Ætlar að senda bílinn sinn í sporbraut um sólina Sigurður Kristjánsson skrifar 5. febrúar 2018 18:45 Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi eldflaug flýgur og hefur fyrirtækið tilkynnt að margt gæti farið úrskeiðis, enda sé þetta tilraun. Enginn verðmætur farangur (eins og rándýrt gervitungl) verður um borð, því skiljanlega vill enginn taka séns á glænýrri eldflaug sem aldrei hefur flogið. Í staðinn er oft notast við eitthvað ódýrt eins steypu- eða stálkubb til að líkja eftir þyngd, á ensku „mass simulator.“Eldflauginni Falcon Heavy verður skotið á loft á morgun klukkan 18:30 að íslenskum tíma.Forstjóri fyrirtækisins Elon Musk tilkynnti í desember að farangur eldflaugarinnar verði ekkert annað en 2008 Tesla Roadster bíllinn hans, aðallega því það væri „meira spennandi“. Musk er einnig forstjóri hjá Tesla, en fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða eingöngu rafbíla. Musk sagði í yfirlýsingu: „Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring… The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit.“Þetta gefur til kynna að bíllinn fari í sportbraut um plánetuna Mars, en í raun er verið að tala um sporbraut um sólina eins og þá sem sjá má hér til hliðar. Bíllinn mun spila lagið Space Oddity eftir David Bowie, og í ökusætinu verður ómannaður geimbúningur kallaður Starman, sem er vísun í annað lag eftir Bowie. Myndavélar verða staðsettar fyrir framan og vinstra megin við bílinn til að taka myndir af bílnum með Jörðina í baki.Nafn allra starfsmanna SpaceX eru áletruð í X-inu undir bílnum.Eftirfarandi myndband sýnir hvernig geimskotið mun ganga ef allt heppnast.SpaceX eru þeir einu í bransanum sem reyna að lenda eldflaugum eftir hvert geimskot, tilgangur þess er að geta endurnotað hana og spara gríðalegan pening í leiðinni. Falcon Heavy er samsett úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem er sú sem þeir fljúga núna, og þessar tvær sem lenda á sama tíma eru hlutar sem hafa flogið áður. Hérna verður hægt að horfa á geimskotið í beinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun, þann 6. febrúar kl. 18:30 að íslenskum tíma mun bandaríska eldflaugafyrirtækið SpaceX gera tilraun að skjóta upp nýju Falcon Heavy eldflauginni. Þetta verður í fyrsta skipti sem þessi eldflaug flýgur og hefur fyrirtækið tilkynnt að margt gæti farið úrskeiðis, enda sé þetta tilraun. Enginn verðmætur farangur (eins og rándýrt gervitungl) verður um borð, því skiljanlega vill enginn taka séns á glænýrri eldflaug sem aldrei hefur flogið. Í staðinn er oft notast við eitthvað ódýrt eins steypu- eða stálkubb til að líkja eftir þyngd, á ensku „mass simulator.“Eldflauginni Falcon Heavy verður skotið á loft á morgun klukkan 18:30 að íslenskum tíma.Forstjóri fyrirtækisins Elon Musk tilkynnti í desember að farangur eldflaugarinnar verði ekkert annað en 2008 Tesla Roadster bíllinn hans, aðallega því það væri „meira spennandi“. Musk er einnig forstjóri hjá Tesla, en fyrirtækið er þekkt fyrir að framleiða eingöngu rafbíla. Musk sagði í yfirlýsingu: „Test flights of new rockets usually contain mass simulators in the form of concrete or steel blocks. That seemed extremely boring… The payload will be an original Tesla Roadster, playing Space Oddity, on a billion year elliptic Mars orbit.“Þetta gefur til kynna að bíllinn fari í sportbraut um plánetuna Mars, en í raun er verið að tala um sporbraut um sólina eins og þá sem sjá má hér til hliðar. Bíllinn mun spila lagið Space Oddity eftir David Bowie, og í ökusætinu verður ómannaður geimbúningur kallaður Starman, sem er vísun í annað lag eftir Bowie. Myndavélar verða staðsettar fyrir framan og vinstra megin við bílinn til að taka myndir af bílnum með Jörðina í baki.Nafn allra starfsmanna SpaceX eru áletruð í X-inu undir bílnum.Eftirfarandi myndband sýnir hvernig geimskotið mun ganga ef allt heppnast.SpaceX eru þeir einu í bransanum sem reyna að lenda eldflaugum eftir hvert geimskot, tilgangur þess er að geta endurnotað hana og spara gríðalegan pening í leiðinni. Falcon Heavy er samsett úr þremur Falcon 9 eldflaugum, sem er sú sem þeir fljúga núna, og þessar tvær sem lenda á sama tíma eru hlutar sem hafa flogið áður. Hérna verður hægt að horfa á geimskotið í beinni.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar