Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. febrúar 2018 13:11 Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Vísir/gva Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans harmi sleginn yfir kerfisbundnu getuleysi lögreglu í málinu. Þau séu ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur rætt við fimmtán börn sem voru skjólstæðingar mannsins. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Talið er að maðurinn hafi unnið með um tvö hundruð börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Lögreglan hefur nú tekið skýrslu af um fjörutíu manns vegna málsins, þar af sjö brotaþolum. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Reykjavíkur er búið að ræða við fimmtán börn, sem voru skjólstæðingar mannsins. Ekki leikur grunur á að neitt þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hans. Enn á eftir að ræða við um tuttugu börn. Kefisbundið getuleysi Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur manninum í ágúst, segir umbjóðendur sína undrandi á því hvernig staðið hefur verið að úrvinnslu málsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.Vísir/GVA„Það virðist vera að það blasi þannig við þeim að það hafi verið kerfisbundið getuleysi og þær skýringar sem komið hafa á því hvers vegna málið fór eins og það fór innan Barnaverndar og líka innan lögreglu er auðvitað ekki fullnægjandi,“ segir Sævar Þór en eins og fram hefur komið reyndi fjölskylda piltsins ítrekað að reka á eftir rannsókn málsins þar sem þau höfðu upplýsingar um að maðurinn kynni að starfa með börnum.Fái að fylgjast með gangi málsins Sævar Þór segir að það sem aðstandendum piltsins finnst verst er að það tók þennan tíma að fá aðila til að viðurkenna mistök. Hann segir mikilvægt fyrir fórnarlömb mannsins að þau fái sem mestar upplýsingar um gang þess hjá lögreglu. Það hafi ekki verið svo. „Það er búið að klúðra ansi mörgu. Þar af leiðindi tel ég eðlilegt að yfirvöld myndu fylkja sér að baki aðstandendum og fórnarlömbum málsins og gefa þeim þá færi á að fylgjast náið með gangi málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans harmi sleginn yfir kerfisbundnu getuleysi lögreglu í málinu. Þau séu ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. Þá hefur Barnavernd Reykjavíkur rætt við fimmtán börn sem voru skjólstæðingar mannsins. Síðustu vikuna hefur fréttastofa fjallað um kæru á hendur manni sem vinnur með börnum á skammtímavistun barna í Breiðholti og gerði það þar til fyrir nokkrum dögum, þrátt fyrir að kæra hafi legið hjá lögreglu frá því í ágúst. Ítarleg skoðun fer nú fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á því af hverju rannsókn dróst á langinn og hefur embættið harmað mistök. Talið er að maðurinn hafi unnið með um tvö hundruð börnum á vistheimilinu og enn fleiri í öðrum störfum sínum hjá Reykjavíkurborg. Lögreglan hefur nú tekið skýrslu af um fjörutíu manns vegna málsins, þar af sjö brotaþolum. Samkvæmt upplýsingum frá Barnavernd Reykjavíkur er búið að ræða við fimmtán börn, sem voru skjólstæðingar mannsins. Ekki leikur grunur á að neitt þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu hans. Enn á eftir að ræða við um tuttugu börn. Kefisbundið getuleysi Sævar Þór Jónsson, réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur manninum í ágúst, segir umbjóðendur sína undrandi á því hvernig staðið hefur verið að úrvinnslu málsins. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.Vísir/GVA„Það virðist vera að það blasi þannig við þeim að það hafi verið kerfisbundið getuleysi og þær skýringar sem komið hafa á því hvers vegna málið fór eins og það fór innan Barnaverndar og líka innan lögreglu er auðvitað ekki fullnægjandi,“ segir Sævar Þór en eins og fram hefur komið reyndi fjölskylda piltsins ítrekað að reka á eftir rannsókn málsins þar sem þau höfðu upplýsingar um að maðurinn kynni að starfa með börnum.Fái að fylgjast með gangi málsins Sævar Þór segir að það sem aðstandendum piltsins finnst verst er að það tók þennan tíma að fá aðila til að viðurkenna mistök. Hann segir mikilvægt fyrir fórnarlömb mannsins að þau fái sem mestar upplýsingar um gang þess hjá lögreglu. Það hafi ekki verið svo. „Það er búið að klúðra ansi mörgu. Þar af leiðindi tel ég eðlilegt að yfirvöld myndu fylkja sér að baki aðstandendum og fórnarlömbum málsins og gefa þeim þá færi á að fylgjast náið með gangi málsins,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42