Gríska fríkið hoppaði yfir andstæðing í einni troðslunni sinni í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 11:00 Giannis Antetokounmpo. Vísir/Getty Giannis Antetokounmpo átti rosalega troðslu í NBA-deildinni í nótt þegar lið hans Milwaukee Bucks sótti sigur í Madison Square Garden í New York. Giannis Antetokounmpo eða „Gríska fríkið“ eins og hann er kallaður sýndi magnaðan stökkkraft sinn í nótt þegar hann hreinlega hoppaði yfir einn leikmann New York áður en hann tróð boltanum í körfuna. Troðslan kom í hraðaupphlaupi þar sem Giannis Antetokounmpo fékk háa sendingu frá liðsfélaga sínum Khris Middleton og hoppaði yfir Tim Hardaway Jr. áður en hann tróð. Tim Hardaway Jr. er enginn strumpur því hann er 198 sentímetrar á hæð og það var því magnað að sjá hinn 211 sentímetra Giannis Antetokounmpo hoppa yfir hann. „Ég tók ekki eftir Tim Hardaway undir mér. Ég reyndi bara að ná boltanum,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leikinn. „Þetta var annars slæm sending frá Khris Middleton,“ grínaðist Giannis með þegar blaðamennirnir hópuðust í kringum hann eftir leikinn. Troðsluna hans Antetokounmpo má sjá hér fyrir neðan. Menn voru fljótir að rifja upp heimsfræga troðslu Vince Carter á Ólympíuleikunum í Syndey 2000 en hann hoppaði þá yfir 218 sentímetra Frakka. Þá nefndi fólk einnig troðslu LeBron James yfir bakvörðinn John Lucas III á tímabilinu 2011-12.Bruh. (via @NBA) pic.twitter.com/PDjQYA7r2F — Bleacher Report (@BleacherReport) February 7, 2018 Yes, #Giannis DID JUMP OVER HIM!! pic.twitter.com/RGa6LsPUg3 — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018 After beating the Knicks, @Giannis_An34 greeted Greek fans outside of the The Garden!! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/WZk5PkEizO — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018 NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Giannis Antetokounmpo átti rosalega troðslu í NBA-deildinni í nótt þegar lið hans Milwaukee Bucks sótti sigur í Madison Square Garden í New York. Giannis Antetokounmpo eða „Gríska fríkið“ eins og hann er kallaður sýndi magnaðan stökkkraft sinn í nótt þegar hann hreinlega hoppaði yfir einn leikmann New York áður en hann tróð boltanum í körfuna. Troðslan kom í hraðaupphlaupi þar sem Giannis Antetokounmpo fékk háa sendingu frá liðsfélaga sínum Khris Middleton og hoppaði yfir Tim Hardaway Jr. áður en hann tróð. Tim Hardaway Jr. er enginn strumpur því hann er 198 sentímetrar á hæð og það var því magnað að sjá hinn 211 sentímetra Giannis Antetokounmpo hoppa yfir hann. „Ég tók ekki eftir Tim Hardaway undir mér. Ég reyndi bara að ná boltanum,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leikinn. „Þetta var annars slæm sending frá Khris Middleton,“ grínaðist Giannis með þegar blaðamennirnir hópuðust í kringum hann eftir leikinn. Troðsluna hans Antetokounmpo má sjá hér fyrir neðan. Menn voru fljótir að rifja upp heimsfræga troðslu Vince Carter á Ólympíuleikunum í Syndey 2000 en hann hoppaði þá yfir 218 sentímetra Frakka. Þá nefndi fólk einnig troðslu LeBron James yfir bakvörðinn John Lucas III á tímabilinu 2011-12.Bruh. (via @NBA) pic.twitter.com/PDjQYA7r2F — Bleacher Report (@BleacherReport) February 7, 2018 Yes, #Giannis DID JUMP OVER HIM!! pic.twitter.com/RGa6LsPUg3 — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018 After beating the Knicks, @Giannis_An34 greeted Greek fans outside of the The Garden!! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/WZk5PkEizO — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018
NBA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Leik lokið: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira