá Isaiah Thomas og Channing Frye í staðinn.Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Golden State Warriors - Dallas Mavericks 121-103 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 106-81 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 109-103 (97-97) Washington Wizards - Boston Celtics 104-110 (98-98) Toronto Raptors - New York Knicks 113-88 Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-98 NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Golden State Warriors endaði tveggja leikja taprhrinu sína með sannfærandi sigri á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers rúllaði upp Oklahoma City Thunder liðinu.Kyrie Irving skoraði 12 af síðustu 17 stigum Boston í 110-104 sigri í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Irving endaði leikinn því með 28 stig en hann var líka með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston þar af fimm þeirra í framlengingunni sem Boston vann 12-6. Kyrie kom leiknum í framlengingu þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann setti niður öll þrjú vítin sín. Þá voru aðeins 9,8 sekúndur eftir af venjulegum leiktíma. Wizards-liðið hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum í framlengingunni og tapaði sínum öðrum leik í röð. Otto Porter var með 27 stig og 11 fráköst fyrir Washington og Bradley Beal bætti við 18 stigum og 9 stoðsendingum. Boston tapaði fyrsta leiknum eftir að Kyrie Irving kom til baka eftir meiðsli en hann ætlaði ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. „Hver leikur er lærdómsríkur og þetta var leikur sem okkur fannst við verða að vinna,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í allan breytingarnar hjá Clevaland var svarið hans stutt: „Ég er í Boston“ Boston hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og er einn einum leik á undan Toronto Raptors í baráttunni um efsta sætið í austrinu. Toronto vann Boston í leiknum á undan og fylgdi því síðan eftir með sigri á New York Knicks í nótt.Jonas Valanciunas var með 18 stig og 10 fráköst í 113-88 sigri Toronto Raptors á New York Knicks en þetta var fyrsti leikur Knicks liðsins eftir það missti Kristaps Porzingis í krossbandsslit. Michael Beasley skoraði mest fyrir New York eða 21 stig.Stephen Curry og Kevin Durant voru í aðalhlutverki þegar Golden State Warriors endaði tveggja leikja taphrinu sína með 18 stiga sigri á Dallas Mavericks, 121-103. Curry var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst en Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot. Draymond Green var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson hélt upp á 28 ára afmælið sitt með því að skora 18 stig. Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 22 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta.Los Angeles Lakers vann 25 stiga sigur á Oklahoma City Thunder og Lakers-liðið hefur nú unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum. Brandon Ingram skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar, Julius Randle var með 17 stig og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig. Paul George skoraði 29 stig fyrir OKC. Russell Westbrook og Carmelo Anthony misstu báðir af leiknum vegna ökklameiðsla og Thunder-liðið mátti greinilega ekki við því. Lakers-liðið hafði sent tvo leikmenn til Cleveland, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr en var ekki búið að fá þá Isaiah Thomas og Channing Frye í staðinn.Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Golden State Warriors - Dallas Mavericks 121-103 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 106-81 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 109-103 (97-97) Washington Wizards - Boston Celtics 104-110 (98-98) Toronto Raptors - New York Knicks 113-88 Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-98
NBA Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira