Viðskipti innlent

Lítið að gera í hraðhleðslunni

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
ON hóf gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum 1. febrúar.
ON hóf gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum sínum 1. febrúar. Fréttablaðið/Vilhelm
„Heimsóknum hefur fækkað mjög, sem er í takt við það sem við áttum von á,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON), um fyrstu daga gjaldtöku á hraðhleðslustöðvum fyrirtækisins. Hann segir framkvæmdina þó hafa gengið vel.

„Það voru engir strandaglópar því að þeir voru ekki tilbúnir, en við vorum með aðgerðir til að bjarga fólki ef það lenti í vandræðum,“ segir Bjarni en rafbílaeigendur hafa getað sótt um hraðhleðslulykla sem síðan þarf að virkja og tengja við greiðslukort. Um helmingur þeirra sem fengið hafa lykla senda hafa virkjað þá.

Gjaldtaka hófst þann 1. febrúar en á reynslutímabili sölukerfisins verður tilboðsverð á rafhleðslu 17,1 króna á mínútu auk 20 króna fyrir hverja kílóvattstund.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×