Kyrie Irving sannaði enn á ný mikilvægi sitt fyrir Boston liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2018 07:30 Kyrie Irving Vísir/Getty Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Golden State Warriors endaði tveggja leikja taprhrinu sína með sannfærandi sigri á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers rúllaði upp Oklahoma City Thunder liðinu.Kyrie Irving skoraði 12 af síðustu 17 stigum Boston í 110-104 sigri í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Irving endaði leikinn því með 28 stig en hann var líka með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston þar af fimm þeirra í framlengingunni sem Boston vann 12-6. Kyrie kom leiknum í framlengingu þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann setti niður öll þrjú vítin sín. Þá voru aðeins 9,8 sekúndur eftir af venjulegum leiktíma. Wizards-liðið hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum í framlengingunni og tapaði sínum öðrum leik í röð. Otto Porter var með 27 stig og 11 fráköst fyrir Washington og Bradley Beal bætti við 18 stigum og 9 stoðsendingum. Boston tapaði fyrsta leiknum eftir að Kyrie Irving kom til baka eftir meiðsli en hann ætlaði ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. „Hver leikur er lærdómsríkur og þetta var leikur sem okkur fannst við verða að vinna,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í allan breytingarnar hjá Clevaland var svarið hans stutt: „Ég er í Boston“ Boston hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og er einn einum leik á undan Toronto Raptors í baráttunni um efsta sætið í austrinu. Toronto vann Boston í leiknum á undan og fylgdi því síðan eftir með sigri á New York Knicks í nótt.Jonas Valanciunas var með 18 stig og 10 fráköst í 113-88 sigri Toronto Raptors á New York Knicks en þetta var fyrsti leikur Knicks liðsins eftir það missti Kristaps Porzingis í krossbandsslit. Michael Beasley skoraði mest fyrir New York eða 21 stig.Stephen Curry og Kevin Durant voru í aðalhlutverki þegar Golden State Warriors endaði tveggja leikja taphrinu sína með 18 stiga sigri á Dallas Mavericks, 121-103. Curry var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst en Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot. Draymond Green var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson hélt upp á 28 ára afmælið sitt með því að skora 18 stig. Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 22 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta.Los Angeles Lakers vann 25 stiga sigur á Oklahoma City Thunder og Lakers-liðið hefur nú unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum. Brandon Ingram skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar, Julius Randle var með 17 stig og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig. Paul George skoraði 29 stig fyrir OKC. Russell Westbrook og Carmelo Anthony misstu báðir af leiknum vegna ökklameiðsla og Thunder-liðið mátti greinilega ekki við því. Lakers-liðið hafði sent tvo leikmenn til Cleveland, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr en var ekki búið að fá þá Isaiah Thomas og Channing Frye í staðinn.Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Golden State Warriors - Dallas Mavericks 121-103 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 106-81 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 109-103 (97-97) Washington Wizards - Boston Celtics 104-110 (98-98) Toronto Raptors - New York Knicks 113-88 Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-98 NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Kyrie Irving var aðalmaðurinn á bak við sigur Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Honum var skipt frá Cleveland að eigin ósk síðasta sumar en fyrr um daginn hafði hans gamla félag stokkað upp kapalinn frá því í sumar. Golden State Warriors endaði tveggja leikja taprhrinu sína með sannfærandi sigri á Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers rúllaði upp Oklahoma City Thunder liðinu.Kyrie Irving skoraði 12 af síðustu 17 stigum Boston í 110-104 sigri í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Irving endaði leikinn því með 28 stig en hann var líka með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston þar af fimm þeirra í framlengingunni sem Boston vann 12-6. Kyrie kom leiknum í framlengingu þegar brotið var á honum í þriggja stiga skoti og hann setti niður öll þrjú vítin sín. Þá voru aðeins 9,8 sekúndur eftir af venjulegum leiktíma. Wizards-liðið hitti aðeins úr 2 af 12 skotum sínum í framlengingunni og tapaði sínum öðrum leik í röð. Otto Porter var með 27 stig og 11 fráköst fyrir Washington og Bradley Beal bætti við 18 stigum og 9 stoðsendingum. Boston tapaði fyrsta leiknum eftir að Kyrie Irving kom til baka eftir meiðsli en hann ætlaði ekki að láta slíkt koma fyrir aftur. „Hver leikur er lærdómsríkur og þetta var leikur sem okkur fannst við verða að vinna,“ sagði Kyrie Irving eftir leikinn. Þegar hann var spurður út í allan breytingarnar hjá Clevaland var svarið hans stutt: „Ég er í Boston“ Boston hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og er einn einum leik á undan Toronto Raptors í baráttunni um efsta sætið í austrinu. Toronto vann Boston í leiknum á undan og fylgdi því síðan eftir með sigri á New York Knicks í nótt.Jonas Valanciunas var með 18 stig og 10 fráköst í 113-88 sigri Toronto Raptors á New York Knicks en þetta var fyrsti leikur Knicks liðsins eftir það missti Kristaps Porzingis í krossbandsslit. Michael Beasley skoraði mest fyrir New York eða 21 stig.Stephen Curry og Kevin Durant voru í aðalhlutverki þegar Golden State Warriors endaði tveggja leikja taphrinu sína með 18 stiga sigri á Dallas Mavericks, 121-103. Curry var með 20 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst en Durant skoraði 24 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og varði 2 skot. Draymond Green var með 12 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar og Klay Thompson hélt upp á 28 ára afmælið sitt með því að skora 18 stig. Nýliðinn Dennis Smith Jr. skoraði 22 stig fyrir Dallas en Dirk Nowitzki var með 16 stig, 11 fráköst og 5 stolna bolta.Los Angeles Lakers vann 25 stiga sigur á Oklahoma City Thunder og Lakers-liðið hefur nú unnið 12 af síðustu 16 leikjum sínum. Brandon Ingram skoraði 19 stig og gaf 6 stoðsendingar, Julius Randle var með 17 stig og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 20 stig. Paul George skoraði 29 stig fyrir OKC. Russell Westbrook og Carmelo Anthony misstu báðir af leiknum vegna ökklameiðsla og Thunder-liðið mátti greinilega ekki við því. Lakers-liðið hafði sent tvo leikmenn til Cleveland, Jordan Clarkson og Larry Nance Jr en var ekki búið að fá þá Isaiah Thomas og Channing Frye í staðinn.Úrslitin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt: Golden State Warriors - Dallas Mavericks 121-103 Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 106-81 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 109-103 (97-97) Washington Wizards - Boston Celtics 104-110 (98-98) Toronto Raptors - New York Knicks 113-88 Orlando Magic - Atlanta Hawks 100-98
NBA Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira