Vilja færa einkabílinn ofan í jörðina Hersir Aron Ólafsson skrifar 1. febrúar 2018 20:00 Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. Hugmyndin gengur út á að færa Miklubraut í stokk allt frá Kringlumýrarbraut og að Snorrabraut. Samhliða því vonast borgaryfirvöld til að geta fjölgað íbúðum á svæðinu umtalsvert og yrði þar mun minni hljóð og svifryksmengun. Frumgreining bendir til þess að fýsilegt sé að setja meginstraum umferðar í slíkan stokk. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur er sagt að þetta sé möguleiki að Miklabraut fari í stokk en hún er ekki fastur hluti af aðalskipulaginu. Ef það er vilji til þess að halda áfram með málið á þessum forsendum þá þarf í raun og veru að vinna miklu meira,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur.Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.Mynd/TripólíNúverandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður yrði um 20 milljarðar, en Þorsteinn segir ljóst að um umfangsmikla framkvæmd yrði að ræða. „Við sjáum líka fyrir okkur að eitthvað af þeirri uppbyggingu sem kemur hér á móti, að hún gæti staðið undir einhverju af framkvæmdarkostnaðinum. Það hefur verið nefnt áður í tengslum við uppbyggingu á stokkum að sala byggingarréttar á landi sem fer í stokk, að hægt sé að nota þær tekjur á móti,“ segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að borgarlínan svokallaða gæti gengið ofanjarðar ásamt öðrum vistvænum samgöngum, en umferð einkabíla yrði mestmegnis að neðan. Þorsteinn segir að þetta myndi leysa að miklu leyti þann hnút sem nú skapast gjarnan á svæðinu á háannatímum. Líklega er þó enn nokkuð langt í að hugmyndin verði að veruleika, ef svo verður yfir höfuð, en íbúar Hlíða fá tækifæri til að kynna sér málið á íbúafundi klukkan 8 í kvöld. „Nú er það bara svolítið kjörinna fulltrúa, ekki síst íbúa, að segja til um hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vinna áfram eða ekki,“ segir Þorsteinn að lokum.Kynningarmyndband Reykjavíkurborgar á verkefninu má sjá hér fyrir neðan. Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Hægt væri að fjölga íbúum umhverfis Miklubraut um nokkur þúsund með því að færa hluta götunnar í stokk. Niðurstaða frumgreiningar á svæðinu verður kynnt á íbúafundi í Hlíðunum í kvöld, en áætlaður framkvæmdakostnaður er um 20 milljarðar. Hugmyndin gengur út á að færa Miklubraut í stokk allt frá Kringlumýrarbraut og að Snorrabraut. Samhliða því vonast borgaryfirvöld til að geta fjölgað íbúðum á svæðinu umtalsvert og yrði þar mun minni hljóð og svifryksmengun. Frumgreining bendir til þess að fýsilegt sé að setja meginstraum umferðar í slíkan stokk. „Í aðalskipulagi Reykjavíkur er sagt að þetta sé möguleiki að Miklabraut fari í stokk en hún er ekki fastur hluti af aðalskipulaginu. Ef það er vilji til þess að halda áfram með málið á þessum forsendum þá þarf í raun og veru að vinna miklu meira,“ segir Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur.Svona sjá arkitektar fyrir sér að svæðið ofan Miklubrautar gæti litið út. Sjá má glitta í Hús verslunarinnar fyrir aftan.Mynd/TripólíNúverandi áætlun gerir ráð fyrir að kostnaður yrði um 20 milljarðar, en Þorsteinn segir ljóst að um umfangsmikla framkvæmd yrði að ræða. „Við sjáum líka fyrir okkur að eitthvað af þeirri uppbyggingu sem kemur hér á móti, að hún gæti staðið undir einhverju af framkvæmdarkostnaðinum. Það hefur verið nefnt áður í tengslum við uppbyggingu á stokkum að sala byggingarréttar á landi sem fer í stokk, að hægt sé að nota þær tekjur á móti,“ segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að borgarlínan svokallaða gæti gengið ofanjarðar ásamt öðrum vistvænum samgöngum, en umferð einkabíla yrði mestmegnis að neðan. Þorsteinn segir að þetta myndi leysa að miklu leyti þann hnút sem nú skapast gjarnan á svæðinu á háannatímum. Líklega er þó enn nokkuð langt í að hugmyndin verði að veruleika, ef svo verður yfir höfuð, en íbúar Hlíða fá tækifæri til að kynna sér málið á íbúafundi klukkan 8 í kvöld. „Nú er það bara svolítið kjörinna fulltrúa, ekki síst íbúa, að segja til um hvort þetta sé eitthvað sem við viljum vinna áfram eða ekki,“ segir Þorsteinn að lokum.Kynningarmyndband Reykjavíkurborgar á verkefninu má sjá hér fyrir neðan.
Borgarlína Skipulag Tengdar fréttir Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44 Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Stefnt að mikilli uppbyggingu á Kringlusvæðinu Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita undirrituðu viljayfirlýsingu um nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið í dag. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu. 17. janúar 2018 12:44
Borgarmynd Reykjavíkur breytist umtalsvert gangi áætlanir eftir Reykjavíkurborg tekur stakkaskiptum miðað við áætlanir næstu ára. 16. febrúar 2017 09:00