Sátt um uppbyggingu stúdentagarða Ragna Sigurðardóttir skrifar 7. febrúar 2018 10:26 Síðastliðna mánuði hefur verið starfandi starfshópur á vegum Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta um uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Hópurinn tók til starfa í nóvember síðastliðnum í kjölfar umræðu um fyrirhugaða uppbyggingu stúdentaíbúða á reit Háskóla Íslands við Gamla Garð, sem er elsti stúdentagarður háskólasvæðisins. Gamli Garður var tekinn í notkun árið 1934. Garðurinn þjónustaði þá um 30% nemenda við Háskólann, en nemendur voru þá um 160 talsins. Tímarnir breytast og þarfir nemenda og samfélagsins líka - en í dag eru stúdentar við Háskóla Íslands tæplega 13.000. Kröfurnar sem við sem samfélag gerum til húsnæðis hefur á sama tíma breyst, hjólastólaaðgengi er orðin sjálfsögð krafa í uppbyggingu húsnæðis á vegum Félagsstofnunar stúdenta og Háskólans og jafnrétti til náms er orðið áþreifanlegra en áður. Nú, rúmum 80 árum síðar, hefur hins vegar um 9% stúdenta við Háskóla Íslands aðgengi að stúdentahúsnæði. Með auknum kröfum til húsnæðis og mikilli eftirspurn eftir húsnæði, sem fyrir marga er forsenda þess að stunda nám, er orðið ljóst að komið er að endurnýjun lífdaga sögufrægra bygginga eins og Gamla Garðs. Hjólastólaaðgengi þarf að laga á svæðinu, bæta þarf úr aðstöðu þeirra sem þar búa nú þegar og fjölga þarf kostnaðarminni úrræðum í húsnæði fyrir stúdenta. Búsetuformið á Gamla Garði felur í sér ódýrari leigu á eftirsóttu svæði sem lágmarkar þörf á óumhverfisvænum samgöngum. Einstaklingsherbergi fyrir stúdenta tryggir þar að auki góða nýtingu á lóðum Háskólans sem eru til þess ætlaðar að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir námsmenn. Það er því ánægjuefni að starfshópur Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta, sem hafði það mikilvæga verkefni að tryggja sátt milli aðila um áformaða uppbyggingu við Gamla Garð, hafi skilað af sér niðurstöðu. Niðurstaðan var samkomulag, undirritað í gær af Félagsstofnun stúdenta og Háskóla Íslands, sem felur í sér uppbyggingu í sátt á reit Háskólans við Gamla Garð. Samkomulagið felur þar að auki í sér að vinna verði hafin strax við það að uppfylla annað samkomulag, dagsett 2. mars 2016, milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um uppbyggingu allt að 400 stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Fagnaðarefni er að sú vinna sé komin á skrið og gert er ráð fyrir að niðurstaða úr henni liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Í samkomulaginu segir jafnframt að hafin verði vinna við kortlagningu á enn fleiri uppbyggingarreitum fyrir stúdentaíbúðir umfram þær 400 sem eru áformaðar. Með störfum þessa starfshóps og undirritun samkomulags um uppbyggingu stúdentaíbúða er því stigið mikilvægt skref í átt að fjölgun stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Húsnæði er grunnforsenda þess að margir geti stundað nám við Háskóla Íslands og því er mikilvægt að þeirri vinnu sem hafin er verði hraðað eins og kostur er, og sátt ríki um uppbygginguna. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í starfshópi um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Síðastliðna mánuði hefur verið starfandi starfshópur á vegum Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta um uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Hópurinn tók til starfa í nóvember síðastliðnum í kjölfar umræðu um fyrirhugaða uppbyggingu stúdentaíbúða á reit Háskóla Íslands við Gamla Garð, sem er elsti stúdentagarður háskólasvæðisins. Gamli Garður var tekinn í notkun árið 1934. Garðurinn þjónustaði þá um 30% nemenda við Háskólann, en nemendur voru þá um 160 talsins. Tímarnir breytast og þarfir nemenda og samfélagsins líka - en í dag eru stúdentar við Háskóla Íslands tæplega 13.000. Kröfurnar sem við sem samfélag gerum til húsnæðis hefur á sama tíma breyst, hjólastólaaðgengi er orðin sjálfsögð krafa í uppbyggingu húsnæðis á vegum Félagsstofnunar stúdenta og Háskólans og jafnrétti til náms er orðið áþreifanlegra en áður. Nú, rúmum 80 árum síðar, hefur hins vegar um 9% stúdenta við Háskóla Íslands aðgengi að stúdentahúsnæði. Með auknum kröfum til húsnæðis og mikilli eftirspurn eftir húsnæði, sem fyrir marga er forsenda þess að stunda nám, er orðið ljóst að komið er að endurnýjun lífdaga sögufrægra bygginga eins og Gamla Garðs. Hjólastólaaðgengi þarf að laga á svæðinu, bæta þarf úr aðstöðu þeirra sem þar búa nú þegar og fjölga þarf kostnaðarminni úrræðum í húsnæði fyrir stúdenta. Búsetuformið á Gamla Garði felur í sér ódýrari leigu á eftirsóttu svæði sem lágmarkar þörf á óumhverfisvænum samgöngum. Einstaklingsherbergi fyrir stúdenta tryggir þar að auki góða nýtingu á lóðum Háskólans sem eru til þess ætlaðar að mæta brýnni þörf á húsnæði fyrir námsmenn. Það er því ánægjuefni að starfshópur Háskóla Íslands, Félagsstofnunar stúdenta, Reykjavíkurborgar og stúdenta, sem hafði það mikilvæga verkefni að tryggja sátt milli aðila um áformaða uppbyggingu við Gamla Garð, hafi skilað af sér niðurstöðu. Niðurstaðan var samkomulag, undirritað í gær af Félagsstofnun stúdenta og Háskóla Íslands, sem felur í sér uppbyggingu í sátt á reit Háskólans við Gamla Garð. Samkomulagið felur þar að auki í sér að vinna verði hafin strax við það að uppfylla annað samkomulag, dagsett 2. mars 2016, milli Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um uppbyggingu allt að 400 stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Fagnaðarefni er að sú vinna sé komin á skrið og gert er ráð fyrir að niðurstaða úr henni liggi fyrir eigi síðar en 1. maí 2018. Í samkomulaginu segir jafnframt að hafin verði vinna við kortlagningu á enn fleiri uppbyggingarreitum fyrir stúdentaíbúðir umfram þær 400 sem eru áformaðar. Með störfum þessa starfshóps og undirritun samkomulags um uppbyggingu stúdentaíbúða er því stigið mikilvægt skref í átt að fjölgun stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Húsnæði er grunnforsenda þess að margir geti stundað nám við Háskóla Íslands og því er mikilvægt að þeirri vinnu sem hafin er verði hraðað eins og kostur er, og sátt ríki um uppbygginguna. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands og fulltrúi stúdenta í starfshópi um uppbyggingu stúdentaíbúða við Gamla Garð
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar