Fjölgun meiri í sveitarfélögum sem eru í nágrenni Reykjavíkur Sveinn Arnarsson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Fasteignaverð er hátt á mörgum svæðum í Reykjavík. Íbúar virðast því fremur kjósa sér aðra búsetu en í borginni. Fréttablaðið/Valli Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er minnst í Reykjavík ef frá er talinn Kjósarhreppur. Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar stækka nú hraðar en Reykjavík. Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls bjuggu 348.580 einstaklingar hér á landi í árslok samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina í ár má að mestu skýra með innfluttu vinnuafli en erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt hér á landi í takt við efnahagslegan vöxt og skort á vinnuafli. Af þessum rúmlega 348 þúsund íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu síðustu fimm ár nemur tæplega fjórtán þúsundum.Fjölgunin í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnarness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar en önnur sveitarfélög felast í skorti á lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það hefur ekki verið hægt fyrir Reykvíking að fá lóð til að byggja sitt hús síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum fasteignabrask eftirhrunsáranna og þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist mest í Reykjavík. Til að mynda hefur fækkun orðið í miðbænum vegna þessa,“ segir Halldór. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu búsetu- og atvinnusvæði og nær atvinnusvæðið langt út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig hefur Reykjavík minna vægi nú en áður þegar kemur að byggðaþróun á svæðinu. Reykjavík á til að mynda aðeins tæplega fimm þúsund manns af þeirri fjölgun sem orðið hefur síðustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í öðrum sveitarfélögum er tæplega níu þúsund manns samanlagt. Ef horft er á svæðið sem eina borg sést þekkt stef í byggðaþróun á þá vegu að fjölgunin verður í jaðri borgarinnar en minni í kjarna hennar. Þetta stef er þekkt í hinum vestræna heimi þar sem borgir hafa vaxið og jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, telur framsýni bæjarstjórnar Kópavogs eftir hrun endurspeglast í fjölgun íbúa. „Við töldum eftir hrun að það yrði skortur á íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var farið í það að ræða við verktaka. Með mikilli vinnu erum við að uppskera nú og má segja að kreppan hafi verið stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann. Það vekur sérstaka eftirtekt að fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 6,65 prósent, er minni en fjölgunin á landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldistímanum er ekki hægt að sjá í gögnum að það hafi gerst áður yfir fimm ára meðaltal. Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Seltjarnarnes Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er minnst í Reykjavík ef frá er talinn Kjósarhreppur. Nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar stækka nú hraðar en Reykjavík. Tæp 64 prósent íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu. Alls bjuggu 348.580 einstaklingar hér á landi í árslok samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og fjölgaði íbúum um þrjú prósent eða nærri 10 þúsund manns. Fjölgunina í ár má að mestu skýra með innfluttu vinnuafli en erlendum ríkisborgurum fjölgar jafnt og þétt hér á landi í takt við efnahagslegan vöxt og skort á vinnuafli. Af þessum rúmlega 348 þúsund íbúum bjuggu 222.590 á höfuðborgarsvæðinu. Fjölgun íbúa á svæðinu síðustu fimm ár nemur tæplega fjórtán þúsundum.Fjölgunin í Reykjavík síðustu fimm ár hefur verið rúmlega fjögur prósent en meðalfjölgun á höfuðborgarsvæðinu er 6,5 prósent. Mest hefur fjölgunin verið í Mosfellsbæ, Kópavogi og í Garðabæ þar sem fjölgun íbúa er yfir tíu prósent síðan fyrir fimm árum. Íbúum Seltjarnarness, sveitarfélags sem er í nokkuð óákjósanlegri stöðu sökum skorts á landrými, fjölgar hlutfallslega meira en í Reykjavík. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir ástæður þess að Reykjavík vaxi hægar en önnur sveitarfélög felast í skorti á lóðum og útleigu Airbnb-íbúða. „Það hefur ekki verið hægt fyrir Reykvíking að fá lóð til að byggja sitt hús síðustu ár í Reykjavík nema í gegnum fasteignabrask eftirhrunsáranna og þá á þéttingarsvæðum. Einnig hefur útleiga íbúða í ferðaþjónustu aukist mest í Reykjavík. Til að mynda hefur fækkun orðið í miðbænum vegna þessa,“ segir Halldór. Höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu búsetu- og atvinnusvæði og nær atvinnusvæðið langt út fyrir höfuðborgarsvæðið. Þannig hefur Reykjavík minna vægi nú en áður þegar kemur að byggðaþróun á svæðinu. Reykjavík á til að mynda aðeins tæplega fimm þúsund manns af þeirri fjölgun sem orðið hefur síðustu fimm árin á svæðinu. Fjölgunin í öðrum sveitarfélögum er tæplega níu þúsund manns samanlagt. Ef horft er á svæðið sem eina borg sést þekkt stef í byggðaþróun á þá vegu að fjölgunin verður í jaðri borgarinnar en minni í kjarna hennar. Þetta stef er þekkt í hinum vestræna heimi þar sem borgir hafa vaxið og jaðarinn eða úthverfin fylgt á eftir. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, telur framsýni bæjarstjórnar Kópavogs eftir hrun endurspeglast í fjölgun íbúa. „Við töldum eftir hrun að það yrði skortur á íbúðum og áttum lóðir á lager. Því var farið í það að ræða við verktaka. Með mikilli vinnu erum við að uppskera nú og má segja að kreppan hafi verið stöðvuð í Kópavogi,“ segir Ármann. Það vekur sérstaka eftirtekt að fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu, 6,65 prósent, er minni en fjölgunin á landsbyggðinni, 7,05 prósent. Þannig vex landsbyggðin hlutfallslega hraðar en höfuðborgarsvæðið. Á lýðveldistímanum er ekki hægt að sjá í gögnum að það hafi gerst áður yfir fimm ára meðaltal.
Birtist í Fréttablaðinu Kjósarhreppur Seltjarnarnes Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira