Dirk Nowitzki náði þessu í leik Dallas Mavericks á móti Los Angeles Clippers í nótt en Dallas tapaði lokamínútununm 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum.
Nowitzki var með 12 stig á 25 mínútum í leiknum en hann hefur spilað allan sinn NBA-feril með Dallas Mavericks.
Nowitzki vantaði fyrir leikinn sjö mínútur til að komast í hópinn með fimm öðrum 50 þúsund mínútu mönnum en þeir eru Kareem Abdul-Jabbar, Karl Malone, Kevin Garnett, Jason Kidd og Elvin Hayes. Nowitzki er þegar kominn upp fyrir Elvin Hayes.
minutes for That Dude.
Congrats Dirty! #MFFLpic.twitter.com/nm2tqyB4Jb
— Dallas Mavericks (@dallasmavs) February 6, 2018
Nowitzki er einnig sjötti stigahæsti leikmaður sögunnar með 30.901 stig en hann hefur aðeins misst af 29 leikjum á síðustu ellefu tímabilum og hefur spilað 37,5 mínútur að meðaltali í leik á þessum tíma.
LeBron James óskaði Nowitzki til hamingju með áfangann inn á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan.
50K mins played though @swish41?!?!? Sheesh bro that’s insane. Congrats man! That’s what you call punching in your clock daily!
— LeBron James (@KingJames) February 6, 2018
Nowitzki gefur ekkert eftir í boltanum en hann er á góðri leið með að komast í hóp með þeim John Stockton og Michael Jordan sem eru þeir einu sem hafa náð að spila alla 82 leiki tímabilsins eftir að þeir urðu 39 ára.