Þarf að húðflúra andlit þjálfarans á sig ef liðið þeirra vinnur Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Chris Long. Vísir/Getty NFL-leikmaðurinn Chris Long bjóst greinilega ekki við því að vera að keppa í Super Bowl í ár en núna er hann aðeins einum sigurleik frá því að fá hring og um leið vafasamt húðflúr. Varnarmaðurinn Chris Long samdi við Philadelphia Eagles fyrir þetta tímabil og hitti þar fyrir gamlan þjálfara sinn Ken Flajole. Flajole og Long höfðu áður unnið saman hjá St. Louis Rams og þekktust því vel. Ken Flajole þjálfar varnarlínuna hjá Philadelphia Eagles og hann sagði fjölmiðlamönnum frá veðmáli þeirra félaga frá því síðasta haust. ESPN sagði frá.Chris Long is 1 win away from getting a tattoo of his linebacker coach. pic.twitter.com/S47a4cmbvv — SportsCenter (@SportsCenter) February 1, 2018Ken Flajole.Vísir/Getty„Þegar Chris kom til Philadelphia þá fórum við að tala saman í æfingabúðunum. Hann sagði eitthvað í líkindum við það að það væri ekkert skemmtilegra en ef við myndum lyfta Lombardi bikarnum saman,“ sagði Ken Flajole og svo kom afar áhugavert loforð frá leikmanninum hans. „Hann sagði svo: Ef við komust í Super Bowl og vinnum þá mun ég setja húðflúr af andlitinu þínu á líkamann minn,“ sagði Flajole og svar þjálfarans: „Ég sagði. Allt í lagi, Chris, þú verður að fara varlega núna því við vitum aldrei hvernig málin þróast stundum,“ sagði Flajole léttur. Philadelphia Eagles liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atlanta Falcons og Minnesota Vikings út úr úrslitakeppninni á leið sinni í Super Bowl leikinn. Þar bíða ríkjandi NFL-meistarar í New England Patriots. Chris Long var líka spurður út í þetta loforð sitt til þjálfarans. „Ég var bara að grínast en hann ætlar að rukka mig um þetta og minnti mig á þetta í vikunni. Þetta er gott vandmál að hafa,“ sagði Chris Long. Long er líka viss um að þjálfari sinn muni ekki gefa þetta aftir. „Þetta er harður gæi og mun ekki gefa mér neinn afslátt,“ sagði Long.Chris Long donated his entire 2017 salary to charity. Now, he and the @Eagles are headed to the Super Bowl. pic.twitter.com/lp8kfKesZ0 — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 23, 2018 Húðflúr NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Sjá meira
NFL-leikmaðurinn Chris Long bjóst greinilega ekki við því að vera að keppa í Super Bowl í ár en núna er hann aðeins einum sigurleik frá því að fá hring og um leið vafasamt húðflúr. Varnarmaðurinn Chris Long samdi við Philadelphia Eagles fyrir þetta tímabil og hitti þar fyrir gamlan þjálfara sinn Ken Flajole. Flajole og Long höfðu áður unnið saman hjá St. Louis Rams og þekktust því vel. Ken Flajole þjálfar varnarlínuna hjá Philadelphia Eagles og hann sagði fjölmiðlamönnum frá veðmáli þeirra félaga frá því síðasta haust. ESPN sagði frá.Chris Long is 1 win away from getting a tattoo of his linebacker coach. pic.twitter.com/S47a4cmbvv — SportsCenter (@SportsCenter) February 1, 2018Ken Flajole.Vísir/Getty„Þegar Chris kom til Philadelphia þá fórum við að tala saman í æfingabúðunum. Hann sagði eitthvað í líkindum við það að það væri ekkert skemmtilegra en ef við myndum lyfta Lombardi bikarnum saman,“ sagði Ken Flajole og svo kom afar áhugavert loforð frá leikmanninum hans. „Hann sagði svo: Ef við komust í Super Bowl og vinnum þá mun ég setja húðflúr af andlitinu þínu á líkamann minn,“ sagði Flajole og svar þjálfarans: „Ég sagði. Allt í lagi, Chris, þú verður að fara varlega núna því við vitum aldrei hvernig málin þróast stundum,“ sagði Flajole léttur. Philadelphia Eagles liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atlanta Falcons og Minnesota Vikings út úr úrslitakeppninni á leið sinni í Super Bowl leikinn. Þar bíða ríkjandi NFL-meistarar í New England Patriots. Chris Long var líka spurður út í þetta loforð sitt til þjálfarans. „Ég var bara að grínast en hann ætlar að rukka mig um þetta og minnti mig á þetta í vikunni. Þetta er gott vandmál að hafa,“ sagði Chris Long. Long er líka viss um að þjálfari sinn muni ekki gefa þetta aftir. „Þetta er harður gæi og mun ekki gefa mér neinn afslátt,“ sagði Long.Chris Long donated his entire 2017 salary to charity. Now, he and the @Eagles are headed to the Super Bowl. pic.twitter.com/lp8kfKesZ0 — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 23, 2018
Húðflúr NFL Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Sjá meira