Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. febrúar 2018 11:54 Sunna Elvíra Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu í samtali við fréttastofu. Sunna hefur legið alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Malaga í tvær vikur. Til stóð að flytja hana á sjúkrahúsið í Toledo síðastliðinn föstudag en það var ekki gert vegna þess að sjúkrahúsyfirvöld í Toledo gátu ekki staðfest að hægt væri að taka á móti Sunnu. „Það er komið grænt ljós frá spítalanum sjálfum. Utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel í því að fá það mjög skýrt fram að þeir eru tilbúnir til þess að taka á móti henni,“ segir Jón Kristinn. Langt ferðalag er fyrir höndum hjá Sunnu en um 500 kílómetrar eru á milli Malaga og Toledo. Pantaður verður sjúkrabíll fyrir Sunnu en reiknar hann með að förin muni taka tíu til tólf tíma, sökum mikils fannfergis á Spáni.Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.Mynd/Unnur Birgisdóttir„Þetta eru góðar fréttir að hún er að komast undir almennilegar læknishendur,“ segir Jón Kristinn en í síðustu viku var greint frá því að sjúkrahúsið í Malaga væri ekki í stakk búið til þess að meðhöndla áverka Sunnu. Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að koma Sunnu heim til Íslands en það mál hefur strandað á því að lögreglan í Malaga hefur haldið eftir vegabréfi hennar. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna rannsóknarhagsmuna en Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga. Hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og er í gæsluvarðhaldi. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Vonast Jón Kristinn til þess að tíðinda dragi í vegabréfsmálum Sunnu í vikunni en segir hann að dómari muni í vikunni úrskurða um framhald málsins. Standa vonir því til að Sunna geti mögulega fengið vegabréfið í hendurnar á ný. „Aðalmálið er þetta að hún er að komast undir læknishendur,“ segir Jón Kristinn. „Við vonum það besta að hún komist heim til Íslands, það eru grundvallaratriði.“ Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður fjölskyldu Sunnu í samtali við fréttastofu. Sunna hefur legið alvarlega slösuð á sjúkrahúsi í Malaga í tvær vikur. Til stóð að flytja hana á sjúkrahúsið í Toledo síðastliðinn föstudag en það var ekki gert vegna þess að sjúkrahúsyfirvöld í Toledo gátu ekki staðfest að hægt væri að taka á móti Sunnu. „Það er komið grænt ljós frá spítalanum sjálfum. Utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel í því að fá það mjög skýrt fram að þeir eru tilbúnir til þess að taka á móti henni,“ segir Jón Kristinn. Langt ferðalag er fyrir höndum hjá Sunnu en um 500 kílómetrar eru á milli Malaga og Toledo. Pantaður verður sjúkrabíll fyrir Sunnu en reiknar hann með að förin muni taka tíu til tólf tíma, sökum mikils fannfergis á Spáni.Sunna Elvira ásamt dóttur sinni á sjúkrahúsinu í Malaga.Mynd/Unnur Birgisdóttir„Þetta eru góðar fréttir að hún er að komast undir almennilegar læknishendur,“ segir Jón Kristinn en í síðustu viku var greint frá því að sjúkrahúsið í Malaga væri ekki í stakk búið til þess að meðhöndla áverka Sunnu. Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að koma Sunnu heim til Íslands en það mál hefur strandað á því að lögreglan í Malaga hefur haldið eftir vegabréfi hennar. Samkvæmt heimildum Vísis er það vegna rannsóknarhagsmuna en Sigurður Kristinsson eiginmaður Sunnu var handtekinn við heimkomuna frá Malaga. Hann er grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi og er í gæsluvarðhaldi. Fjórir menn hafa nú stöðu grunaðra í málinu en það varðar innflutning á amfetamíni sem smyglað var með DHL-sendingu frá Spáni í pakka sem merktur var Skáksambandi Íslands. Vonast Jón Kristinn til þess að tíðinda dragi í vegabréfsmálum Sunnu í vikunni en segir hann að dómari muni í vikunni úrskurða um framhald málsins. Standa vonir því til að Sunna geti mögulega fengið vegabréfið í hendurnar á ný. „Aðalmálið er þetta að hún er að komast undir læknishendur,“ segir Jón Kristinn. „Við vonum það besta að hún komist heim til Íslands, það eru grundvallaratriði.“
Lögreglumál Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15 Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00 Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ástand Sunnu fer versnandi dag frá degi Vegabréf Sunnu er enn í vörslu lögreglunnar á Malaga. 29. janúar 2018 12:15
Verður flutt á sjúkrahús í 500 km fjarlægð: „Það verður alveg helvíti“ Fái Sunna Elvíra Þorkelsdóttir ekki vegabréfið sitt á morgun stendur til að flytja hana á sérhæft sjúkrahús en hún er þjáð vegna verkja og er komin með legusár. 1. febrúar 2018 21:00
Yfirvöld neita að afhenda Sunnu vegabréfið Lögregluyfirvöld á Spáni neita að afhenda vegabréf Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem legið hefur alvarlega slösuð á spítala í Malaga í tvær vikur. 30. janúar 2018 06:00